Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.11.1983, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 22.11.1983, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Þing Farmanna- og fiskimannasambandsins: Tillögur Vestfirðinga samþykktar Á þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands í Reykjavík 2. — 5. nóv. s.l. átti Skipstjóra- og stýrimanna- félagið Bylgjan á Vestfjörðum þrjá fulltrúa. Fulltrúar frá Bylgjunni lögðu fram sem tillögur tvær helstu ályktanir sem samþykktar voru á þinginu, þ.e. ályktun um fiskveiði- stefnu og um stöðugleika fiskiskipa, þar af var síðarnefnda tillagan samþykkt óbreytt. Núverandi formaður Bylgjunnar er Guðmundur Kristj- ánsson í Bolungarvík. Á þinginu kaus sambandið sér nýjan forseta, og er það Guðjón Kristjánsson, skipstjóri á Páli Pálssyni frá Hnífs- dal. Hér að neðan birtast þrjár af ályktunum þingsins. ÁLYKTUN UM FISK- VEIÐISTEFNU 1984 Mörkuð verði veiðistefna til lengri tíma og þar tekið meðaltal afla undangeng- inna ára t.d. síðustu 30 — 40 ára. Stefnan verði mörkuð með það að markmiði að jafna út aflatoppa og lægðir og þorskstofninum þannig gert kleift að halda jöfnum afrakstri. Ef litið er til veiði- skýrslna Fiskifélagsins allt aftur til 1920 kemur fram bein fylgni aflatoppa og síð- an lægða þar á eftir. Því verður að álykta sem svo að ef ekki er farið alveg upp á toppinn þurfum við ekki jafnlangt niður í lægðina á eftir. Árið 1984 getum við ekki mælt með meiri afla en 300 þús. tonn vegna þeirrar lægðar sem við erum nú í. Aflinn skiptist þannig milli báta og togara að togar- ar fái 53% eða 159 þús. tonn og bátar 47% eða 141 þús. tonn. Heimild loðnubáta til þorskveiða verði endurskoð- uð með tilliti til þeirrar loðnuveiði sem þeir fá að stunda. Fylgst verði með þorskafla eftir hver mánaðamót fyrstu þrjá mánuði ársins og með hliðsjón af þeim þorskafla sem á land kemur verði tekin upp stjórnun ef þorskaflinn virðist ætla að fara fram úr þeim viðmiðunarmörkum sem sett eru hér á eftir. Árinu verði skipt í þrjú jafnlöng veiðitímabil og við það miðað að þorskafli fari ekki fram úr. Bátar: 1. tímabil janúar — vertíðar- lok 105 þús. tonn 2. tímabil vertíðarlok — ág- ústlok 22 þús. tonn 3. tímabil septembe — des- ember 14 þús. tonn Togarar: 1. tímabil janúar — apríl 64 þús. tonn 2. tímabil maí — ágúst 55 þús. tonn 3. tímabil september — des- ember 40 þús. tonn Verði afli á veiðitímabili minni en áætlað er, bætist það sem á vantar við afla næsta tímabils. Ef afli stefnir fram úr við- miðunarmörkum og tekin verði upp stjórnun, gildi það hlutfall þorsks í afla sem not- að var s.l. ár, 5% — 15% — 30%. Ef yfirvöld ætla sér að taka upp kvótaskiptingu í ein- hverri mynd áskilur F.F.S.I. sér allan rétt til tillögugerðar Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ þar að lútandi og ætlast til þess að mark sé á því tekið. Ef nauðsynlegt verður að taka upp stjórnun vegna þess að þorskafli stefnir fram úr viðmiðunarmörkum komi eftirfarandi reglur: 1. Skipstjórnarmenn tilkynni Sjávarútvegsráðuneyti með skeyti að lokinni veiðiferð hversu marga daga þeir hafi verið í þorskveiðibanni og hversu mikið af þorski sé í aflanum. Fari þorskur fram úr viðmiðunarmörkum verð- ur það sem umfram er gert upptækt eins og verið hefur. 2. Skili skipstjórnarmenn ekki þeim dagafjölda sem á- kveðinn er fyrir hvert tímabil tvöfaldast sá dagafjöldi sem ekki var tekinn og bætist við næsta tímabil hjá viðkom- andi skipi. 3. Allar veiðiheimildir er- lendra þjóða verði afnumdar nema um gagnkvæmar veiði- heimildir verði að ræða, þ.e. á sömu tegund. 4. Heimilaðar verði veiðar á skarkola innan 12 sml. sem víðast við landið, enda kol- inn nánast eini stofninn sem ekki er fullnýttur. 5. Athugað verði um veiðar og nýtingu á gulllaxi, lang- hala og öðrum tegundum sem nýtanlegar gætu verið. 6. Athugað verði um veiðar á karfa í úthafinu s.v. af Reykjanesi (Rússakarfa). 7. Hafrannsóknarstofnun verði tryggt togskip sem geti stundað rannsóknir á þorski og karfa á djúpslóð. 8. Hafrannsóknarstofnun verði gert kleift með fjárveit- ingu að rannsaka sem fyrst djúprækjustofninn við ísland með það fyrir augum að kanna veiðiþol hans. 9. Rannsóknir á framleiðni íslandsmiða verði stóraukn- ar. 10. Núverandi stærðarvið- miðanir varðandi lokanir verði óbreyttar en þorskur verði verðlagður niður í 45 cm og ekki gerður upptækur. ÁLYKTUN UM STÖÐ- UGLEIKA FISKISKIPA Þingið gerir þá tillögu til Öryggismálanefndar, að gerð verði stöðugleikaúttekt á öllum íslenska fiskiskipa- ílotanum. Þar sem komið hefur í ljós að jafnvel nýsmíðuð skip Guðmundur Kristjánsson formaður Bylgjunnar hafa ekki staðist þær stöðug- leikakröfur sem gerðar eru til fiskiskipa, verður að mati félagsins að endurmeta þær kröfur sem Siglingamála- stofnun ríkisins gerir um stöðugleika íslenskra fiski- skipa. ÁLYKTUN UM GRÁ- LÚÐUVEIÐAR 31. þing F.F.S.I. beinir þeim tilmælum til sjávarút- vegsráðuneytisins og verð- lagsráðs sjávarútvegsins að veiðar á grálúðu útaf Víkur- ál verði ekki stöðvaðar með svæðalokun í framtíðinni. Verðlagning á grálúðu verði endurskoðuð með það sjónarmið að markmiði að sú grálúða sem er undir 3 kg. og er gott hráefni til vinnslu hækki verulega og verði þannig hvati til þess að veiðar á horlúðu verði ekki arðbærar. Vinnslustöðvar takmarki móttöku á grálúðu við það magn, sem þær geta afkast- að í fyrsta flokks vinnslu. - Viðtal við Framhald af bls. 1 að sjórinn hér fyrir utan kunni að hlýna aftur á allra næstu árum, og gangi það eftir, getum við vænst góðs af framtíðinni,“ segir Guð- mundur Guðmundsson út- gerðarmaður að lokum. Isfirðingur þakkar Guð- mundi fyrir mjög góð og greið svör. b. ísafjarðarkaupstaður Starfsmann vantar á Elliheimilið á ísafirði frá 1. des. n.k. Upplýs- ingar gefur forstöðukona í síma 3110. Heimaþjónusta aldraðra Starfsmenn vantar í 1/2 starf. Laun samkv. 10. I.fl. F.O.S. Vest. Upplýsingar gefur félagsmálafulltrúinn. Bæjarstjórinn. Iðnskólinn ísafirði Á vorönn 1984 verður kennsla í eftirfarandi greinum, svo framarlega að þátttaka verði nægileg: I. 2. áfangi iðnskóla. II. Grunndeild rafiðna. III. 2. áfangi 1. stigs vélskóla. IV. 2. og 4. áfangi frumgreinadeildar tækniskóla. V. Meistaraskóli húsasmiða. Innritun stendur til 1. des. 1983. Nánari upplýsingar veittar í síma 4215 kl. 14—16 mánudag, þriðjudag og miðvik- U<^a^' Skólastjóri BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Laus staða Staða féhirðis við embætti bæjarfógetans á ísafirði og sýslumannsins í ísafjarðarsýslu er laus til umsóknar frá og með 1. febrúar 1984. Laun samkvæmt kjarasamningum starfs- manna ríkisins. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar eigi síðar en 15. desember 1983. 15. nóvember 1983. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu. Pétur Kr. Hafstein. AÐALFUNDUR Aðalfundur Vélsmiðjunnar Þór hf., ísafirði, fyrir árið 1982 verður haldinn í fundarsal fé- lagsins, laugardaginn 3. desember kl. 14:00. Dagskrá samkvæmt félagssamþykktum. STJÓRNIN Jóiabækurnar streyma að. Nýjar bækur á hverjum degi. Bækurnar eru á 2. hæö Bókav. Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.