Alþýðublaðið - 20.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.10.1923, Blaðsíða 1
► 1923 Laugardaginn 20 október. 246. tölublað. „Landráðin“ Síðastu blekkingar auðvaldsins reknar Sfugar ofan í B-lista-menniua. Síðustu blekkingatilraunir auð- vaidsins til að spilla fyrir Al- býðuflokknum eru þær, að för Jóns Bachs til Englands hafi verið farin í lándráðaskyni. Þess- ar blekkingar, sem auðvaldsmenn hafa ná símað út um iand, voru á kjósendafundinum í gærkveldi reknar ofan í B-lista-mennina lið fyrir lið, svo að þeir gáfust algerlega upp. Frá þeirri athöfn nægir að geta tvenns: 1. Sigurjón Á. Ólafsson, for- maður Sjómannafélagsins, lýsti yfir því, að förin héfði verið farin með fullu vitorði raðandi manna hér um erindi Jóns Bachs, og mætti ætia, að þeir hefðu mótmælt, ef um landráðatilraun hefði verið að ræða. Auk þess hefði Jón Bach haft vegab ét frá lögreglustjóra, áritað af ræð- smanni Breta, og teidu þessi yfirvöld sér óskiljanlega hindrun farar hans. 2. Ólafur Friðriksson benti á, að Jón Bach hefði átt að koma Sjómannafélaginu í sams konar samband við enska verkamenn, sem allir verkamenn alira landa væru í við enska verkamenn. Það gætu ekki verið landráð af hálfu íslen/kra verkamanna, sem hvergt hefðu verið talin landráð annars staðár. Síðan skoraði hann á B-lista-mcnnina að kæra þá foringja verkamanna, sem þeir álitu seká, ef þeir álitu sjálfir, að hér væri um landráð að ræða. Á meðan þessu fór fram, var grafarþögn á fundinum, Var auðséð, að fuDdarmönnum féll allur ketill f e!d yfir ósvffni auðvaldsins- Gugnuðu þá B lista- mennirnir með öllu og mintust ekki á Iandráð eftir þetta. Til Morganblaðsins. Morgunblaðið hefir undanfarið talað mikið um, hve ómissandi Magnús Kristjánsson forstjóri og ég séum fyrir Landsverzlunina og það svo, að við mundum ekki geta gegnt þingstörfum öðruvísi en Landsverzlun biði tjÓn af þessari hálfs dags tjarvist okkar um þingtímann, jáfnvel þó að öðrum færum mönnum væri fálið að að sjá um þau störf, sem við kæmumst ekki yfir. Ég er þakk- látur Morgunblaðinu fyrir þessa skyndilegu umhyggju fyrir hag Landsverzlunarinnar og fyrir þessa mikiu viðurkennlngu á stjórnárhæfileikum Magnúsar Kristjánssonar og mínum . fram yfir aðra menn, og það því fremur, sem þessi viðurkenning kemur nú rétt fyrir kosningar, hæfilega snemma til þess áð sýna kjósendum, hvaða álit þeir megi hafa á okkur M. Kristjáns- syni hvorum fyrir sig og hvaða gagu vlð gætum gert á þinglnu. Þó vil ég ieyta mér að beina þeirri fyrirspurn til >Morgun- blaðsinsc, hvort það hafi og þá burgeisaflokkurinn allur líka nú haft þau skoðanaskifti, að Lands- verzlun eigi að starfa áfram, en ekki leggjast niður, og að þess- ari verzlun eigi að hlynna á alla lund, því að þá ályktun virðist mega drpga af kröfu blaðsins um, að einmitt við Magnús Kriatjánsson störfum óskiftir við Landsverzluuina. Þegar Morgun- blaðið hefir svarað þessári spurn- iogu væntanlega játendi, þá mun ég einnig geta sýnt því fram á, hvernig hægt er að koma stjórn- arstörfunum í Lundsverziun fyrlr [ Lucana l-fk,a bezts 1 . Revktar mest « á haganlegasta hátt, þegár við Magnús Kristjánsson erum báðir komnir á þing. Héðinn Valdimarsson. Tvísðngiir (Duettar). Benedlkt £ltar og Símon irá Hól. Nýjung á sönglistarBviðinu verö- ur enn á bobstólum í Nýja Bíó í kvöld kl. 71/*. Tveir ágætir söngmenn, Bene- dikt Elfar og Símon Þó ðarson frá Hól, syngja tvísöngva, og að- stoðar Jón ívars þá. Tvísöngvarnir verða ýmsar helztu perlur heimsins, svo sem úr Glunt- arne, Mendelsohns-tvísöngvar, 6- peru-tvísöngvar og tvísöngur eftir prófessor Syeinbjörn Sveinbjörns- son, sá eini, er hann he8r samið. Söngur er einhver allra bezta og heilnæmasta skemiun, er menn geta fengið. Hann er í senn fjörg- andi og mentandi. — Söngmennirnir, sem hér þreyta söng, em báðir svo þektir hér í bænum, að ekki þarf að hvetja mónn til þess að hlýba á þá; þeir, sem ástæður hafa til, koma. þetta mun í fyrsta sinn, að eingöngu tvísöngvar eru á boðstól- un, og óvíst, að oftar verði í bráð. 8'öngvinur. »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.