SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 48
48 24. október 2010
Ö
ðru hverju heyrir maður orð-
ið málfarslögga og er það ekki
meint sem hrós. Það er notað
í niðrandi merkingu um þá,
sem leyfa sér að gera athugasemdir og
benda á að eitthvað í rituðu máli eða töl-
uðu mætti betur fara. Taka jafnvel svo
stórt upp í sig að tala um rétt mál og rangt.
Venjulega er það í þeirri merkingu að það
sem samræmist málvenju sé rétt mál, en
það sé rangt mál til dæmis, þegar föst
orðasambönd eru brengluð. Slíku una þeir
illa sem vilja láta reka á reiðanum um þró-
un íslenskrar tungu.
Sá sem þetta ritar hefur nú birt á blogg-
inu á fimmta hundrað athugasemda um
málfar í fjölmiðlum og einnig um verklag
fjölmiðla. Verið kallaður málfarslögga og
„sjálfskipaður málfarsráðunautur“ og un-
ir því bara vel.
Kveikjan að þessum skrifum var sú, að
öðru hverju sendi ég Fréttastofu útvarps-
ins það sem ég kallaði „vinsamlegar
ábendingar“ um það sem betur mætti fara
í málfari. Þeim var svarað með þögn, nán-
ast undantekningarlaust. Þá sneri ég mér
að blogginu.
En er það ekki bara gamalla manna
nöldur og nagg að málfari í fjölmiðlum
hafi hrakað? Kannski er það svo að ein-
hverju leyti, en þótt gamlingjum þyki
heimur jafnan fara heldur versnandi,
hygg ég það ómótmælanlegt að minni
kröfur eru nú gerðar um vandað málfar í
fjölmiðlum en var fyrir þremur til fjórum
áratugum.
Á Alþýðublaðsárunum mínum (1962-
1967) fór engin grein í blaðið, sem ekki var
prófarkalesin. Þannig var það á öllum
dagblöðunum. Prófarkalesararnir voru
líklega málfarslöggur, en þá var ekki búið
að smíða það orð. Á sjónvarpsárunum
(1967-1978) las séra Emil Björnsson
fréttastjóri allar fréttir yfir áður en þær
voru lesnar. Um helgar lásu vaktstjórar.
Fréttastjórinn var fljótur að hringja ef ein-
hver ambagan slapp út í ljósvakann.
Nú eru auðvitað breytt vinnubrögð og
breytt tækni komin til sögunnar í öllum
fjölmiðlun. Meira og minna sýnist mér
fólk ganga sjálfala á ritstjórnum, vinna
sínar fréttir og svo fara þær á prent eða á
skjá. Þá er það hendingum háð hvort aug-
ljósar villur sleppa í gegn. Á fjölmiðlum
starfar auðvitað fjöldinn allur af fólki, sem
er prýðilega ritfær og vel máli farinn. Ekki
geri ég lítið úr því. Bögubósarnir eru samt
of margir.
Á ritstjórnum fjölmiðla þarf að auka
innra eftirlit með málfari og málnotkun.
Það er engin minnkun að því. Slíkt eftirlit
er eitt af hlutverkum ritstjórnar. Halda
menn til dæmis að ekki sé rækilega rýnt í
texta í erlendum blöðum eins og Financial
Times eða Washington Post? Auðvitað er
það gert. Fjölmiðlar sem eru vandir að
virðingu sinni vanda málfar og mál-
notkun. Hér þurfa íslenskir fjölmiðlar að
taka sig á.
Það er sjálfgefið að málið breytist og
þróast, en það er ekki sama á hvern veg
það gerist.
Nýlega barst mér bréf frá manni sem
lætur sig þróun móðurmálsins miklu
varða. Hann sagði: „Tilgangur málverndar
er sem sagt einn og aðeins einn: að tungan
fái borið mannlega hugsun um alda haf
þannig að sem flestir geti notið. Það verð-
ur þá rétt (1) að halda við öllu lífvænlegu í
orðaforða og orðskipan tungunnar og (2)
að nýmyndun falli að reglum málsins
hvort sem hún er ætluð til aukinnar fjöl-
breytni eða til þess að tákna ný merking-
armið. Á sama kvarða verður það rangt (1)
að brengla merkingu orða og orðtaka, (2)
að aflaga beygingarreglur og orðskipunar,
(3) að sækja í önnur mál tjáningarhátt sem
tungan ræður fyllilega við sjálf. – Fram-
burður málsins er utan þessarar umræðu
sökum þess að hann flyst með öðrum og
sérstökum hætti frá einni kynslóð til ann-
arrar.
Ef málsamfélagið – notendur tungunnar
– hefur ekki fullan skilning á því sam-
hengi sem hér var lýst er ekki von til þess
að málverndarstarf beri mikinn árangur.
… Umræða um málvernd þarf að snúast
frekar en raun er á um það að auka skiln-
ing á forsendum kvarðans og treysta sam-
þykki við hann.“
Við þetta er engu að bæta.
Málfarslöggur?
’
Þótt gamlingjum þyki
heimur jafnan fara
heldur versnandi,
hygg ég það ómótmælanlegt
að minni kröfur eru nú
gerðar um vandað málfar í
fjölmiðlum en var fyrir
þremur til fjórum áratug-
um.
Að mati höfundar þarf að auka innra eftirlit með málfari og málnotkun á ritsttjórnum fjöl-
miðla, enda sé það eitt af hlutverkum ritstjórnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tungutak
Eiður Svanberg
Guðnason
esg1@simnet.is
K
ristín Eiríksdóttir hefur sent
frá sér fyrsta smásagnasafn
sitt, en áður hafa komið út
eftir hana þrjár ljóðabækur
sem allar vöktu nokkra athygli. Smá-
sagnasafnið heitir Doris deyr og geymir
tíu sögur.
„Ég hef verið að skrifa prósa síðustu
árin en hann hefur verið tilraunakennd-
ari – meira eins og stílæfing,“ segir Krist-
ín. „Ég varð aldrei nógu ánægð með hann
til útgáfu, kannski vegna þess að hann
minnti á helmassað ljóð, sem varð fyrir
vikið stælótt og óviðráðanlegt. Sumarið
2009 var ég svo allt í einu komin með tíu
sögur í smásagnasafn, en ég komst að
þeirri niðurstöðu að bókin yrði of lág-
stemmd að óbreyttu. Ég henti því út
fimm sögum og skrifaði fimm í staðinn
sem áttu að bæta við blæbrigðaskalann.
Það tekur mislangan tíma fyrir höf-
unda að stilla og aga röddina sína. Að
skrifa ljóð er ágætisleið til þess en þegar
ég skrifa ljóð snýr aginn að því að hver
setning þarf helst að vera heimur í sjálfri
sér og allir stafirnir þurfa að vera á hár-
réttum stað, en þegar kemur að því að
skrifa lengri sögu verður maður að sleppa
takinu en halda yfirsýninni. Það er öðru-
vísi agi.“
Breyskleiki manneskjunnar
Þetta eru sögur um fólk sem er ráðvillt,
óútreiknanlegt en býsna seigt. Þegar ég
las þessar sögur hugsaði ég með mér að
þú hlytir að hafa brennandi áhuga á
fólki.
„Ég hef alltaf velt fyrir mér breyskleika
manneskjunnar og hef mikið hugsað um
dómhörkuna í okkur. Það eru ótal hliðar
á öllu sem gerist í mannlegum sam-
skiptum og það er verðugt verkefni að
takast á við það og reyna að miðla því til
fólks í gegnum texta. Þegar ég sest niður
og skrifa þá verð ég þögult vitni að því
sem persónur gera. Ég dæmi þær ekki,
það er ekki hlutverk mitt að dæma eða
predika. Nálgunin sem ég nota er oft að
reyna að lýsa fólki sem er ólíkt mér að
formi og nafni til, miðaldra bensín-
afgreiðslumanni í Kanada til dæmis.
Þannig er ég frjálsari frá sjálfri mér og svo
reyni ég að telja mér trú um að persónan
sé fær um að koma mér á óvart. Ef ég er
heppin þá gerir hún það kannski.“
Sögurnar gerast víða um heim, enda
hefur Kristín, sem er 29 ára gömul, búið í
ýmsum löndum, þar á meðal í Svíþjóð,
Þýskalandi, Ungverjalandi, Tyrklandi,
Spáni og nú síðast Kanada. Hún er
myndlistarmenntuð og er að ljúka mast-
ersgráðu á teiknibraut í listaháskóla í
Montreal. „Frá því ég var sautján ára hef
ég verið á dálitlu flakki,“ segir hún. „Ég
hef aldrei fest rætur á einum ákveðnum
stað og það finnst mér mikilvægt. Það er
staðreynd að það er gott fyrir sköp-
unarkraftinn að fara á milli staða, það er
eins og að vera með myndavél. Þegar
maður kemur á nýjan stað er maður
stöðugt að sjá eitthvað í umhverfinu sem
maður þarf að taka mynd af. En þegar ég
geng Laugaveginn er allt svo kunnuglegt
að ég tek ekki eftir því og hef enga þörf
fyrir að taka upp myndavélina. Þannig
finnst mér gott að vera í útlöndum og
skrifa um Ísland. Ég á erfitt með að skrifa
um Ísland meðan ég er hérna, alveg eins
og ég á erfitt með að skrifa sjálfsævisögu-
legan texta.“
Skáld og teiknari
Þér finnst þú ekkert tvíklofinn lista-
maður eða tekst þér fullkomlega að
samræma það að vera skáld og teiknari?
„Þetta er flókið vegna þess að ég get
ekki bæði skrifað og teiknað á sama tíma.
Ég þurfti að taka mér frí frá skólanum í
Montreal til að ljúka við bókina vegna
þess að ég get ekki skrifað þegar ég er að
teikna. Ég hef oft reynt það en aldrei tek-
ist. Svo fór ég í þriggja mánaða ferð til
Ekvador og Kólumbíu þar sem ég lauk við
sögurnar og hékk utan í loftkælingunni
og hugsaði: „Af hverju kom ég hingað í
þennan skelfilega hita? Það er ekki hægt
að hugsa í svona miklum hita.“ En svo
var það allt í lagi. Þó að vitræn hugsun sé
vissulega nauðsynleg er líka mikilvægt að
hún nái jafnvægi með hinu röklausa og
ómeðvitaða. Það er svo stór hluti af okk-
ur sem er stöðugt starfandi en nær
sjaldnast máli, kallar á nálgun sem er
bæði beinskeytt og hopandi. Þegar þú
nálgast dýr í skógi horfirðu ekki beint á
það heldur útundan þér.
Ég hef oft hugsað: „Ég ætla að einbeita
mér að myndlistinni og hætta að skrifa“,
en eftir nokkra mánuði er ég farin að
sakna þess svo mikið að skrifa að ég verð
að setjast niður og vinna texta. Svo hef ég
líka hugsað mér að verða bara rithöf-
undur en áður en ég veit af er ég farin að
stelast til að teikna. En auðvitað hefur
það hjálpað mér helling sem skáldi að
hafa fengið myndlistarmenntun. Í prin-
sippinu er enginn munur á þessu tvennu
og þar felst kannski skýringin á því að ég
á erfitt með að sinna hvoru tveggja í einu.
Það væri eins og að drekka sama kaffi-
bollann tvisvar, samtímis.
Móðir þín er Ingibjörg Haraldsdóttir
ljóðskáld og þýðandi. Hefur hún hjálpað
þér á listabrautinni?
„Hún hefur hjálpað mér mjög mikið og
mér finnst ég vera lánsöm að hafa alist
upp með þessa fyrirmynd; konu sem hef-
ur lifibrauð af listum. Ég þurfti aldrei að
efast um að það væri hægt af því ég sá að
það var hægt. Svo er hún líka svo frábær
manneskja sem hefur alltaf hvatt mig í
því sem ég geri og sýnt því áhuga án þess
að vera með einhvern þrýsting. Þegar ég
byrjaði að skrifa sem snemmunglingur
Þögult vitni
Doris deyr er nýtt smásagnasafn eftir Kristínu
Eiríksdóttur. Í viðtali ræðir Kristín um skáldskap
og myndlist og möguleika smásagnaformsins.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Lesbók