Ísfirðingur - 30.01.1990, Blaðsíða 1

Ísfirðingur - 30.01.1990, Blaðsíða 1
BLAÐ 7XAMSÓKNAPMANNA / V£$TFJARMtSJÖRDÆMI 40. árg. Þriðjudaginn 30. janúar 1990 l.tbl. Hólmavík 100ára Þann 3. janúar 1890 gaf „Christian hinn Mundi, af guðs náð Danmerkur konungur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þjcttmerski, Láen- borg og Aldinborg," út lög þess efnis að við „Hólmavík hjá Skeljavík í Steingrímsfirði" skyldi „vera löggiltur verslunarstaður". Þann 3. janúar sl voru því liðin 100 ár frá þeim gjörningi í Amalíuborg, sem markaði upp- haf þéttbýlis á Hólmavík. Fyrir 100 árum var engin byggð á Hólmavík. Ásgeir nokkur Snæbjörnsson hafði að vísu reist bæ fyrir 1880. Hjónin Sigurður Sigurðsson kirkju- smiður og Guðrún Jónsdóttir keyptu húsið af Ásgeiri nokkrum árum síðar og fluttu það um set. Þau bjuggu í húsinu til ársins 1888, en fluttu þá að Kleifum á Selströnd. Meðal barna þeirra var Stefán skáld sem síðar kenndi sig við Hvítadal í Dala- sýslu. Stefán fæddist í þessu fyrsta húsi á Hólmavík haustið 1887 og átti þar heima þar til foreldrar hans fluttu yfir fjörðinn. Verslun hófst ekki á Hólma- vík fyrr en 5 árum eftir laga- setningu konungs. Árið 1895 reisti Björn Sigurðsson kaup- maður í Skarðsströnd og síðar bankastjóri svonefndan Langa- skúr og hóf þar verslun. Ari síðar tók Richard Peter Riis við versluninni, og árið 1897 byggði hann svonefndan Riis- hús, sem stendur enn. Upp úr aldamótum tók hús- um að fjölga smátt og smátt, og íbúum fjölgaði að sama skapi. Aldarafmælis verslunarrétt- inda á Hólmavík var minnst mað afmælisveislu í grunnskól- anum að kvöldi afmælisdagsins 3. janúar sl. Þar hélt Brynjólfur Sæmundsson oddviti hátíðar- ræðu, kór Hólmavíkurkirkju söng og Leikfélag Hólmavíkur sá um skemmtiatriði. Um 300 manns sátu afmælisveisluna og þáðu veitingar í boði hrepps- nefndar. Þar var m.a borin fram geysistór afmælisterta með merki Hólmavíkurhrepps og 100 kertum. Bakstursmeist- ari veislunnar var Guðbiörg Stefánsdóttir á Hólmavík. I lok afmælisveislunnar sá Björgun- arsveitin Dagrenning um flug- eldasýningu í einmuna veður- blíðu. Hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps hélt hátíðarfund á af- mælisdaginn. Þar voru sam- þykktar tvær tillögur, önnur um útgáfu bókar um Hólmavík og hin um átak í skógrækt í Frá Hólmavík tengslum við Landgræðslu- skógaátak Skógræktarfélags íslands. Bókin sem hreppsnefnd samþykkti að gefa út, er skrifuð af Óla E. Björnssyni á Akra- nesi, en hann ólst upp á Hólma- vík.í bókinni verða myndir af ölfum húsum á Hólmavík auk frásagna sem tengjast húsum og íbúum þeirra fyrr og nú. Óli hefur varið frístundum sínum í fjölda ára til að safna efni um Hólmavík, og leynast í þessu safni margar fágætar heimildir um sögu staðarins. Á síðasta sumri skipaði hreppsnefnd Hólmavíkur- hrepps 5 manna nefnd til að sjá um hátíðahöld í tilefni 100 ára afmælisins. í nefndinni eiga sæti Björk Jóhannsdóttir kenn- ari, Brynjólfur Sæmundsson héraðsráðunautur, Gunnar Jóhannsson framkvæmdar- stjóri, Ragna Þóra Karlsdóttir þroskaþjálfi og Sigrún Björk Karlsdóttir skólastjóri. For- maður nefdarinnar er Björk Karlsdóttir. Örn Ingi mynd- listamaður á Akureyri, hefur verið ráðin sérlegur aðstoð- armaður nefndarinnar, en hann er þjóðkunnur fyrir ýmis óvænt uppátæki. Næsta sumar verður 100 ára afmælis Hólmavíkur minnst með fjölbreyttri sumarhátíð síðustu helgina í júlí, þ.e. dag- ana 27.-29. júlí. Margt hefur verið bollalagt um dagskrá Ljösm.: Eyþór Hauksson hátíðarinnar, en fátt látið uppskátt. Enn mega menn því bíða í hálft ár eftir því að hul- unni verði svipt af leyndardóm- um afmælisnefdarinnar. Búist er við miklu fjölmenni á afmælishátiðina í sumar, enda öllum velkomið að heim- sækja afmælisbarnið. Þrátt fyrir aldurinn er afmælisbarnið hresst þessa dagana. Á nýliðnu ári fjölgaði íbúum Hólmavík- urhrepps um tæp 3% og fyrsti Vestfirðingurinn sem fæddist á nýja árinu er einmitt búsettur á Hólmavík. Hann er sonur Haralds V.A. Jónssonar, húsa- smiðs og Hrafnhildar Guð- björnsdóttur, leiðbeinenda og hreppsnefndarmanns. Stefán Gíslason. Nú er hann enn á norðan... Myndin ber merki óveðursins, en svo virtist sem skipin stæðu í sköflunum. Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að þrálát norðan- átt hefur verið ríkjandi að undanförnu. Hefur kyngt niður snjó á Vestfjörðum norðan- verðum og snjóflóð hafa fallið á Flateyri, úr Eyrarfjalli, á Óshlíð og Súðavíkurhlíð. Á laugardagsmorgunn 27. þ.m. hreif snjóflóð með sér snjóruðningsbíl á Hnífsdals- vegi. Hann valt rúmar tvær veltur og hafnaði úti í sjó. Bif- reiðastjóranum, Jakobi Þor- steinssyni tókst með einstöku harðfylgi að komast út úr bílnum, í land og ganga á móti óveðrinu út í Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, þar sem maður var við vinnu og gat veitt honum aðstoð. Sem betur fer er ekki vitað um fleiri slys af völdum þessa veðurs, en hátt í tveir tugir húsa voru rýmd um tíma vegna snjóflóðahættu. Myndin hérna við hliðina var tekin á ísafirði síðastliðið laug- ardagskvöld, en þá hafði snjó- að og skafið dögum saman.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.