Ísfirðingur


Ísfirðingur - 25.05.1990, Síða 1

Ísfirðingur - 25.05.1990, Síða 1
/ VESJFJARMKJORMMl 40. árg. Föstudagur 25. maí 1990 6. tbl. Framsóknarmenn eru hreinskilnir og raunsæir og segja við ísfirska kjósendur: Til að tryggja kosningu Einars Hreinssonar vantar 20-40 atkvæði! Einar Hreinsson er maður framtíðarinnar. Sjávarút- vegsmálin eru hans hjartans mál. Það er styrkur bæjarins að tefla fram slíkum manni við mörkun fisk- veiðistefnunnar. Það hefur ekki farið fram hjá (sfirðingum að við Fram- sóknarmenn teljum afar mikilvægt að hafa fengið Einar Hreinsson sjávarútvegsfræðing til að skipa annað sæti listans að þessu sinni. Einar hefur vakið athygli varðandi mörkun fiskveiði- stefnunnar. Með tilvísan til mikilvægis fiskveiða og vinnslu hér á ísafirði og Vestfjörðum öllum, og frumkvæðishlutverks Vestfirðinga, er afar nauðsynlegt að bæjarstjórn ísafjarðar hafi á að skipa hæfu fólki á þessum sviðum. Einar Hreinsson er valkosturokkar Framsóknarmanna. Kjósum Einar Hreinsson í bæjarstjórn. Guðríður Sigurðardóttir nýtur virðingar langt út fyrir raðir sinna flokksmanna. Hún mun reynast duglegur varabæjarfulltrúi þeirra Kristins og Einars. Til að tryggja áframhaldandi forystuhlutverk Guðríðar Sigurðardóttur í íþrótta- og æskulýðsmálum hér á ísafirði, er nauðsynlegt að hlutur Framsóknarflokksins verði sem mestur í komandi kosningum. Með kosningu Einars Hreinssonar aukast möguleikar Framsóknarflokksins til að hafa áhrif. Með tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn fsafjarðar eru ágætar líkur á því að Guðríður Sigurðardóttir stýri áfram íþrótta- og æskulýðsráði bæjarins og þá verður vel séð fyrir þeim málaflokki. Kjósum Guðríði Sigurðardóttur. Framsóknarflokkurinn hefur vandað mjög til frambjóöenda við komandi kosningar. Látið hann njóta þess í kosningunum 26. maí n.k.

x

Ísfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.