Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.10.1990, Qupperneq 1

Ísfirðingur - 22.10.1990, Qupperneq 1
VESTFJARÐAUORDÆMI 40. árg. Mánudagur 22. október 1990 9. tbl. Guðni Ásmundsson r r Islenskt fyrir Islendinga Ágæti lesandi: Hver er þessi Guðni Ás- mundsson sem myndin er af hér að ofan? Jú, hann hefur lifað og hrærst á Vestfjörðum s.l. 33 ár. Má því nánast telja hann Vestfirðing, þó ættaðan sé úr Breiðafjarðareyjum og af Austfjörðum. í gegn um árin hefur hann unnið að margvíslegum félags- málum, stjórnmálum sem öðrum. Reyndar má segja með nokkrum rétti, að störf að fél- agsmálum séu jú stjórnmál. Konan sagði stundum áður fyrr, að tíminn sem færi í þetta væri mikill, rétt var það, sér- staklega meðan börnin voru ung. Nú telur hann sig hafa aðeins frjálsari tíma, búinn ásamt konunni að koma fimm börnum til manns og ekki nema 52 ára gamall. Það var snemma hjá honum, sem mörgum öðrum, að hugur- inn beindist að stjórnmálum, ekki síst eftir þær sviftingar sem áttu sér stað í landinu frá 1955- 60. Á þeim árum hófust kynni hans af Framsóknarflokknum. Af þeirri manngildishugsjón sem þar er ávallt í fyrirrúmi heillaðist hann. Hvað er hann að gera í fram- boð til Alþingis? Auðvitað gerir hann sér þess ljósa grein að með þátttöku í forvali er hann ekki kominn á þing. Það virðist blasa við, að fólkið hér í kjördæminu verður Guðni Ásmundsson. að taka frekari þátt í stefnu- mörkun flokkanna, svo hags- munir okkar Vestfirðinga verði ekki látnir sitja á hakanum. Þess vegna m.a. fer hann í framboð. Við Vestfirðingar! Búum vissulega í harðbýlu héraði til lands og sjávar. Sam- göngumál vega því þungt að hans mati. Fagna ber því sem áunnist hefur, s.s. Dýrafjarðar- brú, fyrirhugaðri jarðganga- gerð undir Breiðadals- og Botnsheiðar og síðast en ekki síst lagning bundins slitlags á flugvelli og vegi í auknum mæli. Ekki má þó sofna á verð- inum, heldur sækja sífellt fram á við. Ekki þarf hann að segja ykkur Vestfirðingum hversu gífurlega þýðingu sjúkraflugið hefur, sérstaklega fyrir þennan landsfjórðung. Telur hann því rétt að lögð verði sérstök áhersla á þennan þátt öryggis- mála í fjórðungnum. Höfum við um árabil notið þjónustu heimamanna hvað þetta varðar. Það verður að tryggja áframhaldandi rekstur þess. Atvinnumálin og þá sérstak- lega landbúnaðarmálin hljóta að vera honum hugstæð. Jú, vissulega, hann vonar að Is- lendingar muni að lokum ná áttum í því gjörningaveðri sem þyrlað hefur verið upp af forystu alþýðuflokksmanna o.fl. vegna framleiðslu búvara í landinu. Virðist ekki hirt um að ræða þau mál nema frá einu sjónarhorni á þeim bæ. Auðvit- að verður að vera einhver stjórnun á framleiðslumálum, það er augljóst. Langt er þó þar frá til hömlulauss innflutn- ings. Hafa menn hugleitt hversu margir landar okkar hafa beina og óbeina atvinnu af því að í landinu sé stundaður landbúnaður? Hvað um alla þá vinnu er vinnsla og dreifing kallar á? Guðmundur B. Hagalínsson: Snúumvörn ísókn! Guðmundur B. Hagalínsson. Ágætu Vestfirðingar. Senn líður að kosningum. Kosninga- undirbúningur er í fullum gangi. Menn og málefni setja svip sinn á þann undirbúning. Það sem mestan svip setur á kosningarnar nú í vestfirskum byggðum, er sú gífurlega byggðaröskun sem við nú stöndum frammi fyrir. Þrátt fyrir allar þær efnahagsráðstaf- anir sem gerðar hafa verið að undanförnu í anda þjóðarsátt- ar, og sem ekki skal gert lítið úr hér, þá heldur fólksflóttinn á Vestfjörðum áfram suður. Um þennan tlótta hefur engin þjóðarsátt verið gerð og verður aldrei gerð. Þvert á móti stefnir þess vegna í mjög hörð átök milli landsbyggðar og þéttbýlis- ins á suðvesturhorni landsins, ef fram heldur sem horfir. T.d. munu stóriðjuframkvæmdir á Keilisnesi auka mjög á fólks- flóttann af landsbyggðinni á næstu árum. Stóriðja Vestfirðinga hefur til þessa verið veiðar og fisk- vinnsla. Engin teikn eru á lofti að á því verði nein breyting í náinni framtíð. Vestfirðir eru raunar eini landshlutinn þar sem fiskveiðar og fiskvinnsla verða höfuðþættirnir í atvinnu og byggð. Þess vegna á það að verða ófrávíkjanleg krafa Vest- firðinga og þingmanna þeirra hverju sinni, að vegna sérstöðu Vestfirðinga að þessu leyti komi aukinn fiskkvóti í þeirra hlut. Því línuritið milli þeirrar miklu fólksfækkunar og minnk- andi aflahlutar á Vestfjörðum undanfarin ár segja allt sem segja þarf um þessa byggða- röskun. Þar er orsakanna að leita númer eitt tvö og þrjú. Götin í gegn um fjöllin og brýrnar yfir firðina eru góðra gjalda verð, en koma ekki að tilætluðum notum, nema óheillaþróuninni sem við höfum búið við síðustu ár verði snúið við. Ágætu framsóknarmenn. í skoðanakönnun þéirri sem fram fer á vegum Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi dagana 27. til 31. okt. n.k. hef ég ákveðið að gefa kost á mér. Gefist mér tækifæri til að ná það langt að hafa áhrif á gang mála í Vestfjarðakjördæmi næstu ár mun ég leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Aukinn aflakvóti komi í hlut Vestfirðinga strax við upp- Kynning frambjóðenda Eins og auglýst var í síðasta blaði og einnig í þessu blaði mun fara fram skoðanakönnun um röðun manna á framboðs- lista framsóknarmanna til næstu alþingiskosninga. Könnunin verður gerð dagana 27.-31. október n.k. og mun stjórn hvers flokksfélags sjá um framkvæmd hennar hver á sín- um stað. Tíu manns hafa gefið kost á sér í þessa skoðanakönnun. 1 blaðinu núna eru birtar stuttar greinar um stjórnmál frá þeim öllum. Frambjóðendurnir eru þessir, taldir upp í stafrófsröð: Guðni Ásmundsson fæddur 1938, húsasmíðameistari, Fjarðarstræti 19, ísafirði. Guðmundur B. Hagalínsson, fæddur 1934, bóndi, Hrauni Ingjaldssandi. Katrín Marísdóttir, fædd 1959, skrifstofumaður, Lækjartúni 10, Hólmavík. Kristinn Halldórsson, fæddur 1955, útgerðartæknir, Reykja- vík. Magdalena Sigurðardóttir, fædd 1934, ritari, Seljalands- vegi 38, Isafirði. Magnús Björnsson, fæddur 1954, skrifstofustjóri, Dalbraut 11, Bíldudal. Olafur Þ. Þórðarson, fæddur 1940, alþingismaður, Vilmund- arstöðum, Reykholtsdal. Pétur Bjarnason, fæddur 1941, fræðslustjóri, Árholti 5, ísa- firði. Ragnar Guðmundsson, fæddur 1935, bóndi, Brjánslæk, Barða- strönd. Sveinn Bernódusson, fæddur 1953, járnsmiður, Skólastíg 7, Bolungarvík. Á að flytja inn í landið þá vinnu með því að leggja land- búnaðinn niður? Hann segir nei: Hvað ef ófriður brýst út í heiminum? Eigum við þá að vera háð inn- flutningi matvæla e.t.v. frá ófr- iðarsvæðum? Hann bara spyr? Ekki er annað að heyra en allir í þessu landi stynji undan þeim olíuverðshækkunum sem orðið hafa vegna „væntan- legra“ hernaðarátaka við Persaflóa. Vonandi kemur aldrei upp sú staða hvað varðar matvæli. Hann segir: „Fjöregg okkar er frelsið. - Lítum okkur nær, búum að okkar, þó með framleiðslustjórnun sé. Islenskt fyrir íslendinga. byggingu stóriðju á Keilisnesi, sem og annarra landshluta sem halloka hafa farið í byggða- þróun. Aldrei verði fleiri en 50 togveiðiskip á Vestfjarðamið- um hverju sinni, og þar hafi Vestfirðingar forgang. Strax verði hugað að möguleikum á því að koma á fót fiskmarkaði á Vestfjörðum. 2. Skattatekjur ríkissjóðs af stóriðju renni til Byggðastofn- unar til eflingar atvinnulífsins á landsbyggðinni. 3. Við gerð nýrra búvöru- samninga og búvörustjórnunar verði það skýlaus krafa að hagsmunir vestfirskra bænda verði ekki fyrir borð bornir, þannig að ekki komi til meiri samdráttar en þegar er orðið. í þessu sambandi má benda á að beitarþol á Vestfjörðum er langtum meira en þörf er á í dag. 4. Fagna ber þeim áföngum sem þegar hafa náðst í sam- göngumálum á Vestfjörðum að undanförnu, og þeim áætlun- um sem gerðar hafa verið. Samt eru margir mikilvægir þættir óunnir,.svo sem tenging norðuf- og suðurfjarða. Ekki verður hægt að tala um Vest- firði sem eina atvinnu- og félagslega heild fyrr en sú teng- ing hefur farið fram. Þess vegnai er nauðsynlegt við endur- skoðun vegalaga í haust að þessi mikilvægi samgönguþátt- ur okkar Vestfirðinga komist í vegaáætlun. 5. í komandi kosningum verða svokölluð Evrópumál í brenni- depli og þar með spurningin hvort ísland skuli gerast aðili að stórþjóðabandalaginu EB. Full ástæða er til að vara við öllum slíkum vangaveltum, því slík aðild myndi ekki bara þýða hrun undirstöðuatvinnu- veganna, heldur myndi smá- þjóð eins og íslendingar hverfa í mannhaf stórþjóðanna og glata sjálfsforræði sínu og menningarlegum verðmætum. Þess vegna kemur aðild íslands að Evrópubandalaginu ekki til greina. Framsóknarmenn. Ótal margt fleira mætti nefna þegar hagsmunamál Vestfirðinga eru annars vegar. Þetta verður hins vegar látið nægja að sinni. Ég mun sætta mig við niðurstöður skoðanakönnunarinnar hver sem hún verður, og vinna ótrauður að framgangi Fram- sóknarflokksins í þessum kosn- ingum.

x

Ísfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.