Ísfirðingur


Ísfirðingur - 22.10.1990, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 22.10.1990, Blaðsíða 2
2 ÍSFIRÐINGUR IHI Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaöstjórn: Pétur Bjarnason, ritstjóri (ábyrgðarmaöur) Anna Lind Ragnarsdóttir, Guömundur Jónas Kristjánsson, Kristjana Sigurðardóttir, Magni Guömundsson, Sigríöur Káradóttir. Pósthólf 253, (saflrði Prentvinnsla ísprent. Kristinn Halldórsson: Réttlátari skipting aflakvótans Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í annað sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þátttaka mín í Framsóknarflokknum hefur verið í starfi Sambands ungra framsóknarmanna. Framundan eru mikilsverð mál er varða Vestfirði mikið eins og aðra landshluta, endurskoðun búvörusamninga og lög um stjórnun fiskveiða munu koma til kasta Alþingis á komandi kjörtímabili. Bygging álvers á suðvesturhorni landsins getur haft hvetjandi áhrif á fólks- flutninga ef ekki verður að gert. Samningar við Evrópu- bandalagið um aðgang að mörkuðum þeirra, þetta mun verða í deiglunni á komandi kjörtímabili. Ég er fæddur 9. júlí 1955 í Súðavík og ólst þar upp, sonur Halldórs Magnússonar og Huldu Engilbertsdóttur, átti heima þar til 1976 er ég flutti til Reykjavíkur og hef búið þar síðan. Ég er giftur Sigrúnu Sigurðardóttur frá ísafirði og eigum við þrjú börn. Ég lauk námi frá Vélskóla ís- lands og frá Tækniskóla íslands sem útgerðartæknir 1979 og hef nú um nokkurra ára skeið rekið fyrirtæki í Hafnarfirði. Frá 1988 til 1990 sat ég í stjórn og framkvæmdastjórn SUF og gegndi embætti gjald- kera. Með störfum mínum í SUF kynntist ég vel innviðum og skipulagi Framsóknar- flokksins og tók þar mikinn þátt í starfi hans. Framundan geta verið við- sjárverðir tímar í byggðamál- um vegna fyrirhugaðrar byggingar álvers á suðvestur- horni landsins, nema við berum gæfu til að bregðast rétt og tímanlega við, auka framboð á áhugaverðum störfum og verk- efnum á Vestfjörðum. Vest- firðingar hafa mátt búa vic samfelldan fólksflótta á undan- förnum árum og er nú svo komið að byggð víða á Vest- fjörðum er í mikilli hættu verði ekki brugðist rétt við hið fyrsta, svo búsetuþróunin verði sem farsælust. Freista verður þess að auka framboð af störfum í þjónustu- greinum og ýmsum stoðgrein- um við sjávarútveginn. Ferða- mannaþjónusta er mjög álit- legur kostur og með bættum samgöngum er hægt að auka þar á. Vestfirðingar eiga marg- ar náttúruperlur sem geta orðið undirstaða vaxandi ferða- mannaþjónustu ef gætilega er farið með þær, þá þróun verður að efla. I tengslum við endurskoðun búvörusamnings við bændur verður Alþingi að bera gæfu til að samþykkja réttláta svæða- skiptingu búvöruframleiðsl- unnar og láta þau svæði sem skila bestri afkomu í hverri grein njóta þess. Þá munu Vestfirðingar fá sinn réttláta skerf. Sauðfjárræktin ereinn af hornsteinum byggðar í sveitum á Vestfjörðum og skilar hún hæstum fallþunga dilka að hausti yfir landið í heild. Lög um stjórnun fiskveiða sem nú eru í gildi koma til kasta Alþingis á næsta kjörtímabili. Það er að koma betur í ljós sú mismunun sem lögin hafa í för með sér milli landsmanna. Framsalsrétturinn á afla- kvótum er orðin ein stórfelld braskuppspretta þar sem braskað er með sameiginlega eign þjóðarinnar. Leita verður leiða til að ná fram réttlátari skiptingu á aflakvótunum milli landsmanna. Nú nálgast óðum að íslending- ar verða að taka afstöðu til hvort ganga eigi til samninga við Evrópubandalagið um að- gang að mörkuðum þess eða sækja á um aðild. Ég tel að við munum innan skamms hefja samninga við EB um fríverslun með fisk og aðgang að mörkuðum þeirra. Svo miklir hagsmunir eru í húfi, er varða sjálfstæði ís- lensku þjóðarinnar og yfirráð hennar yfir sínum auðlindum að fara verður með mikilli að- gætni. EB þarf á okkar fram- leiðslu að halda eins og við á mörkuðum þeirra í EB löndun- um, það skulum við hafa í huga. Við skulum því ganga til þessara samninga með þann ásetning að erlendum aðilum verði ekki gefinn minnsti möguleiki á íhlutun í íslensk málefni eða yfirráð yfir okkar auðlindum. Ég sækist eftir öðru sæti á framboðslista framsóknar- manna í Vestfjarðakjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þátttaka mín í starfi Framsókn- arflokksins hefur gefið mér inn- sýn í störf Alþingis og stjórn- sýsluna í þessu landi. Sem Vestfirðingur þekki ég aðstæð- ur í kjördæminu vel, svo sem atvinnuvegi og samgöngur. Katrín Marísdóttir: Vegabætur eru brýnar Fædd í Reykjavík 27. mars 1959. Gift Ólafi J. Straumland, framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn. Katrín hóf störf hjá Fram- sóknarflokknum snemma árs 1978 við undirbúning Alþing- iskosninga og gegndi starfi skrifstofustjóra fyrir Árbæjar- hverfið í þeim kosningum. Seinna sama ár tók hún við starfi framkvæmdastjóra Félags ungra framsóknarm- anna í Reykjavík, og gegndi því starfi í tvö ár. Frá 1978 hef- ur hún tekið margvíslegan þátt í störfum Framsóknarflokks- ins, meðal annars setið í nefn- dum innan flokksins, unnið við kosningar, farið sem fulltrúi flokksins með erindi á ráðstefn- ur um kvennamál, og fleira. Á árunum 1979 til 1986 starf- aði Katrín við fjölbreytt félags- störf innan samvinnuhreyfing- arinnar á sama tíma og hún var auglýsinga-stjóri tímaritsins Samvinnunnar, meðal annars í ritstjórn Hlyns, í stjórn Lands- sambands íslenskra samvinnu- starfsmanna, 6 ár í stjórn Starfsmannafélag Sambandsins þar af formaður félagsins í 4 ár. Katrín fluttist til Hólmavík- ur árið 1988, og starfar nú á skrifstofu Hólmavíkurhrepps. Helstu áherslumál Vestfjarðakjördæmi hefur sérstöðu á ýmsan hátt þegar at- vinnumál eru skoðuð. Vegna þess hversu kjördæmið er orku- snautt og samgöngur hér erfið- ar stóran hluta ársins eru okkur settar þröngar skorður í at- vinnumálum. Okkar eina um- talsverða auðlind er sjávarfang og okkar helstu atvinnumögu- leikar á sviði fiskveiða og vinnslu. Þó okkur sé bráðnauð- synlegt að auka fjölbreytni í atvinnustarfsemi, þá er ekki fyrirsjáanlegt að neitt geti kom- ið í staðin fyrir eða bætt upp skakkaföll sem fiskveiðar og vinnsla geta orðið fyrir. Það er hægt að færa góð rök fyrir því að lífsafkoma vestfirðinga sé háðari sjávarútvegi en gerist í öðrum kjördæmum landsins. Það er því ekki hægt að þola það að kvóti kverfi frá þessu kjördæmi til annara staða á landinu. Vestfirðingar verða með samstöðu sinni að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja með því að auka hlutdeild sína í heildarkvóta landsmanna. Annað atriði sem nauðsyn- legt er að hyggja vel að og reka á eftir eru framkvæmdir vegna samgöngumála. Þó svo að um- Katrín Marísdóttir. talsverðar breytingar til hins betra hafi átt sér stað síðustu tvö kjörtímabil, þá er enn mikið verk óunnið. Það verður að flýta brúun Gilsfjarðar eins og hægt er og að sem fyrst verði hafnar framkvæmdir við ganga- gerð vestan megin á Vestfjörð- um. Þar fyrir utan eru sérstak- lega 3 atriði sem brýnt er að lagfæra í Strandasýslu. Það verður að gera Hólmavíkurveg að heilsársvegi með því að laga 10 kíómetra kafla í Hrútafirð- inum, sem á hverju ári er í því ástandi að setja verður þunga- takmarkanir. Annar mjög var- hugaverður kafli á sama vegi er spottinn frá Hólmavík inn í Staðardal. Það hlýtur að teljast mikil mildi að ekki hafa orðið fleiri slys á þessum vegarkafla en orðið er. Strandavegur norðan Bjarnafjarðar er í al- gerlega óviðunandi ástandi og lágmarks krafa að unnið verði þar að endurbótum og vegur- inn gerður fólksbílafær sem hann ekki er í dag. Þetta er mjög brýnt verkefni vegna íbúa Árneshrepps, en einnig er rétt að huga að aukinni umferð ferðamanna um sumartímann. Að auki þarf að huga að aðstæðum fyrir vetrarumferð í Kaldrananeshreppi um vetrartímann, en þar er veru- legra úrbóta þörf. Að öðru leiti þarf að reka á eftir að klárað verði að leggja bundið slitlag á veginn frá Steingrímsfjarðar- heiði og allt til ísafjarðar. Það er ekki nóg að hafa bundið slit- lag og góða vegi ef ekki er séð til þess að þeim sé haldið opnum á vetrum. það hlýtur því að verða að leggja áherslu á að snjómokstur í kjördæminu verði aukinn. Það er líka rétt að minnast þess að betra samgöngukerfi er undirstöðuatriðið fyrir einn af vaxtarbroddunum í nýsköpun í atvinnumálum okkar, ferða- mannaþjónustunni. Málefni heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum er ekki í því horfi sem vera þyrfti. Við- varandi læknisleysi í sumum héruðum og óhóflegt álag á héraðslækna í öðrum héruðum skapar öryggisleysi íbúa kjör- dæmisins. Það verður að finna leiðir til að gera heilsugæslu- stöðvunum fært að sinna hlut- verki sínu í fullu samræmi við lög og reglugerðir þar að lút- andi. Það er grundvallaratriði að á Vestfjörðum og á landinu öllu sé rekinn öflugur landbúnaður. Þjóðin verður að geta brauð- fætt sig auk þess sem að það hlýtur að vera mjög hættulegt að vera að meira eða minna leyti háður innflutningi mat- væla. Það er óhugsandi að ekki sé hægt með breytingum á innra skipulagi að laga land- búnað okkar að þörfum og breytingum á innanlandsmark- aði án þess að þrengja sífellt að kjörum bænda og lífsafkomu- möguleikum. Magdalena Sigurðardóttir: Lifandi landsbyggð Nú fer að líða að næstu kosn- ingum til Alþingis og flokkar fara að huga að framboðsmál- um, vali á frambjóðendum og uppröðun manna á framboðs- lista. Kjördæmisþing fram- sóknarmanna á Vestfjörðum hefur ákveðið að fram skuli fara skoðanakönnun um val í efstu sæti framboðslistans fyrir næstu alþingiskosningar. Liður í þeim undirbúningi er að þeir sem gefa kost á sér í þessa skoð- anakönnun fái að kynna sig og áhugamál sín lítillega í blaða- grein. Þar sem ég hef ákveðið að taka þátt í þessari skoðana- könnun vil ég setja fáein orð á blað. Við sem höfum' valið okkur að búa á Vestfjörðum hljótum að hafa af því nokkrar áhyggjur hvernig byggðamál hafa þróast og af þeirri byggða- röskun sem orðin er. Hér er okkar lífsstarf og hér viljum við búa afkomendum okkar líf- vænleg búsetuskilyrði í heima- héraði. Til þess að svo megi verða þarf að stöðva undan- haldið í byggðamálum og snúa vörn í sókn, en sókn kostar „baráttu" og hún verður ekki rekin nema af okkur sjálfum sem hér búum, frumkvæðið kemur ekki að sunnan. í þeirri herferð verður að vinna að mál- um á sviði byggðastefnu og at- vinnu, menningar og umhverf- is, þannig að kostir landsbyggð- arinnar varðveitist samfara þróun hennar. Landsbyggðin er verðmæt íslensku þjóðfélagi en ekki byrði á því. Brýnt er að ná breiðri samstöðu í þágu landsbyggðarinnar, svo allir kraftar þjóðfélagsins snúist á þá sveifina. Herferðin má ekki vera sýning sem stendur stutt, heldur breið og styrk hreyfing sem á -að halda áfram að vaxa á komaiidi áratugum. Það þarf að móta almenningsálit hlið- hollt landsbyggðinni og eyða þeirri ímyndun að staða lands- byggðarinnar sé vonlaus. Magdalena Sigurðardóttir. Það þarf að hafa áhrif á al- menna afstöðu þeirra sem ákvarðanir taka til landsbyggð- arinnar. ísland allt þarfnast lifandi landsbyggðar með fólki á öllum aldri, landsbyggðar með þrótt- mikil fyrirtæki, góða þjónustu, gott umhverfi og alhliða menn- ingarstarf. Gerum næsta áratug að ára- tug lifandi landsbyggðar. ís- land þarfnast þess.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.