SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 2
2 7. nóvember 2010 10 Brasilíska vaxið vinsælast Dagur í lífi Þóreyjar Þráinsdóttur snyrtifræðings. 18 Fréttastjóri gerist glæpasagnahöfundur Óskar Hrafn Þorvaldsson afhjúpar martröð millanna og gefur les- endum innsýn í lífsstíl útrásarvíkinga. 20 Margfeldisáhrif gagnavera Haukur Arnþórsson, doktor í stjórnsýslu- fræði, er með hugmyndir að betra samfélagi. 24 Íslenska umræðu- hefðin rifrildi Rithöfundinum Friðriki Erlingssyni finnst nú- tíminn skelfing leiðinlegur og frekar snautlegur. 38 Ævintýri á hjólaför Bolvíkingurinn Kristín Ketilsdóttir lenti í margvíslegum ævintýrum á 1.300 kílómetra löngu hjólaferðalagi um Kína. Lesbók 48 Skipalakk og olíumálning á úðabrúsa Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður opnar sýninguna „Faunalitir“ í Gallerí Ágúst um helgina. 52 Vefarinn níski Bókaforlagið Ugla gefur út í íslenskri þýðingu hina ástsælu sögu Silas Marner eftir George Eliot. Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Árni Sæberg af mæðgunum Sigríði Rögnu Sigurðardóttur og Hrefnu Þorbjörgu Hákonardóttur. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. 16 27 Augnablikið H ann er gangandi alfræðirit um krydd. Enda nepalskur í húð og hár. Og það er sannarlega ekki sama hvernig það er notað. Tökum undraheim múskats- ins sem dæmi. Hálf teskeið hefur allt önnur áhrif en heil. Hvernig þá? Jú, hálf teskeið af múskati hefur bráðörvandi áhrif á kynhvötina en heil te- skeið steinsvæfir mann. Alveg dagsatt. Sumsé, takið vel eftir því, piltar, hversu mikið magn af múskati frúin setur út í sósuna í kvöld! Hvoru sækist hún eftir, krafti eða kyrrð? Deepak Panday er í essinu sínu í eldhúsinu á veitingastað sínum Kitchen-Eldhúsi á Laugaveg- inum enda meistaranámskeið í gangi. Pottar og pönnur fljúga yfir höfðum. Í viðtali í Sunnudags- mogganum fyrir þremur vikum lýsti hann áhuga sínum á að halda ókeypis námskeið fyrir Íslend- inga og ekki stóð á viðbrögðum. Hópur áhuga- manna um austurlensk eldhústilþrif var saman kominn hjá honum um síðustu helgi og við hæfi þótti að hafa Sunnudagsmoggann á staðnum. Ungan ljósmyndara og ennþá yngri blaðamann. „Ég sá kokkinn tala um þessi námskeið í ein- hverju blaði,“ segir Guðmundur Bragason meðan hann fylgist grannt með öllu sem fram fer. Blaða- maður ræskir sig. „Ha, já, ætli það hafi ekki verið í Mogganum.“ Hann kveðst elda mikið heima, alla vega einu sinni á dag, og vildi ekki missa af þessu gullna tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. „Ég mæli hiklaust með þessu.“ Eric Hearn er líka með kveikt á öllum skynfær- um. „Maturinn hérna er æðislegur og ég lét ekki segja mér það tvisvar þegar ég frétti að mat- reiðslumeistarinn byði upp á námskeið. Þennan mat langar mig að læra að elda.“ Þeir eru á einu máli um að nepölsk matargerð sé ekki eins flókin og ætla mætti enda sé hráefnið kunnuglegt. „En það er ekki sama hvernig maður fer með kryddið,“ skýtur Selma Hauksdóttir inn í. Mikil ósköp. Panday fer einmitt mikinn í fyrirlestri sínum um eiginleika hinna ýmsu kryddtegunda. Sum lækna kvef og hálsbólgu, önnur höfuðverk. Síðan fá nemendur að smakka. Augu víkka út, eyru sperrast og úr einhverjum rýkur hreinlega. Panday hlær góðlátlega. „Gætið ykkar, þetta getur verið sterkt.“ Annars fer þetta allt eftir smekk, það er úrelt mýta af allur austurlenskur matur þurfi að vera logsjóðandi sterkur. Kitchen-Eldhús ofbýður engum, allra síst byrjendum. Þá er kennslunni lokið og allsherjar veislu slegið upp niðri í sal. Svei mér ef meistarinn hefur ekki hreinlega farið fram úr sér að þessu sinni! Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Matreiðslumeistarinn Deepak Panday leiðir nemendur sína í allan sannleikann um nepalska matargerð. Eric Hearn, Selma Hauksdóttir, Guðmundur Bragason og Sigríður Gísladóttir fylgjast áhugasöm með. Morgunblaðið/Golli Máttur múskatsins 6. nóvember Verslunin Kailash opnuð í Hafn- arfirði en þar verður m.a. að finna talnabönd, búddastyttur og hugleiðslu- diska. 6.-14. nóvember Dulúð í austri og vestri, ljós- myndasýning Mörtu Rosolska í Gallerí Fold af indíánum Norð- ur-Ameríku og Tuva-fólkinu sem býr á landamærum Rúss- lands og Mongólíu. 14. nóvember Árlegir jóla- tónleikar Borgardætra á Café Ró- senberg, á efnisskrá eru jólalög úr ýmsum áttum. Við mælum með 12. nóvember Hönnunarsafn Íslands og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar standa fyrir nám- stefnu þar sem viðfangsefnið verður Að hanna á umhverf- isvænan hátt, endurnýting og endurvinnsla. Fyrirlesari er Sigga Heimis, einn af aðalhönn- uðum IKEA, en námstefnan er í formi vinnusmiðju þar sem verða kynntar hugmyndir um fjölnota hönnun, sem er hluti af hugmyndafræði um umhverf- isvæna hönnun og hefur það markmið að auka endingu hluta. Námstefna í Hönnunarsafninu www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.