SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 4
4 7. nóvember 2010 H ann slátraði okkur, í tvígang,“ var haft eftir goðsögninni Luis Figo, starfsmanni Evrópumeistara Int- ernazionale, um Walesverjann unga Gareth Bale eftir síðari leik liðsins gegn Totten- ham í vikunni. Bragð er að þá barnið finnur. Bale gerði þrjú mörk í fyrri leik Tottenham og Evrópumeistaranna á Ítalíu á dögunum; Inter komst í 4:0, en Bale minnkaði muninn í eitt mark eftir hlé. Liðin mættust aftur í London á þriðjudaginn, Bale fór hamförum á ný og lagði upp tvö mörk í 3:1-sigri. Brasilíumaðurinn Maicon hjá Inter, af mörg- um talinn besti hægri bakvörður heims, hafði ekki roð við Bale. Harry Redknapp, knatt- spyrnustjórinn gamalreyndi hjá Tottenham, kvaðst efast um að Maicon hefði nokkru sinni fengið aðra eins útreið og gegn Bale. Ítalskir fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir drengnum og hann var þegar í stað orðaður við helstu stórlið Evrópu; Real Madrid, Barcelona … Redknapp brást við eins og við mátti búast: „Hann er ekki til sölu.“ Gareth Bale er aðeins 21 árs, fæddur í Cardiff 16. júlí 1989. Ótvíræðir hæfileikar hans í íþrótt- um komu í ljós strax í grunnskóla. Andlegur styrkleiki og færni hans með vinstri fæti á fót- boltavelli duldist engum. Á unglingsárum í Whitchurch High School í Cardiff lék Bale rúgbí og hokkí auk fótbolta, og lagði meira að segja stund á langhlaup með góðum árangri. Vegna afburða hæfileika Bales setti íþrótta- kennari skólans, Gwyn Morris, honum sérstakar reglur á fótboltaæfingum; hann mátti bara nota eina snertingu og aðeins spyrna með „hinum“ fætinum, þeim hægri! Samt var hann lang- bestur, að sögn. Í umfjöllun breskra fjölmiðla um Bale má hvarvetna skynja að pilturinn er gríðarlega metnaðarfullur en jafnframt afar jarðbundinn og hlédrægur. Þannig er hann sagður hafa verið frá fyrstu tíð; sé vel upp alinn drengur og hvers manns hugljúfi. Útsendari Southampton kom fyrst auga á Bale þegar hann var níu ára, í keppni fimm manna liða með Cardiff Civil Service Football Club. Á meðan drengurinn nam í Whitecurch æfði hann reglulega í knattspyrnuskóla Southampton, en þar á bæ efuðust menn reyndar um það hvort hann næði að spjara sig sem atvinnumaður, þrátt fyrir allt. Svo fór þó að Southampton ákvað að veðja á Bale og hann þreytti frumraun sína með aðallið- inu einungis 16 ára. Aðeins einn hefur náð þeim áfanga yngri; Theo Walcott, sá fótfrái framherji sem nú skrýðist búningi Arsenal. Leikir Bales með Southampton urðu 45 áður en Tottenham nældi í hann rúmu ári síðar. Sleg- ist var um leikmanninn, Manchester United vildi líka fá hann en Bale valdi Spurs. Bale skrifaði undir samning við Tottenham í maí 2007. Í desember það ár meiddist hann illa á fæti og kom ekki meira við sögu þann vetur. Hann átti satt að segja frekar erfitt uppdráttar þar til á síðari hluta síðasta keppnistímabils. Góð frammistaða annarra leikmanna gerðu það að verkum að Bale varð að bíða eftir tæki- færinu. En hann greip svo gæsina þegar hún gafst og hefur ekki sleppt takinu síðan … Bale hefur leikið vinstra megin á miðjunni hjá Tottenham, verið einskonar útherji. Redknapp segist þó sannfærður um að þegar fram í sæki færist hann aftur í bakvarðarstöðuna og verði enn betri þar. Styrkur stráksins felst í fjölhæfninni; hann er mjög sprettharður, úthaldsgóður með af- brigðum og virðist stundum þindarlaus, er að auki góður skallamaður og frábær spyrnumaður. Vart er hægt að biðja um meira. Bale hefði getað valið að leika fyrir hönd Eng- lands, þar sem amma hans er ensk, en sagði strax að sér þætti mikill heiður að leika fyrir Wa- les. „Það hafði heldur enginn samband beint við mig fyrir hönd Englands, þeir töluðu aðeins við umboðsmanninn minn,“ segir hann. Vinstri útherjastaðan hefur árum saman verið veikur hlekkur í liði Englands svo einhverjir naga sig eflaust í handarbökin nú. Bale var fyrst valinn í A-landslið Wales undir vor 2005 og fyrsti landsleikurinn var gegn Trini- dad og Tobago 27. maí. Hann kom inn á sem varamaður og varð þar með yngsti landsliðs- maður Wales frá upphafi, aðeins 16 ára og 315 daga. Brian Flynn, fyrrverandi leikmaður Wales og nú landsliðsþjálfari, spáði því þá að Bale væri framtíðarstjarna. Líkti honum við hetjuna miklu Ryan Giggs, landa þeirra hjá Manchester United. Knattspyrnumanni í Wales getur ekki hlotnast meira hól. Varúð til vinstri Meistari Maicon aldrei fengið aðra eins útreið Gareth Bale skorar eitt þriggja marka sinna í Evrópuleiknum gegn Inter Milan á Ítalíu um daginn. Walter Samuel er til varnar. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Harry Redknapp upp- lýsti eftir seinni leik- inn gegn Inter að hann hefði gefið Bale fjögurra daga frí í vik- unni áður; hann hefði spilað mikið, æft vel og átt skilið smá- hvíld. Sá gamli sagð- ist hafa hvatt pilt til að fara í stutt frí til út- landa. „Og hann gerði það – hann fór heim til mömmu sinn- ar í Cardiff!“ Ein- hverjir hefðu frekar viljað flatmaga á sól- arströndu. Ekki Bale. Skrapp til „útlanda“ Klappastíg 44 – Sími 562 36141.595 kr. Notaleg stemning við jólaundirbúninginn Laufa- brauðs- járnin komin Mikið úrval af piparkökumótum

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.