SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 6
6 7. nóvember 2010 Í sland er í 17. sæti á nýjum þróunarlista Sam- einuðu þjóðanna, sem endurspegla á lífs- gæði og velferð þegnanna í landinu. Aðeins þrjú ár eru síðan landið vermdi efsta sæti listans ásamt Noregi og í fyrra var það í þriðja sæti. Breytingin á lífsgæðunum kemur kannski ekki á óvart í ljósi alltumlykjandi efnahagsörðugleika lands og þjóðar. En þótt Íslendingar finni vel fyrir ástandinu flokkast landið enn til þróuðustu sam- félaga heims (very high human development) og er í raun vel fyrir ofan miðju þeirra með lönd eins og Belgíu, Danmörk og Bretland fyrir neðan sig. Það sem skýrir ennfremur þetta hrap eru breyttar útreikningsreglur sem gera það að verkum að ekki eru sömu viðmið að baki uppröðuninni á listann nú og áður. Þannig má lesa út úr endurreiknaðri þróunarvísitölu síðasta árs skv. nýju viðmiðunum að miðað við þau hafi Ísland verið í 14.-17. sæti á listanum í fyrra og haldi í raun sama skori og þá, eða 0,869 stigum. Það sem hins vegar vekur athygli er að á meðan Ísland stendur í stað mjakast vísitala hinna land- anna 41, sem eru skilgreind sem þróuðustu sam- félögin, upp á við frá í fyrra með einni undan- tekningu þó, þ.e. Tékklandi sem einnig stendur í stað. Tekjurnar gera gæfumuninn Mest sláandi er hins vegar að sjá hvernig staða Ís- lands hefur breyst á þróunarlistanum miðað við árið 2005, en vísitalan er einnig endurreiknuð fyrir það ár. Það ár var Ísland í sjöunda sæti listans skv. nýju viðmiðunum og hefur því hrapað niður um tíu sæti miðað við þann tíma. Ekkert land á listanum öllum, sem nær til 169 landa, hefur hrapað niður um jafn mörg sæti á sama tíma. Næst okkur komast Fídjieyjar, sem eru í 86. sæti listans og teljast til meðalþróaðra landa, en þær hafa hrapað niður um 9 sæti á listanum á sama tíma. Til að átta sig á því hvað veldur stöðu Íslands á listanum er gagnlegt að skoða hvað skilur að okk- ur og þá þjóð sem er í efsta sæti listans, þ.e. Noreg sem skorar 0,938 stig skv. vísitölunni. Í ljós kem- ur að lífslíkur við fæðingu eru álíka eða heldur betri á Íslandi þar sem þær eru 82 ár en 81 ár í Noregi. Noregur skarar fram úr hvað varðar menntun að því leyti að meðalmenntun fullorð- inna er 12,6 ár í Noregi en 10,4 ár á Íslandi. Mestur munurinn er hins vegar á vergum þjóðartekjum á mann, sem eru 22.917 dollarar á Íslandi en heilir 58.809 dollarar í Noregi. Sömuleiðis er sparnaður norsku þjóðarinnar meira en tvöfalt meiri en þeirrar íslensku, eða 16,2% af vergum þjóðar- tekjum á meðan hann er aðeins 6,1% af vergum þjóðartekjum hér. Þá er jöfnuður og kynjajafnrétti heldur meira í Noregi en á hinn bóginn er glæpa- tíðni hærri, ef marka má tíðni rána, en í Noregi upplifa 33,5 af hverjum 100 þúsund íbúum það að verða fyrir ráni á meðan aðeins 13,6 af hverjum 100 þúsund upplifa það hér. Nærri okkur á listanum er Finnland, sem er í 16. sæti og Danmörk sem er í 19. sæti listans, en í báðum þessum löndum eru lífslíkur töluvert lægri (80,1 ár í Finnlandi og 78,7 ár í Danmörku). Sömuleiðis eru minni væntingar um menntun ungmenna í þessum löndum en hér, þótt raun- menntun sé svipuð. Það sem hins vegar skilur löndin að eru vergar meðaltekjur á mann, sem eru 33.872 dollarar í Finnlandi og 36.404 dollarar í Danmörku miðað við 22.917 dollara hér. Besta þjóð í heimi fellur af toppnum Ísland hrapar úr 1. sæti þróunar- lista SÞ í það 17. á þremur árum 1,0 0,9 0,8 0,7 0,6 1980 1990 2000 2010 Lífslíkur Menntun Vergar þjóðartekjur á mann Þróunarvísitala Þróun nokkurra þátta á Íslandi 1980 - 2010 Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Erfitt er að meta hvort þær breytingar sem gerðar hafa verið á viðmiðum þróunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna hefðu skilað okkur fyrsta sætinu árið 2007, líkt og raunin var með gömlu viðmiðunum. Helstu breytingarnar á vísitölunni eru þær að nú er menntunarstig mælt í meðallengd menntunar hjá fólki 25 ára og eldra sem og áætlaðri meðallengd menntunar hjá sex ára börnum. Áður var meðallæsi mikil- vægur þáttur í mælingum á menntunarstiginu en þar sem það var stöð- ugt um 100% hjá þróuðustu þjóðunum þótti það ekki gildur mælikvarði á menntunarþróun lengur. Þá eru kjör nú mæld í vergum þjóðartekjum á mann í stað vergrar þjóðarframleiðslu áður. Er þetta gert þar sem verg þjóðarframleiðsla endurspeglar ekki ráðstöfunartekjur þjóðarinnar, en í raun eru það þær sem skipta mestu máli upp á velferð einstaklinga og fjölskyldna. Samhliða hinni hefðbundnu lífskjaravísitölu eru nú birtar þrjár aðrar vísitölur, sem mæla jöfnuð í samfélaginu, jafnrétti kynjanna og fátækt, en gögn vantar til að síðasttalda vísitalan sé reiknuð út fyrir Ísland. Lífs- kjaravísitala allra landa á listanum lækkar vegna ójöfnuðar í samfélag- inu, mismikið þó, sem veldur því að Ísland hækkar upp um fimm sæti á listanum, að teknu tilliti til jöfnuðar. Ísland er hins vegar talið í 13. sæti kynjajafnréttisvísitölunnar, en að baki henni liggja mælingar á menntun kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna, fjölda kvenna á Alþingi, andlát af barnsförum, frjósemi o.fl. Ný viðmið og vísitölur Þó að lífskjör hér séu minni en árið 2005 eiga börnin okkar bjarta framtíð fyrir sér enda Ísland enn meðal mestu velferðarþjóðfélaga í heimi. Morgunblaðið/Eggert Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Pólarolía góð fyrir líkamann Í nýlegri doktorsrannsókn Linn Anne Bjelland Brunborg kom í ljós að selolía, sem var gefin í gegnum sondu beint niður í skeifugörn, linar liðverki, dregur úr liðbólgum og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Fæða áVesturlöndum inniheldur hlutfallslega mikið magn af omega 6 fitusýrum í samanburði við omega 3 fitusýrur. Þetta getur orsakað ójafnvægi í líkamanum, sem að einhverju leyti getur útskýrt af hverju margt fólk þjáist af offitu og ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameini. Besta leiðin til að greiða úr þessu ójafnvægi er að auka neyslu á sjávar- fangi sem almennt er auðugt af lang- keðju omega fitusýru og samtímis að minnka neyslu á matvörum sem eru ríkar af omega fitusýrum. Þarmabólga og liðverkir Rannsókn Brunborgs á selkjöti bendir til að það sé bæði holl og örugg fæða. Selspikið er mjög ríkt af langkeðju omega fitusýrum sem hefur áhrif á staðbundin hormón, sem meðal annars eru mikilvæg fyrir bólguviðbrögð líkamans.Virkni sel- olíunnar á bólguviðbrögð var prófuð í klínískri tilraun á sjúklingum með liðverki og IBD. IBD-sjúklingar hafa oft minnkandi starfsgetu og lífsgæði vegan sjúkdómsins og möguleikar á lækningu eru litlir. Lyf sem draga úr liðverkjum geta gert þarmabólguna verri. Brunborg sýndi með tilraunum að selolía, sem var gefin í gegnum sondu, linar liðbólgur, liðverki og hefur að auki jákvæð áhrif á þarmabólgu. Að neyta nægilegs sjávarfangs með omega fitusýrum getur haft fyrirbyggjandi áhrif þegar um þróun sjúkdóma eins og IBD og annarra bólgusjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Selolía fæst í öllum helstu apótekum og heilsu- búðum og ber nafnið Polarolje. A U G L Ý S I N G Linar verki og minnkar bólgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.