SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 8
8 7. nóvember 2010 N ý ævisaga um Karl Gústaf XVI. Svía- konung hefur verið rifin úr hillum bókabúða. Í bókinni, sem heitir Carl XVI Gustaf – den motvillige monarken, eru sagðar sögur af villtum veislum og sam- böndum við ungar konur. Karl Gústaf flýgur í dag, sunnudag, til Kína ásamt sendinefnd úr sænsku viðskiptalífi og hefur beðið fjömiðla um að láta sig í friði. Hann var hins vegar berskjaldaður á blaða- mannafundi, sem hann hélt þegar hann kom af elgsveiðum í Hunneberg í suðurhluta Svíþjóðar á fimmtudag. Hefð er fyrir þessari veiðiferð og fundi með blaðamönnum að henni lokinni. Venjulega mæta 15 blaðamenn, en að þessu sinni voru þeir 60. „Bara svo að þið skiljið það, þá hef ég ekki náð að lesa bókina,“ sagði hann. „Við fengum hana mjög seint síðdegis í gær. Allan daginn, eða í það minnsta hálfan daginn var ég að vinna við annað. Ég hef reyndar ekki tíma til að sitja og lesa bækur um miðjan dag eins og þið gerið kannski.“ Síðar bætti hann við að hann gæti ekki „veitt umsögn um bók, sem ég hef ekki lesið, þið hljótið að skilja það“. Karl Gústaf kvaðst hins vegar geta getið sér til um efni bókarinnar af fjölda fyrirsagna, sem hann hefði séð. „Með þessar fyrirsagnir í huga hef ég að sjálfsögðu talað bæði við fjölskylduna og drottn- inguna. Og við snúum nú við blaðinu líkt og þið gerið í blöðunum ykkar og horfum fram á við. Og eftir því sem mér skilst, samkvæmt bókinni, eru þetta hlutir langt, langt aftur í fortíðinni. Við horf- um fram á við. Þetta verður í lagi.“ Sænska blaðið Aftonbladet taldi greinilega ekki ljóst hvað kóngurinn hefði sagt og kallaði því til sérfræðing, Elaine Bergqvist, til að greina mál- flutning hans. Hún greinir ýmsar mótsagnir hjá honum. Konungurinn segist ekki hafa lesið bók- ina, en þó heyri það, sem þar komi fram, fortíð- inni til og fjölskyldan virðist hafa fyrirgefið hon- um. Þess utan veki hann ákveðnar væntingar um að hann muni tjá sig um bókina þegar hann hafi lesið hana, en segi um leið að hann sé að fara til Kína og hafi engan tíma til fyrir þetta mál. „Kóng- urinn virðist vona að málið verði að engu,“ segir Bergkvist. Í bókinni segir að Karl Gústaf hafi ítrekað verið konu sinni, Silvíu, ótrúr. Í bókinni er nefnd Ca- milla Henemark, söngvari hljómsveitarinnar Army of Lovers, og sagt að hún hafi verið í tygjum við kónginn um nokkurra ára skeið í lok síðasta áratugar. „Þetta er liðin tíð,“ sagði Henemark í viðtali við blaðið Expressen og vildi ekki tjá sig meira utan það að hún hygðist ekki lesa bókina. Því er einnig haldið fram að kóngurinn hafi eytt 10 þúsund krónum á nektarklúbbi í Atlanta þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir þar 1996. Sænska konungshirðin hafði áður vísað þessu á bug með þeim orðum að kóngurinn hafi aldrei komið í þennan tiltekna klúbb. Í bókinni stígur veitingahúsaeigandi í Stokk- hólmi fram og lýsir því að kóngurinn hafi margoft verið gestur sinn ásamt æskuvinum sínum. Sam- kvæmt bókinni voru ungar stúlkur einnig með í för og var þeim lofað að draumar þeirra um að verða ljósmyndafyrirsætur eða söngkonur myndu brátt rætast. Segir að kóngur hafi komið í veit- ingahúsið á hverjum mánudegi og það hafi þá ver- ið lokað öðrum gestum. Ekki bætti úr skák að veitingahússeigandinn er dæmdur glæpamaður og mun kóngurinn hafa lagt sig í hættu við að sækja stað hans og aðra næturklúbba. Því má svo bæta við að á seint á fimmtudag kom fram að sænska hirðin hyggst ekki fara í mál út af bókinni. Villtar veislur og ungar konur Ný ævisaga um Svíakonung vekur umtal og athygli Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is Karl Gústaf Svíakonungur ræðir við blaðamenn eftir elgsveiðarnar á fimmtudag. Karl Gústav XVI. er 63 ára gamall. Hann varð konungur árið 1973 og var þá 27 ára gamall. Árið 1976 gekk hann að eiga Silvíu Sommerlath frá Þýskalandi, sem nú er 66 ára gömul. Þau eiga þrjú börn. Bókin um Karl Gústaf ber undirtitilinn Den motvillige monarken, eða Kóngur gegn vilja sínum. Sænskir fjölmiðlar fjalla yfirleitt um kónginn og fjölskyldu hans með jákvæðum hætti, en með bókinni hafa allar stíflur brostið. Slúðurblöðin hafa velt sér upp úr bókinni og höfundar hennar, Thomas Sjöberg og meðhöfundar hans, Deanne Rauscher og Tove Meyer, ýja að því að þeir hafi ekki birt safaríkustu molana – að sinni. Þau hafi reynt að sýna kónginn eins og hann birtist sínum nánustu. Kóngur gegn vilja sínum Reuters Fyrsta upplag bókarinnar um Karl Gústav Svíakonung var 20 þúsund eintök og seldist upp á fyrsta degi. Ákveðið hefur verið að prenta 30 þúsund til viðbótar. Í sænska blaðinu Expressen segir að Thom- as Sjöberg, höfundur bókarinnar, hafi fengið 250 þúsund sænskar krónur (rúmar fjórar milljónir ís- lenskar krónur) greiddar fyrirfram. Samkvæmt samningi fær hann einnig 30% af 120 sænskra króna (um 2.000 íslensra króna) heild- söluverði bókarinnar. Sjöberg var því 720 þúsund sænskum krónum (12 milljón íslenskum krónum) rík- ari einum degi eftir að bókin kom í búðir. Þessi mikli áhugi á bókinni er ekki í samræmi við skoð- anakönnun, sem stofnunin Sifo gerði á þriðjudag og miðvikudag. Samkvæmt henni er helmingur Svía þeirrar hyggju að kóngurinn eigi að hafa sitt einkalíf í friði. Fjórðungur Svía telur hins vegar að það sé í lagi að blaðamenn róti í lífi konungs í leit að hneykslum. Sænskum konum er meira í nöp við slíka blaðamennsku en körl- um. Aðeins 15% sænskra kvenna litu hana velþóknunaraugum. Bókin rokselst Thomas Sjöberg með bókina. Þegar Viktoría krónprinsessa af Svíþjóð gekk að eiga Daniel West- ling í sumar héldu Svíar margra daga veislu og gerðu landið að eins konar sýningarbás hamingj- unnar gagnvart umheiminum. Blettur féll á veisluna þegar í ljós kom að brúðhjónin höfðu farið í brúðkaupsferð sína í flugvél í eigu auðkýfings og síðan dvalið í húsi hans. Í ágúst lögðu þrír Svíar fram kæru á hendur hjónunum og sök- uðu þau um að hafa þegið mútur. Að þeirra hyggju tengist Viktoría auðkýfingnum vegna þess að hún hefur verið í framlínunni þegar verðlaun hafa verið veitt úr góð- gerðasjóði hans. Fyrir vikið teljist hann hafa mútað þeim þegar hann lagði þeim til flugvél og hús. Prins- essan sé opinber persóna og megi því ekki taka á móti gjöfum af þessu tagi. Viktoría krónprinsessa og Daníel maður hennar á brúðkaupsdaginn. Sjaldan er ein báran stök Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. nóvember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Muggur Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd: sunnudag kl. 12–17 og mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.