SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 10
10 7. nóvember 2010 F yrr í vikunni voru fréttir bæði í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum, þess efnis að slitastjórn Glitnis hefði sent dómstólnum í New York, þar sem slita- stjórnin rekur skaðabótamál sitt á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis, fundargerðir FL Group frá haustinu 2007, sem óskað var eftir að fá frá Stoðum strax í vor. Með herkjum tókst slitastjórninni að knýja þessi gögn út úr Stoðum, en ef marka má orð Steinunnar Guðbjartsdóttur, for- manns slitastjórnarinnar, hér í Viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag var slíkt alls ekki auðsótt mál. Meðal þeirra gagna sem send voru er minnisblað frá haustinu 2007, sem merkt var sem trúnaðarskjal og und- irritað af Hannesi Smárasyni, þáverandi forstjóra FL Group. Í því trúnaðarskjali kemur fram með skýrum hætti að Hannes sagði ósatt í eið- svörnum vitnisburði sínum fyrir dómstólnum í New York þegar hann sagði að hann hefði ekki verið í aðstöðu til að veita lán eða ábyrgðir fyr- ir hönd Glitnis og hann hefði aldrei reynt nokkuð í þá veru. Orðrétt segir í minn- isblaði Hannesar: „FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomulag við Hnot- skurn um losun á 250 millj- ónum á morgun, en félagið (Hnotskurn) hefur verið í viðræðum við Glitni um þau viðskipti.“ Fléttan snerist að þessu sinni um yfirtöku FL Group á Tryggingamiðstöðinni og Hannes Smárason, forstjóri FL, sem var stærsti hluthafinn í Glitni, þurfti að beita skuggastjórnunartaktík sinni í bankanum, sem sögð var honum og viðskiptafélaga hans, Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, afar töm stjórnunaraðferð, til þess að viðskiptin gengju eftir. Skömmu síðar, eða hinn 25. september 2007 var svo ákveðið á fimmtán mínútna löngum stjórnarfundi FL Group að kaupa Tryggingamiðstöðina og kaupin yrðu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár í FL Group til handa hluthöfum Trygginga- miðstöðvarinnar. Allt hljómar þetta ósköp kunnuglega, ekki satt? Ákveðið að kaupa eins og eitt nýtt fyrirtæki, í þessu tilviki, eitt stykki tryggingafélag og fjármagna kaupin með útgáfu nýs hlutafjár og þar sem auðvitað þurfti Hnotskurn (Katrín Péturs- dóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson) að sjá eitthvert reiðufé í viðskiptunum, þegar þau seldu sinn hlut, þá var málið einfalt – kippa bara í spottann Lárus Welding, bankastjóra Glitnis, og stjórn Glitnis, þar sem m.a. sat Jón Sigurðsson, fyrir hönd FL Group, en hann var þá starfsmaður FL og málið var í höfn. Smám saman eru klækir hinna föllnu útrásarvíkinga og ótrú- lega óprúttin vinnubrögð að koma betur og betur í ljós. Hvort þetta nýjasta dæmi um eiðsvarin ósannindi Hannesar Smárasonar fyrir dómstóli í New York mun einhverju breyta um framvindu málsins þar vestra, get ég ekki með nokkru móti lagt mat á, en hlýtur ekki að koma að því einn góðan veðurdag, að þau sem nú hafa verið dregin fyrir dómstól í New York, en þau eru Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn Jónsson, Jón Sig- urðsson, Lárus Welding, Pálmi Haraldsson, Hannes Smárason og Ingibjörg Pálmadóttir, og munu væntanlega ásamt fleirum verða dregin fyrir íslenska dómstóla, þurfi að horfast í augu við sínar fyrri gerðir og axla ábyrgð samkvæmt því? Landsmenn hafa sýnt mikið langlundargeð á flesta lund, allar götur frá hruni. Ef marka má þann mikla óróleika sem nú brýst út hvað eftir annað, m.a. með mótmælum á Austurvelli, sívax- andi biðraðir atvinnulausra og skuldugra fjölskyldna eftir mat- argjöfum í viku hverri, er alls ekki útilokað að biðlund íslensks almennings sé á þrotum. Hvað gerir Jóhanna þá? Varla segir hún enn á ný: „Þetta skýrist allt í næstu viku.“ Eða hvað? Eiðsvarin ósannindi Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Hannes Smárason Jón Ásgeir Jóhannesson ’ Hannes þurfti að beita skugg- astjórnunar- taktík sinni í bank- anum, sem sögð var honum og viðskipta- félaga hans, Jóni Ás- geiri Jóhannessyni, afar töm stjórnunar- aðferð. 7:30 Vekjaraklukkan á sím- anum byrjar að hringja og ég er ekki sátt, mig langar að sofa að- eins lengur þar sem að ég heyri í rokinu úti! 8:00 Búin að snúsa í hálftíma þannig að best að fara að koma sér fram úr til að gera allt tilbúið fyrir daginn. Byrja á að kveikja á fm 957 og hlusta á Svala og fé- laga. Finn föt á Emilíu 5 ára dóttur mína áður en farið er í leikskólann. Nýi snjógallinn er vel merktur fyrir leikskólann. 8:30 Byrja að reyna að vekja restina af fjölskyldumeðlim- unum sem sofa enn, þar með talin leikskólastelpan. 8:45 Emilía kemur fram með stírurnar í augunum og fær sér smájógúrt í morgunmat áður en hún fer að klæða sig. 9:15 Það getur tekið langan tíma fyrir 5 ára skvísur að klæða sig á morgnana en loksins erum við mæðgur tilbúnar, kyssi manninn bless og við drífum okkur út í rokið og hlaupum inn í bíl og brunum á leikskólann. 9:25 Legg af stað í vinnuna, stilli útvarpið frekar hátt og þeysist um götur borgarinnar í morgunumferðinni þar sem leiðin liggur í Borgartún á snyrtistofuna Verði þinn vilji þar sem ég starfa sem snyrti- fræðingur. 9:40 Komin í vinnuna og venjulegur dagur tekur við, sinna þörfum viðskiptavina, kynnast fullt af nýju og skemmtilegu fólki og svara í símann og taka við bókunum. 10:00 Fyrsti viðskiptavinur af mörgum þennan dag er kom- inn og alvaran tekin við. Allar mögulegar vaxmeðferðir, þó aðallega brasilískt vax, neglur snyrtar á bæði höndum og fót- um, andlit hreinsuð, augabrúnir og augnhár lituð og axlir nudd- aðar á meðan viðskiptavinurinn lætur fara vel um sig í stólnum og hlustar á rólega tónlist með- an rokið og kuldinn blæs fyrir utan gluggann. 16:00 Vaxsendingin okkar kemur í hús ásamt öðrum vörum og er gengið frá þeim í hillur, pappakassar brotnir saman og hent út í bíl þar sem þeir fara beint í Sorpu. 17:00 Vinnudeginum lýkur. 17:15 Komin í vinnuna hjá manninum mínum þar sem Em- ilía situr kát að horfa á barnaefni í sjónvarpinu. 17:20 Hendist í búðina og kaup í matinn, kjötbollur með kartöflumús og brúnni sósu var á óskalistanum hjá feðginunum í dag. 18:00 Feðginin koma heim og við kúrum saman í sófanum og horfum á barnatímann. 19:00 Kjötbollurnar loksins tilbúnar og smakkast líka svona ljómandi vel með öllu meðlæt- inu og þá sérstaklega rabarbar- asultunni sem verður að vera með kjötbollunum. 20:00 Búið að ganga frá eftir matinn. Þá er stelpan sett í nátt- fötin og leiðin liggur inn í rúm þar sem hún fær að horfa á eina stutta teiknimynd áður en hún fer að sofa. 20:30 Skelli mér í heita sturtu eftir langan dag og kem mér svo vel fyrir í sófanum fyrir framan tölvuna og kveiki á bíó- myndinni Prince of Persia, þar sit ég límd með saltlakkrísís og kökuís í skál og læt fara rosalega vel um mig meðan maðurinn spilar Fifa 2011 í Playstation- tölvunni. 22:45 Allur ís runninn ljúf- lega niður og myndin búin. Ákveð að kíkja aðeins á facebo- ok til að athuga hvort ég hafi nokkuð misst af einhverju mik- ilvægu í dag. Tékka svo aðeins á póstinum og skrifa niður þessar línur 23:00 Háttatími kominn hjá mér, kyssi og knúsa Emilíu sem liggur steinsofandi inni í rúmi og skríð svo undir sængina mína og bý mig undir næsta vinnudag Dagur í lífi Þóreyjar Þráinsdóttur snyrtifræðings Morgunblaðið/Kristinn Brasilíska vaxið vinsælast Farandsirkusinn Monte Carlo hefur ferðast um Írak að und- anförnu, fyrsti erlendi sirkusinn til að skemmta heimamönnum um árabil. Meðfylgjandi mynd er frá sýningu í Basra, sem gladdi mjög stríðshrjáða íbúa borgarinnar. Er þetta merki um aukið öryggi borgaranna í Basra sem hafa búið við mjög svo ótryggar aðstæður síðustu ár. Veröldin Sirkus í Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.