SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 11
7. nóvember 2010 11 S ilvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, hefur enn einu sinni komist í hann krappan. Niðurskurður í ríkisfjár- málum, breytingar á dómskerf- inu og neyðarástand vegna deilna um sorplosun í Napólí hafa verið í brennidepli ítalskra fjölmiðla um langt skeið en síð- ustu daga hafa þær vikið fyrir fréttum af Berlusconi sjálfum. Menn spyrja sig einu sinni sem oftar: Ríður umfjöllunin honum jafnvel á slig að þessu sinni? Nú er Berlusconi sakaður um að hafa, í maí á þessu ári, beitt lögreglu í Mílanó þrýstingi til þess að sleppa ungri stúlku sem sökuð var um þjófnað. Til að bæta gráu ofan á svart hefur saksóknari hafið opinbera rannsókn á þeim ummælum nefndrar stúlku að henni hafi verið greitt fyrir að mæta í svallveislur á setri forsætisráð- herrans í grennd við Mílanó. Fram hefur komið að stúlkan, Karima El Mahroug, kölluð Ruby, hafi selt ráðherranum blíðu sína fyrir fé og skartgripi. Fregnum af framburði stúlk- unnar ber reyndar ekki saman en eitthvert óhreint mjöl virðist þó í pokahorni hins 74 ára gamla milljarðamærings og for- sætisráðherra. Eins og það sem á að hafa farið fram innan veggja seturs ráðherrans sé ekki nógu slæmt fyrir orðspor hans þá var stúlk- an undir lögaldri þegar veisl- urnar áttu sér stað, aðeins 17 ára. Stjórnarandstæðingar á Ítalíu krefjast afsagnar Berlusconis en lögmenn hans hafa þó vitaskuld neitað því að nokkurt sann- leikskorn sé að finna í ásök- unum á hendur honum. Berlusconi segist sjálfur lífs- glaður maður og vilji einfald- lega lifa lífinu. Það er ekki dregið í efa. „Enginn fær mig til þess að breyta um lífsstíl, ég er stoltur honum.“ Eiginkona Berlusconis, Vero- nic Lario, fór fram á skilnað í maí á síðasta ári eftir að hún komst að því að hann hefði mætt í afmæli 18 ára ljósku. Um svipað leyti hélt gleðikona því fram að hún hefði átt með hon- um villta kvöldstund. Eig- inkonan fyrrverandi brást þannig við nýjustu fréttunum af Berlusconi að þær sýndu ein- ungis fram á það sem hún hefði áður haldið fram; að hann væri „sjúkur“ og „taumlaus“ maður. Pólitískir andstæðingar Ber- lusconis hafa reynt margt til þess að losna við hann í gegn- um tíðina. Tímaritið The Eco- nomist veltir því nú fyrir sér hvort hann verði hreinlega hleginn út af hinu pólitíska sviði, eins og það er orðað. Meira að segja dyggustu stuðn- ingsmenn ráðherrans geri sér grein fyrir því að frásagnir af þessu nýjasta hneyksli geri það að verkum að Ítalir séu hafðir að háði og spotti. Ráðherra riðið á slig? Sakaður um lygi og kynsvall með unglingsstúlku Alltaf galvaskur! Silvio Berlusconi forsætisráðherra segist sitja áfram. Reuters Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Skautar eru vetraríþrótt sem hefur lengi átt upp á pallborðið í Reykjavík. Krakkar hafa löngum sótt í að skauta á ísi lagðri Reykjavíkurtjörn, eins og þessir á meðfylgjandi mynd, sem tekin var árið 1972. Úr myndasafni Skautað á Tjörninni Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.