SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 13
7. nóvember 2010 13 Þ að er nú einfaldlega þann- ig að ég skil ekki þessa umræðu um hvort Egill „Gillz“ Einarsson eigi að fá að skreyta þessa blessuðu símaskrá eður ei. Fyrir mér er þetta bara nú- tíminn í allri sinni mynd. Það er jú komið árið 2010 og 2011 að detta inn hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ef við viljum fara aftur í torfkofana þá geta þeir valið að gera það sem vilja en við hin sem viljum lifa í nútímanum og framtíðinni veljum frjálsræði, tjáningarfrelsi og ritfrelsi. Þetta er mín skoðun og ef- laust setja einhverjir út á þetta hjá mér og það er allt í lagi. Það væri nú meira ef allir væru sömu skoð- unar í hinum ýmsu málefnum. Rík- isstjórn Íslands vill kannski að allir séu sömu skoðunar og hún, enda er þessi blessaða stjórn að slá gras alla daga. Þetta mál hins vegar með Gillz og símaskrána er að mínu mati af þeim toga að þetta særir víst ein- hverja sem ég skil ekki alveg. Ég þekki Egil „Gillz“ Einarsson ágæt- lega og hann er hinn vænsti dreng- ur. Ég tel að þeir aðilar sem hafa látið hæst gegn honum í þessu „símaskrármáli“ þekki pilt ekki neitt og er reyndar þess fullviss að svo sé. Maður á ekki að dæma aðra út frá orðspori eða hvað aðrir segja. Ef einhver segir við mig að hann þoli ekki hinn og þennan og eitt- hvað slíkt þá spyr ég ávallt hvort viðkomandi þekki þann aðila. Yf- irleitt er svarið nei. Því legg ég til að þetta ágæta fólk, sem ekki þekk- ir Gillz og er svona mikið á móti honum, einsetji sér að kynnast honum og tjá sig síðan. Áfram Ís- land. MEÐ Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður Er Gillzenegger rétti maðurinn til að skreyta símaskrána? Ég þekki Egil „Gillz“ Einarsson ágætlega og hann er hinn vænsti drengur. S vokallaður Gillzenegger hefur löngu sýnt að hann er fínasta ljóðskáld, hann hefur mjög gott vald á íslenskri tungu og ég hef oft hlegið upphátt að því sem hann skrifar í pistlum. Það breytir því ekki að ummæli hans opinberlega á netinu um vissa aðila, sem lýsa mikilli kvenfyrirlitningu og jafnvel hvetja til ofbeldis undir formerkjum húmors, dæma hann úr leik sem trúverð- ugan einstakling. Svo er afgangurinn mjög einfaldur: Símaskráin er hálfopinbert plagg – hálf- gerð þjóðareign. Og Já.is leggur blessun sína yfir þann mann sem Gillzenegger geymir og skoðanir hans með því að fá hann til að taka þátt í verkefninu. Þetta væri í sjálfu sér allt í lagi ef téður Gillzenegger hefði sýnt einhvern vott af iðrun eða eftirsjá gagnvart þessum um- mælum, sem hann hefur ekki gert og oft- ast þvert á móti – hann heldur orðræðunni áfram. Mér finnst að Síminn eigi að sýna þroska og játa á sig þau mistök að hafa tekið þessa ákvörðun. Ef Síminn myndi í fúlustu alvöru skoða rætin ummæli þar sem Gillz talar um að „tittlinga“ tilteknar stjórnmálakonur eða „senda tvo“ á þær, þá tæki Síminn auðvitað ákvörðun um að hætta við þetta. En Síminn virðist því miður ætla að láta eins og ekkert sé. Svo er ekkert nýtt að talað sé um húmors- leysi kvenna og femínista í þessu samhengi. Það er líka notað til dæmis á vinnustöðum gagnvart kynferðislegri áreitni. Orðræðan er nákvæmlega sú sama: Þegar karlkyns yf- irmaður beitir konu kynferðislegri áreitni og hún bregst illa við er hún iðullega sökuð um húmorsleysi. Þetta er einfaldlega elsta og lúalegasta trikkið í bókinni því það slær öll vopn úr höndum þess sem er áreittur og firrir hinn aðilann allri ábyrgð. MÓTI Davíð Stefánsson bókmenntafræðingur Og Já.is leggur bless- un sína yfir þann mann sem Gillzeneg- ger geymir og skoð- anir hans Erlent Viðskipti Íþróttir - V I L T U V I T A M E I R A ? ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 51 87 2 11 /1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.