SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 15
7. nóvember 2010 15 Hrefna Þorbjörg: „Hressleiki og útgeisl- un eru fyrstu orðin sem mér detta í hug til að lýsa mömmu. Hún er hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún kemur. Það er aldrei dauð stund í kringum mömmu og auðvelt að skilja hvers vegna hún á svona margar vinkonur og er í svona mörgum saumaklúbbum. Mamma er mikil félagsvera og hefur brennandi áhuga á þjóðmálunum. Hún er mikill sjálfstæðismaður. Pólitík er oft rædd við morgunverðarborðið um helg- ar og hún stendur fast á sínum skoð- unum þegar hún hefur mótað þær. Hún er einnig óþreytandi að ræða pólitíkina við tengdason sinn og tengdadóttur og láta þau sjá ljósið í þessu samhengi! Mamma er afskaplega barngóð og barnabörnin þrjú, börn bróður míns, njóta sannarlega góðs af því. Þau búa rétt hjá okkur og mamma er mjög dug- leg að vera með þau. Það er ekki ama- legt að geta skroppið til ömmu í hlýjuna – og góðgætið. Mamma hefur passað þau ófá börnin, þeirra á meðal ekki minni menn en Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson.“ Lúxusbarn og dekurrófa „Sjálf fór ég ekki varhluta af barngæsku mömmu enda er ég örverpið í systk- inahópnum. Hálfgert lúxusbarn og dek- urrófa,“ segir hún og glottir út í annað. „Það var einstaklega gott að alast upp hjá mömmu og pabba og ég naut ýmissa forréttinda. Sem dæmi má nefna út- landaferðir sem ég fór í með mömmu og pabba sem systkini mín fengu ekki. Einnig hafði ég greiðan aðgang að síma á unglingsárunum á meðan systkini mín þurftu að slást um símatímann. Það var mjög mikilvægt,“ segir hún hlæjandi. „Mamma og pabbi hafa alltaf verið einstaklega góð við mig og ófáa kíló- metrana keyrt gegnum tíðina til að koma mér á æfingar. Það er ekkert sjálf- gefið að foreldrar nenni á fætur til að keyra börnin sín á æfingar klukkan átta á laugardagsmorgnum. Það voru ekki bara fimleikaæfingar heldur lærði ég á tímabili á píanó líka. En alltaf voru mamma og pabbi boðin og búin að skutla mér. Þá fannst þeim alltaf sjálfsagt mál að borga æfingagjöldin og styðja við bakið á mér vegna keppnisferða til útlanda – og þær hafa ekki verið fáar. Mamma og pabbi hafa líka alltaf verið mjög dugleg að horfa á mig keppa. Það er ekkert auðvelt, sérstaklega meðan ég var í áhaldafimleikum. Þegar ég var á slánni var mamma alltaf logandi hrædd um að ég slasaði mig og vildi helst ganga út – en harkaði af sér.“ „Ég bý í kjallaraíbúð, á neðri hæðinni hjá mömmu og pabba ásamt kærast- anum mínum Birni. Það er alltaf jafn þægilegt að koma upp í mat, mamma er listakokkur og er ávallt með eitthvað tilbúið í ísskápnum. Við höfum bæði mjög mikið að gera og ef ekki væri fyrir mömmu myndum við örugglega svelta.“ Nú glottir Hrefna. „Það er líka gott að eiga mömmu að þegar maður heldur partí. Hún sér til þess að allt sé til alls. Við systkinin vor- um öll í MR og fengum að halda dimm- isjón-partí heima. Alltaf sá mamma um matinn og gerði einkennisbolluna sína með gúrkum út í. Fólk fílar hana alltaf einstaklega vel þó svo að þeim finnist gúrkurnar dálítið skrítin viðbót við drykkinn. Bollan getur bæði verið áfeng og óáfeng og hún var að sjálfsögðu óá- feng í þessum tilfellum.“ Aftur glottir hún. „Mamma var sjónvarpsþula fyrir mína tíð en ég hitti alltaf annað slagið fólk sem sér svipinn. „Já, er þulan mamma þín. Þið eruð svo líkar.“ Verandi svona mikil félagsvera hefur mamma einstaklega gaman af því að tala í síma. Hún getur spjallað við vinkonur sínar tímunum saman. Einu sinni áttum við páfagauk sem hafði þann sið að setj- ast á öxlina á mömmu meðan hún var í símanum og blanda sér í samtölin. Það var mjög fyndið á að horfa.“ Reddar öllum hlutum „Mamma er verulega góð að leysa vandamál, hún reddar öllum hlutum sem þarf að redda. Dæmi um það er þegar Vigdís Finnbogadóttir átti að vera aðalræðumaður kvöldsins á ráðstefnu hjá Delta Kappa Gamma á sínum tíma. Það kom svo í ljós með skömmum fyr- irvara að Vigdís þurfti að vera erlendis á þessum tíma og dagskráin var þar með komin í mikið uppnám. Mamma, sem var formaður félagsins, tók þá til sinna ráða og í stað þess að hrökkva frá þeirri ákvörðun að fá Vigdísi reddaði hún mál- inu með því að taka ræðu Vigdísar upp á myndband og varpa henni á tjald í ræðusalnum á ráðstefnunni. Við mamma höfum alltaf verið mjög góðar vinkonur og það er gott að leita til hennar ef eitthvað amar að. Hún er mjög umhyggjusöm og úrræðagóð móðir.“ Passaði bæði Davíð og Þorstein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.