SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 16

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 16
16 7. nóvember 2010 Þ etta kom eins og himnasending upp á dag. Við vorum að bíða eftir kulda og snjó til að geta klárað útitökurnar en vorum í ljósi sögunnar ekkert sérstaklega bjart- sýn á að það næðist. Síðan byrjaði bara að kyngja niður snjó. Það fennti fljótt yfir snjóinn sem við vorum búin að hafa fyrir að búa til. Við trúðum varla okkar eigin augum,“ segir Gunnar Björn Guð- mundsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Gauragangs, en sveit hans vakti óskipta athygli þegar hún var á ferð í miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Gunnar hlær þegar blaðamaður hefur orð að því að skapari himins og jarðar hafi greinilega velþóknun á Gauragangi. Alla vega veðurguðirnir. Gunnar og sveit hans létu ekki segja sér það tvisvar, ruku út með búnað sinn og vélar. Raunar var ekki allt búið þegar Sunnudagsmogginn heyrði í Gunnari að morgni föstudags. „Við eigum nokkur stutt atriði eftir og þurfum að hafa hrað- ar hendur, hann spáir hlýnandi um helgina. Við hljótum að klára þetta í dag,“ sagði leikstjórinn. Hefur gengið eins og í sögu Þá er tökum á myndinni lokið en þær hófust í júlí síðastliðnum. Undirbún- ingur hefur þó staðið mun lengur, Gunnar byrjaði að leggja drög að mynd- inni árið 2007. „Þetta hefur gengið eins og í sögu. Allt er á áætlun,“ segir hann. „Það hafa ekki verið neinar óvæntar uppákomur – fyrir utan snjóinn, sem var auðvitað mjög jákvætt – og okkur hefur alls staðar verið vel tekið. Sumar senurnar eru mjög fjölmennar, jafnvel á þriðja hundrað manns, og ég er mjög þakklátur öllum sem lagt hafa hönd á plóginn. Þetta hefur verið afskaplega skemmtilegt verkefni.“ Eftirvinnsla Gauragangs stendur nú sem hæst en myndin verður frumsýnd á öðrum degi jóla. „Vinnsla myndarinnar er langt komin og núna þegar við erum búin að ná þessum síðustu senum er hægt að einhenda sér í að klára hana.“ Gauragangur byggist á samnefndri skáldsögu Ólafs Hauks Símonarsonar um ævintýri kempunnar og ólíkindatólsins Orms Óðinssonar og vina hans. Sú saga hefur lengi verið þjóðinni kær enda geta líklega margir speglað sig í Ormi. Gunn- ar segir að myndin sé trú bókinni en áréttar að ekki sé um söngleik að ræða, eins og leiksýningin sem nú er á fjölum Borgarleikhússins og hlotið hefur mikla aðsókn. Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri gefur Alexander Briem holl ráð í snjókomunni. Alexander leikur aðalsöguhetjuna, Orm Óðinsson. Jón Þór Jónsson ljósamaður stillir upp fyrir atriði í miðborg Tómas Örn Tómasson tökumaður klár í slaginn. Himnasending Bak við tjöldin Aðstandendur kvikmyndarinnar Gauragangs fengu ósk sína uppfyllta í vikunni þegar snjó fór skyndilega að kyngja niður í höfuðborginni. Fyrir vikið var hægt að klára tökur á myndinni sem frumsýnd verður um jólin. Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigríður Rósa Bjarnadóttir sminka og Helga Rós V. Hannam búningahönnuður gera Atla Óskar Fjalarsson kláran fyrir töku. Hann fer með hlutverk Ranúrs í myndinni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.