SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 19
7. nóvember 2010 19 60 íslenskir rithöfundar á ÍNN Í kvöld kl 21 verður frumsýndur á ÍNN fyrsti þátturinn um íslenska bókamarkaðinn, sem sýnfur verður öll sunnudagskvöld fram til jóla. Sigurður G Tómasson, fjölmiðlamaðurinn landskunni býður til sín íslenskum rithöfundum og skáldum, 8 í hvern þátt, þar sem gestir segja í stuttu máli frá verki sínu og lesa stutta kafla. Þættirnir verða endurfluttir kl. 11 og 17 á mánudögum og koma svo strax inn á heimasíðu inntv.is Þriðji hver Íslendingur horfir nú á ÍNN í viku hverri samkvæmt Capacent könnun í októberlok og ÍNN býður alla hina hjartanlega velkomna. – Tvö orð: Græðgi og siðblinda … „… eru tvö helstu krabbamein íslensks samfélags?“ spyr Óskar Hrafn og lýkur við tilvitnunina í eigin sögu. – Ertu að gagnrýna tíðarandann með þessum orðum – halda spegli að þjóðinni? „Ég stíg ekki í predikunarstól til að þruma yfir fólki, en ég held að öll rök hnígi að því, að þetta tvennt hafi haldist í hendur hjá þeim sem voru hvað mest áberandi í íslensku samfélagi undanfarin ár. Að einhverju leyti sjáum við það á þeim málum, sem koma upp í tengslum við eignarhald á bönkum og fleira, að þeir fengu aldrei nóg – það þurfti alltaf að ná stærri díl, græða meiri peninga og ekkert var heilagt. Ég trúi því ekki, að þegar menn horfa sjálfir yfir atburðarásina, þá botni þeir í henni. Þeir voru kannski búnir að veðsetja hluti í sautján félögum með kauprétti út og suður og það er ekki glæta að þeir hafi gert sér nokkra grein fyrir hvað þeir áttu á hverjum tíma – ég held að menn hafi verið hættir að sjá núið. Þeir voru svo uppteknir af því að græða meira og verða stærri að þeir voru aldrei í núinu, heldur alltaf einu, tveimur, þremur skref- um á undan sjálfum sér. Svo náttúrlega horfðum við upp á það í lokin, þegar allt var að fara til andskotans, að þá voru menn tilbúnir að ganga helvíti langt til að bjarga eigin skinni. Ég held að það, hvernig menn umgengust bankana sem þeir áttu, hlutafélögin sem þeir stjórnuðu og fleira, hafi ekki verið neitt annað en siðblinda. Er það ólöglegt? Nei, sennilega ekki, það er ekki lögbrot að vera siðblindur. En blasir ekki við, að það er siðblinda að vera með fyrirtæki og segja bara: Heyrðu, ég keypti það af þér á fjóra milljarða, en ég ætla að meta það á fimmtán milljarða núna og við setjum það í félag upp á tutt- ugu milljarða; þú slærð lán upp á fjóra milljarða og ég upp á sex, við skoðum aldrei bókhaldið eða neitt, heldur klárum dílinn, skrifum 10 milljarða í við- skiptavild, og þá stendur félagið helvíti vel! Það er ekki eins og þeir hafi verið einir í þessum félögum, þetta voru ekki einka- hlutafélög, heldur voru þar tíu þúsund aðrir hluthafar sem höfðu lagt í þau sitt sparifé. Menn umgengust þessar eignir af algjöru virðingarleysi og hugsuðu aðeins um að græða meira – það var græðgi og klárlega siðblinda. Í bókinni eru þessir menn tilbúnir að gera allt til að viðhalda ríkidæminu, til að viðhalda lífsstílnum, til að viðhalda sínum sessi í samfélaginu. Og ég held að það hafi líka verið þannig í raunveruleikanum.“ Björgólfur Thor og Lady Gaga – Ertu farinn að leggja drög að næstu bók? „Ég veit ekki hvað verður. Það mun að einhverju leyti snúast um viðtökur á bók- inni. Ég hef sagt það áður, að ég ætla ekki að fara að skrifa fyrir mig og konuna mína og þrjá ættingja. Þessi 25 eintök sem ég fæ gefins fer ég bara með til mæðrastyrks- nefndar; það þarf að vera einhver raun- verulegur áhugi fyrir því hjá fólki að lesa bókina. Þetta er hins vegar eitt það skemmtilegasta sem til er fyrir vinnandi mann – að skrifa bók. En það er mjög tímafrekt og ef maður ætlar að vanda til verka þarf mikla rannsóknarvinnu. Eins og staðan er núna með álaginu á Frétta- tímanum, þá sé ég ekki alveg hvar tími gefst. Nema ég hætti að sofa!“ Hann íhugar það eitt augnablik. „Sem er kannski ekki góður kostur. Eða leggja allar helgar undir það. Þannig að ég veit það ekki. Verður maður ekki bara að láta það ráðast – njóta þess að bókin komi út og sjá hvort áhugi er fyrir henni? Ef það er stemning fyrir henni, þá er það æð- islegt, ef ekki, þá er þetta bara eins og maður hafi átt lélegan leik í vörninni hjá KR – og maður heldur áfram. En ég er með fullt af hugmyndum að öðrum bók- um!“ – Svo stendurðu í ströngu á blaðamark- aði! „Já, við erum þrjú í fullu starfi á Frétta- tímanum og svo fáum við fólk til að skrifa, þannig að maður fjallar um allt frá Lady Gaga til sæstrengs. Það er mjög fínt. Og ákveðið frelsi að skrifa um Lady Gaga á la- texnærbuxum á milli þess sem maður djöflast í Björgólfi Thor [Björgólfssyni] eða Jóni Ásgeiri [Jóhannessyni] eða sinnir öðrum leiðindafréttum. Svo gæti ég allt eins nefnt Kim Kardashian, Tobbu Mar- inós eða Gilzenegger. Við göngum í allt, erum lítil ritstjórn, menn bara mæta á morgnana og skrifa það sem þarf að skrifa.“ – Hver er sylla blaðsins? „Ætli við séum ekki einhvers staðar á milli DV og Fréttablaðsins, töluvert nær Fréttablaðinu. En ég held að menn hafi ákveðið rými fyrir blað sem er með meira lesefni en helgarblað Fréttablaðsins, ætli það megi ekki líkja því við Sunnudags- moggann eða helgarblað DV, en þetta er frítt og fer inn á hvert heimili. Við höfum ekki heyrt annað en að fólk kunni að meta að fá einhver þrjú viðtöl og aðeins lengri greinar.“ Hann verður einbeittur á svip. „En þannig er því alltaf farið með frí- blöð, að þetta snýst bara um eitt, auglýs- ingar. Það eru engar aðrar tekjur. Og hingað til hafa viðtökur verið framar björtustu vonum, umfram áætlanir. En prófsteinninn verður í janúar, febrúar, mars, þegar deyfð kemst yfir auglýs- ingamarkaðinn. Og þá mun þetta líklega snúast um það hvort einhver er að lesa okkur. Við höfum ekki ennþá komist í mælingu.“ Morgunblaðið/RAX ’ Þeir voru svo upp- teknir af því að græða meira og verða stærri að þeir voru aldrei í núinu, heldur alltaf einu, tveimur, þremur skrefum á undan sjálfum sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.