SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 20

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 20
20 7. nóvember 2010 H raði í þróun upplýsingatækninnar er mikill og vaxandi. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna, sem talin er hafa forspárgildi, að sögn Hauks Arnþórssonar, doktors í stjórnsýslufræði, eru tækifæri Íslendinga í þessari þróun bæði stór og mörg, m.a. vegna hás menntunarstigs þjóðarinnar og annarra aðstæðna. „En samkvæmt öðrum mælingum Sameinuðu þjóðanna eru þessi tækifæri enn illa nýtt hér á landi,“ segir Haukur. „Til þess að raungera þessa möguleika verða Íslendingar að horfa fram á við, þeir þurfa að skilja og ræða um tækifæri framtíðarinnar og þeir þurfa að grípa tækifærin. Annars breytast þau í ógnanir – og kreppan, fortíðarhyggja og röng forgangsröðun getur valdið því að svo fari.“ Haukur spyr eftirfarandi spurninga: Munu um tvö þúsund tölvu- menn sem vinna við tölvurekstur í hinum smáu rekstrareiningum á Íslandi missa vinnuna á næstu misserum með tilkomu gagnaveranna? Er auglýsingamarkaðurinn að flytjast á Facebook með tilheyrandi tekjutapi auglýsingastofa, íslenskra fjölmiðla og íslenska ríkisins? Eru vídeóleigur að loka og mun miðlun símafélaga á afþreyingarefni flytj- ast til i-Tunes? Hann segir þetta dæmi um ógnanir af völdum tölvutækninnar og þær verði fleiri. „Upplýsingatæknin og alþjóðavæðingin hefur mikil hagræðingaráhrif, fækkar störfum og flytur þau til sigurvegaranna á markaði.“ Hvað? „Átakspunktar þróunarinnar eru meðal annars gagnaver- in,“ segir Haukur. „Þau munu smám saman taka að sér miðlæga vist- un gagna og eru jafnvel þegar orðin hagkvæmari kostur fyrir fyr- irtæki og stofnanir en eigin vélasalir. Ísland styrkir stöðu sína mikið í þessari þróun með því að fá til sín gagnaver og nýta þannig ódýra og umhverfisvæna orku og aðstæður til kælingar.“ Margfeldisáhrif gagnavera geta orðið mikil, að áliti Hauks, þau geta dregið að sér erlend fyrirtæki og skapað íslenskum ný tækifæri og lega landsins milli tveggja markaðssvæða er hagkvæm. „Þessi tækifæri verður að nýta. En ógnanirnar eru líka fyrir hendi, stjórnmálin og stjórnsýslan hér á landi hafa ekki alltaf fagþekkingu og framfaravilja til að leysa málin hratt og vel og ekki er víst að vestræn stórfyrirtæki treysti íslenskum stjórnvöldum fyrir gögnum sínum. Ljóst þarf að vera að stöðugleiki ríki hér á landi og að alþjóðasamningar séu virtir.“ Hvers vegna? „Heimurinn er að verða einn markaður fyrir upplýsingatækni – og hátækni og nýsköpun – að minnsta kosti hinn frjálsi heimur. Mjög erfitt er að hólfa hann niður, til dæmis með landamærum og reglusetningu. Á síðustu öld eignuðust Excel og Word skrifstofumarkaðinn og búnaður, sem kemst á markað yfirleitt, fer oftast á heimsmarkað. Þjóðlegur markaður er þó til staðar til dæmis sem heimamarkaður búnaðar og stóru markaðssvæðin, Norð- ur-Ameríka, Evrópa og Kína, eru að einhverju litlu leyti sérstök markaðssvæði. En fyrirtæki sem nær árangri á einum stað er í aðstöðu til þess að ná góðri stöðu á heimsmarkaði.“ Haukur segir hagræðingarþróunina taka til allra ríkja og fjölmörg störf muni flytjast milli landa á næstu árum, til þeirra landa sem standa sig best. Sú þróun verði ekki stöðvuð nema með óyndisráðum, til dæmis því að loka ríkjum. „Til að mæta þessu þurfa ríki og rík- isstjórnir að finna sér ný atvinnutækifæri sem byggjast á upplýs- ingatækni, vísindum og hátækni og í því tilliti er samkeppnisstaða ríkja ójöfn. Tækifæri Íslands eru ennþá allgóð. Þeirra ríkja sem ekki takast á við tækifæri upplýsingatækninnar bíður samt landflótti.“ Hvar? Hér á landi þarf að verða hugarfarsbreyting, ef við ættum á ekki að daga uppi sem verstöð, segir Haukur. „Rangar ákvarðanir verða ekki réttlættar með kreppunni. Byggja þarf upp þá innviði sem upp-lýsingatæknin kallar eftir, til dæmis ráðleggur Alþjóðabankinn að tengigjald heimila sé ekki hærra en 5$ ef hámarks margfeldisáhrif eiga að nást. Lágt tengigjald gerir heimilunum kleift að borga fyrir innihald sambandsins og opnar þar með fyrir að íslensk heimili verði heimamarkaður fyrir íslensk sprotafyrirtæki, sem þau eru ekki í dag.“ Hefðbundnar atvinnugreinar geta ekki skapað þann fjölda starfa sem þarf í landið, tækniþróunin ber með sér sífellt færri störf við orku- öflun, sjávarútveg og landbúnað, segir Haukur. „Hins vegar skapar fjárfesting í upplýsingatækni ný störf fyrir mannauðinn í landinu og er mjög mannaflsfrek og gæti orðið hin nýja stóriðja Íslands.“ Hver? „Vissulega snýr þetta mál að atvinnulífinu, en í vaxandi mæli láta leiðandi stjórnmálamenn hvarvetna í heiminum þessi mál til sín taka. Stjórnvöld þurfa að stórauka fé til rannsókna og fjárfestinga í upplýsingatækni – og hátækni og nýsköpun – og takast á við end- urnýjun stjórnsýslunnar. Stórfelld fjárfestingamistök urðu hjá stjórn- sýslunni á síðustu 10-15 árum þegar stærðarhagkvæmni upp- lýsingatækninnar var ekki nýtt og smáar rekstrareiningar ríkisins hófu allar að byggja upp innviði sína. Kaup á vélbúnaði og rekstrarþjónustu hefur lítil margfeldisáhrif, en kaup ríkisins á frumsömdum hugbúnaði hafa mikil margfeldisáhrif. Fyrirtækið Hugvit er til marks um það og sýnir að kaup á búnaði fyrir opinbera þjónustu skapa atvinnu í landinu og útflutningstekjur. Sérhæfður hugbúnaður með innbyggða fagþekk- ingu er framtíðin í hugbúnaði stofnana og fyrirtækja á sérhæfðum sviðum og menntun Íslendinga og fagleg vinnubrögð styðja að þeir semji slíkan búnað fyrir aðra. Tækifærið hefur staðið opið og gerir það enn, en eftir nokkur ár verða alþjóðlegir hugbúnaðarpakkar til fyrir flest sérfræðistörf.“ Hvernig? „Stjórnvöld þurfa að koma sér upp fagþekkingu á sviði upplýsingatækni og haga mannaráðningum þannig að upplýs- ingatækni sé ekki aukageta fyrir embættismenn sem raunverulega sinna öðrum verkefnum að aðalstarfi. Yfirmenn tölvumála ríkisins verða svo sannarlega að hafa fagþekkingu, ekki síður en seðla- bankastjóri þarf að vera hagfræðingur. Þá þarf stjórnsýslan að leita mikið meira til háskólanna um stefnumörkun á sviðinu og jafnvel til erlendra ráðgjafa og Stjórnarráðið þyrfti að koma sér upp akademíu eða óháðu ráðgjafateymi í upplýsingatækni, sem getur leitt stjórnmála mennina og embættismennina í gegnum þessa miklu breytingatíma. Samráð við hagsmunaaðila sé ágætt, en það má ekki vera eina að- fengna ráðgjöfin,“ segir Haukur. Hann bætir við að Stjórnarráðið myndi gjarnan nefndir um upplýsingatæknimál með millistjórnendum ráðuneytanna. Það sé hluti af atgervisvanda Stjórnarráðsins – í stefnu- mótun séu millistjórnendur verri en enginn, því þeir standi vörð um þröng deildarsjónarmið sinnar stofnunar. „Almennt er upplýsingatæknin verkfæri æðstu stjórnenda og hún ógnar millistjórnendum og lækkar píramíða.“ Fagþekking og leiðsögn í upplýsingatæknimálum er sérstaklega mikilvæg, að mati Hauks, ef starfsmannamál Stjórnarráðsins eru í sjálfheldu vegna pólitískra ráðninga.“ Hvenær? Framtíðin knýr dyra, segir Haukur. Ef stjórnvöld hafa aðgang að nægu ódýru lánsfé er sjálfsagt að takast á við kreppuna með byggingu mannvirkja (tónlistarhúss, hátæknisjúkrahúss o.fl.), vega- lagningu og jarðgangagerð, þótt ekki sé ljóst hver muni nota þessi mannvirki ef fækkar hjá þjóðinni. „Þá er sennilega óhjákvæmilegt að takast á við virkjanir og jafnvel stóriðju.“ En ef lánsfé er dýrt og Íslands bíður landflótti þúsunda eða tugþús- unda íbúa um leið og efnahagsástandið batnar í nágrannaríkjunum, þá er í huga Hauks ástæða til þess að takast á við þau verkefni sem brýn- ust eru, upplýsingatækniverkefni, (og hátækniverkefni og nýsköpun). Þau skapa flest störf, hafa margfeldisáhrif á vinnumarkaði og skapa mest verðmæti. Á sama tíma takast slík verkefni á við nýjar ógnir vegna alheimsvæðingarinnar og eru tækifæri Íslendinga til þess að skapa sér nýjan starfs- og viðskiptavettvang í heimi sem breytist hratt. Kreppan réttlætir ekki rangar ákvarðanir „Þeirra ríkja sem ekki takast á við tækifæri upplýsingatækninnar bíður landflótti,“segir Haukur Arnþórsson. Hugmyndir að betra samfélagi Margfeldisáhrif gagnavera geta orðið mikil, að áliti Hauks Arnþórssonar, dokt- ors í stjórnsýslufræði, þau geta dregið að sér erlend fyrirtæki og skapað íslenskum fyrirtækjum ný tækifæri. Þá er lega lands- ins milli tveggja markaðssvæða hag- kvæm. „Þessi tækifæri verður að nýta.“ Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Haukur Arnþórsson er doktor í stjórnsýslufræði og hefur rann- sakað rafræna stjórnsýslu ís- lenska ríkisins. Hann er stunda- kennari við Háskóla Íslands og ráðgjafi, en var áður forstöðumað- ur upplýsinga- og tæknisviðs skrif- stofu Alþingis í 15 ár og þar áður starfsmaður Reiknistofnunar Há- skólans. Haukur hefur á síðustu árum tekið þátt í evrópskum og norræn- um rannsóknarverkefnum, en var áður þátttakandi í norrænu og evr- ópsku samstarfi vegna tölvumála þjóðþinga. Hann hefur lifandi áhuga á þró- un upplýsingatækninnar og hvern- ig hún breytir nútímasamfélög- unum, einkum þegar stjórnsýslan hagnýtir sér hana og með mótun innviða hjá ríki og sveitarfélögum og er einn af þeim sem trúa því að hún hafi jákvæð áhrif á lýðræðið og styrki stöðu almennings og framsækinna samfélaga, ef tæki- færin eru hagnýtt eðlilega. Hver er maðurinn?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.