SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 23
7. nóvember 2010 23 Þ að er ekkert sem kemur í staðinn fyrir gleðina við að dansa,“ segir Jón Axel Frans- son, 19 ára íslenskur ballett- dansari sem nýverið var fastráðinn við Konunglega ballettinn í Kaupmanna- höfn. Þar dansar hann nú hlutverk jó- kersins í Svanavatninu og hefur fengið lof fyrir. „Ég hef dansað ballett í 11 ár,“ segir Jón Axel þegar hann er spurður um deili á sér. „Ég flutti til Danmerkur þegar ég var þriggja ára, en foreldrar mínir, Anna Jónsdóttir og Frans Páll Sigurðsson, eru báðir íslenskir.“ Það var eiginlega fyrir hálfgerða til- viljun sem Jón Axel tók sín fyrstu ball- ettspor, þá átta ára gamall. „Systur mína langaði að prófa að fara í ballett og mamma spurði mig hvort ég vildi ekki fara líka. Ég neitaði því og sagði að ballett væri bara fyrir stelpur, en þar sem ég gat ekki verið einn heima tók hún mig með og ég prófaði. Mér fannst ballettinn síðan æðislegur, en systir mín missti áhugann. Ég var líka í fimleikum, keppnissundi og fótbolta og hélt því áfram eftir að ballettinn bætt- ist við þannig að ég var í þessu öllu í bland um tíma. Ballettinn tók síðan fljótlega yfir, enda voru æfingarnar mjög tímafrekar. Ég hafði því ekki mikinn tíma til að vera úti að skemmta mér með krökkunum þegar ég var lít- ill, ég var svo mikið í ballettskólanum og svo var ég með í sýningum á kvöld- in.“ Þrátt fyrir eigin athugasemdir um að ballett væri fyrir stelpur segist hann ekkert hafa lent í stríðni fyrir að leggja stund á ballett. „Heima á Íslandi er frekar lítið um að strákar fari í ballett en hérna er það mun algengara og margir strákar, sem sækja um að kom- ast í Konunglega ballettskólann, kom- ast ekki inn. Og þótt þeir komist inn eru þeir bara öruggir með eitt ár í einu því það eru próf á hverju ári. Af um 20 krökkum sem ég hef verið með í bekk í Konunglega komust aðeins fjórir í gegn um allan skólann og hafa nú verið ráðnir. Svo það þótti ekkert skrýtið að ég legði ballettinn fyrir mig.“ Að loknum grunnskóla ákvað Jón Axel að helga sig alfarið dansinum og hélt áfram ballettnámi við Konunglega ballettinn í stað þess að fara í fram- haldsskóla. „Ég hef því ekki verið í neinum hefðbundnum skóla síðan ég var í barnaskóla. Að vísu reyndi ég að vera í fjarnámi með dansinum, en það gekk ekki upp því ég hafði ekki tíma í það. Hörð samkeppni Hann getur heldur ekki kvartað undan viðtökunum sem hann hefur fengið í ballettheiminum. Eftir að hafa verið lærlingur eða „aspirant“ í þrjú ár var hann nýverið fastráðinn við Kon- unglega ballettinn sem flokksdansari (korpsdanser) en hefur notið þess að fá góð sólóhlutverk í sýningum. Þessa dagana dansar hann sem fyrr segir hlutverk jókersins í Svanavatninu en mun einnig fara með eitt af stærri danshlutverkunum í ballettinum Na- poli, auk þess sem hann tekur þátt í fleiri sýningum sem nú eru í gangi. Það stendur ekki á svari hjá Jóni Ax- eli þegar hann er spurður að því hvað þurfi til að ná svo langt í dansinum. „Fyrst og fremst að vilja það – það hef- ur verið sagt að í raun séu hæfileikar bara 10% en viljinn 90%. Þetta er líka mikil vinna og maður er alltaf að dansa. Oft æfum við frá því snemma á morgnana og til fjögur, sex á daginn og svo eru sýningar frá klukkan átta. Þannig að þetta er lífsstíll. Hins vegar er alveg ljóst að ég hefði aldrei komist þetta langt ef ég hefði ekki fengið jafn- góðan stuðning frá fjölskyldu minni – mömmu og systur minni – sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Slíkur stuðningur er ómetanlegur í þessum bransa.“ Hann viðurkennir þó að hafa ekki alltaf verið jafnviss í sinni sök. „Ég fór í gegn um ákveðið tímabil þar sem ég var að velta því fyrir mér að hætta í dansinum, en á endanum fann ég út að þetta væri það sem ég vildi gera.“ Það er ekki furða þótt menn þurfi að hugsa sig um þegar þeir taka ákvörðun um að leggja dansinn fyrir sig því sam- keppnin í ballettheiminum er hörð, eins og Jón Axel útskýrir. „Sérstaklega þegar maður fær góð hlutverk því þá verða sumir dálítið pirraðir og láta það bitna á þeim sem hreppir hlutverkið, í staðinn fyrir að beina gremju sinni að fólkinu sem útdeilir hlutverkunum. Það getur verið svolítið leiðinlegt. Hins vegar eru margir sem samgleðjast manni. Ég er líka mjög heppinn því ég á góða vini sem ég hef þekkt síðan ég var smápatti. Við hittumst oft og skemmtum okkur vel saman sem er al- veg frábært. Það er nauðsynlegt að eiga vini fyrir utan ballettinn. En þrátt fyrir alla samkeppnina er ballettinn eins og stór fjölskylda þar sem fólk styður og hjálpar hvað öðru.“ Jón Axel er ekkert að velta sér upp úr því sem framtíðin ber í skauti sér. „Ég tek bara þeim verkefnum sem koma,“ segir hann æðrulaus inntur eft- ir því hvað sé framundan. En er hann ekkert á leiðinni heim til að dansa? „Ég veit ekki hvað skal segja – ætli það endi ekki einhvern tímann með því að ég dansi eitthvað á Íslandi.“ Vilji meira en hæfileikar Ungur Íslendingur, Jón Axel Fransson, hefur verið fastráðinn sem dansari við Konung- lega ballettinn í Kaup- mannahöfn þar sem hann dansar m.a. hlut- verk jókersins í Svana- vatninu um þessar mundir. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Úr nútímaverkinu Jord þar sem Jón Ax- el fór með hlutverk. Íslendingurinn Jón Axel Fransson er nú fastráðinn við Konunglega ballettinn í Kaupmannahöfn. ’ Systur mína langaði að prófa að fara í ballett og mamma spurði mig hvort ég vildi ekki fara líka. Ég neitaði því og sagði að ballett væri bara fyrir stelpur, en þar sem ég gat ekki verið einn heima tók hún mig með og ég prófaði. Mér fannst ballettinn síðan æð- islegur, en systir mín missti áhugann. Jón Axel hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína, m.a. á fagvefnum Dance View Times, þar sem dansgagnrýnandinn Eva Kistrup sparar ekki stóru orðin í umfjöllun sinn um hann. Þar segir: „Frammistaða Jóns Axels Franssonar í hlutverki jókersins kann að vera sú besta sem við höfum séð frá nýliða sem er á fyrsta starfsmánuði sínum við ballettinn. Fransson hoppaði, snerist og heillaði áhorfendur af ótrúlegri innlifun og fagmennsku sem gefur fyrirheit um spennandi feril framundan.“ Besta frammistaða nýliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.