SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 24
24 7. nóvember 2010 ekki síst þegar horft er til listgreina. Ég veit satt að segja ekki hvað maður þarf að horfa upp á margar „afbyggingar“ af hinu og þessu, hvort sem er í bókmenntum eða öðrum listgreinum, áður en búið er að afbyggja allt sem nöfnum tjáir að nefna. Kannski styttist í að hægt sé að byrja einhvers konar uppbyggingu. Ég vona það. En hvað varðar samfélag okkar um þessar mundir sýnist mér að við séum að ganga í gegnum Ragnarrök.“ Á hvaða hátt? „Eru þetta ekki Ragnarök? Er ekki Fenrisúlfur laus? Hver höndin er upp á móti annarri, heimilin standa í björtu báli á meðan Surtur bankastjóri hlær. Hvert sem litið er blasir sundrungin við. Það er engu líkara en gervöll norræna goða- fræðin sé orðin að samtímasögu, að Völuspá hafi ræst: nýtt land er enn ekki risið úr ægi og við vitum ekki hvenær það gerist. Kannski ekki í okkar lífi.“ Þú býrð fjarri höfuðborginni, hver er kosturinn við það? „Við fjölskyldan búum austur á Hvols- velli, nánar tiltekið á blaðsíðu eitt í Njálu. Það er málvenja á Suðurlandi að segja „út“ þegar farið er í vesturátt. Það er því einfaldlega rangt mál að segja að lands- byggðin sé „úti á landi“ því það er Reykjavík sem er á „útnesi“. Þegar Snorri sagði „út vil ek“ þá vildi hann til Íslands, sem sagt í vestur. Þess vegna fara menn inn í landið þegar þeir fara frá Reykjavík. Og það er góður kostur að búa inni á Ís- landi. Stundum fer ég út til Reykjavíkur, svo fer ég aftur heim – til Íslands.“ Af hverju býrðu á Hvolsvelli? „Ég flutti frá Reykjavík um aldamótin og settist að á Eyrarbakka. Þar kynntist ég konu minni, Kristínu Þórðardóttur, sem er Eyrbekkingur en var þá flutt aust- ur í Rangárþing, svo ég einfaldlega elti hana. Nú eigum við tveggja ára son og ég á fjögurra ára son á Eyrarbakka. Ég er svolítið að upplifa nýjar víddir í föð- urhlutverkinu, því það er margt sem hvorki er hægt að skilja né upplifa fyrr en maður er orðinn foreldri. Maður upplifir nýja gleði sem maður vissi ekki að væri til. Og líka nýjan ótta. Til dæmis óttast ég að sonum mínum muni bara leiðast að lesa bækur eftir pabba sinn.“ Gáfulegast að þegja Barnabókin Benjamín dúfa er lang- þekktasta bókin þín, verðlauna- og metsölubók. Finnst þér stundum eins og viðtökur við henni hafi verið eins og að fá Óskarinn, það sé varla hægt að ná lengra? „Það má kannski segja það. Velgengni Benjamín dúfu hefur verið mikil blessun, en samt ekki alltaf þægileg. Vinsældir bókarinnar hafa kannski bitnað á þeim verkum sem komu þar á eftir, eins og til dæmis Góða ferð Sveinn Ólafsson sem kom út 1998 og Bróðir Lúsífer sem kom út 2000. Sveinn Ólafsson er núna kom- inn út í Englandi og hefur fengið fanta- góðar viðtökur og forlag mitt þar gefur Bróðir Lúsífer út á næsta ári. En stund- um er eins og ég sé „bara“ höfundur Benjamíns dúfu. Ég veit hins vegar að Kannski til að öskra úr sér leiðindin eftir lestur vondra bóka.“ Hvaða leið finnst þér best til að koma sögu eins og sögunni um Þór til skila til barna og unglinga? „Ég hef enga aðra leið til að skrifa sögu fyrir ungt fólk en að skemmta sjálfum mér við skriftirnar. Ég hef heimsótt marga skóla og talað við fjölda barna og unglinga. Þetta eru fyrst og fremst ungar manneskjur með hugann á fullu við að taka inn upplýsingar, skilgreina, velja og hafna – þetta eru afburða snjallar mann- eskjur og maður hittir ekki skemmtilegra fólk. Margir höfundar sem skrifa svokall- aðar unglingabækur falla því miður enn í þá gryfju að skrifa fyrir ungt fólk eins og afmarkaðan hóp með takmarkaðan skilning, eins og þetta fólk sé einhverjar geimverur. Slíkir höfundar gleyma því að ungur lesandi vill að það sé talað við hann eins og manneskju, ekki eins og geim- veru og þaðan af síður einsog ‘ungling’.“ Skrifaðir þú bókina um Þór í og með til að varðveita fornan arf? „Nei. Ég tel enga hættu á því að þessi arfur glatist, hann verður alltaf til í einni eða annarri mynd. Ég lít ekki svo á að það sé mitt hlutverk að varðveita hann, til þess höfum við Árnastofnun. En í nor- rænni goðafræði er spennandi efni sem á rætur í sögu okkar og menningu. Mér finnst bæði gott og rétt að ganga í þann sjóð og sækja þaðan hugmyndir, sem vonandi verða skemmtilegar bækur. Hins vegar verða höfundar á hverjum tíma að gefa sér fullt frelsi til að umskapa þessi fornu stef svo sem þeim sýnist. Ég er sannfærður um að Snorri stundaði mikla nýsköpun þegar hann setti sínar skræður saman, því hver tími lýtur sínum lög- málum og bæði höfundar og lesendur búa við annan himinn á okkar tímum en á dögum Snorra.“ Bý inni á Íslandi Þú sagðir mér fyrir mörgum árum að þú værir ekkert hrifinn af nútímanum, á það ennþá við? „Algjörlega. Mér finnst nútíminn skelfing leiðinlegur og frekar snautlegur, N ýjasta bók Friðriks Erlings- sonar er Þór – Leyndarmál guðanna, spennandi og skemmtileg bók fyrir ungt fólk þar sem guðinn Þór er í aðal- hlutverki. Á næsta ári verður síðan frum- sýnd alþjóðleg teiknimynd, byggð á fyrri bókinni, Þór í heljargreipum, sem ís- lenska teiknimyndafyrirtækið CAOZ framleiðir, en Friðrik skrifar handrit að þeirri mynd. „Ef sagan um Þór skemmtir ein- hverjum og gleður þá hefur allt gengið upp,“ segir Friðrik. „Bókin er ekki „létt endursögn“ á goðafræðinni heldur nýtt, sjálfstætt verk og á kannski meira skylt við hið sígilda strákaævintýri. En ég nýti mér ákveðin minni um leið og ég sný svolítið upp á nefið á Snorra og vonandi hefur mér tekist að gefa lesendum sitt hvað að hugsa um að lestri loknum. Gamli bókmenntaarfurinn hefur heillað mig síðan ég var barn, svo kannski er ég alltaf að leita í þessi augnablik bernsk- unnar á rússíbanareið ímyndunaraflsins með góða bók í hönd meðan rigning var úti. Ég hef alla tíð verið á kafi í fornum heimi: sagnfræði, Íslendingasögum, nú eða Prins Valiant og félögum. Nútímaleg- ustu bókmenntir sem ég las voru Múm- ínálfarnir. Ég kaus frekar fantasíuheim en bækur eins og Sjáðu sæta naflann minn, enda á raunsæi ekki heima í skáld- skap.“ Skemmti mér við skriftirnar Útskýrðu hvað þú átt við með því að segja að raunsæi eigi ekki heima í skáldskap. „Kannski er réttara að segja að góður skáldskapur sé eina raunsæið sem skiptir máli. Þegar ég var unglingur átti að upp- fræða börn í gegnum barna- og ung- lingabækur og það var sterkur raunsæis- skandinavíu uppeldistónn í bókunum. Hrútleiðinlegt allt saman. Í dag vita allir að þetta var tóm vitleysa. Það kom ekkert betri kynslóð út úr því en kynslóðin sem á undan fór. Eiginlega mesta furða að mín kynslóð skyldi ekki tortímast af þessu rugli. Og þó; sumir fóru að vísu í pönkið. Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Leita í augnablik bernskunnar Rithöfundurinn Friðrik Erlingsson, sem býr á Hvolsvelli, segist búa inni á Íslandi. Í viðtali ræðir hann um íslenska umræðuhefð sem hann segir vera rifrildi og talar um nýja bók sína, skáldskap- inn, samtímann, landið og trúna. ’ En um þessar mundir er eiginlega gáfulegast að þegja. Það er nokkurn veginn sama hvað sagt er, það er snúið út úr öllu. Maður bíður eftir því að þessi holskefla af rifrildi gangi yfir svo að fólk geti farið að ræða saman – ef það er þá einhvern tíma hægt hér á landi. Ég leyfi mér reyndar að stórefast um það. Umræðan er bara hártoganir og rifrildi, skætingur og þvættingur, allt frá hinu háa alþingi niður í alþingi götunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.