SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 27

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 27
7. nóvember 2010 27 S igríður Svanlaug Heiðberg fæddist á heimili sínu við Laufásveg í Reykjavík 30. mars 1938, þá fimmta barn hjónanna Þóreyjar Eyþórsdóttur og Jóns Heiðbergs heildsala. Fljótlega kom í ljós áhugi hennar á dýrum og hefur hann fylgt henni æ síðan. Árið 1990 fór stjórn Kattavinafélags Íslands þess á leit við hana að hún tæki við formennsku félagsins þar sem til stóð að Kattholt, athvarf óskilakatta, yrði opnað fljótlega eftir ára- langa fjáröflun margra félaga. Hún féllst á að taka að sér hlutverkið og hefur helgað starfinu líf sitt, með það efst í huga að bæta aðbúnað katta á Íslandi. Kattholt var form- lega opnað í júlílok 1991 og hefur starfað alla tíð síðan undir handleiðslu Sigríðar. Sigríður giftist Einari Jónssyni frá Garðsauka í Hvolhreppi 1983. Hann er verktaki í Reykja- vík. Sonur hans er Daníel Orri Einarsson. Áhugamál Sigríð- ar eru mörg og hefur hún m.a. setið í stjórn félagasamtak- anna Verndar síðan 1984. Sigríður á tíkina Mússu og eru þær sem ein í lífi og starfi. Fjöldi þeirra katta sem hún hefur átt og sinnt hleypur á mörgum tugum. Með litlu frænkuna Lilju Sól í kjöltunni. Í saumaklúbb með Árnýju skólasystur. Í sveitinni í Austur-Húnavatnssýslu með mömmu og fleiri ættingjum. Sigríður og Einar maðurinn hennar á góðri stundu. Á sýningu með Ingibjörgu Tönsberg, fyrsta formanni Kattavinafélagsins. Saumaklúbburinn ásamt mökum á ferðalagi í Færeyjum í tilefni 50 ára afmælis klúbbsins. Hálfgert kattarlíf Myndaalbúmið Sigríður Heiðberg er sannkall- aður dýravinur og er oftast kennd við Kattholt. Marteinn formaður Kynjakatta og Sigríður með sjálfan Emil í Kattholti. Markús Örn Antonsson þáverandi borg- arstjóri var viðstaddur opnun Kattholts. Með Ragnari Davíð í göngutúr. Stjúpsonurinn Daníel og köttur sem fannst í Garðabæ en endaði í Bandaríkjunum.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.