SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 28

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 28
Glasgow geislar í vetur og býður gestum sínum afar fjölbreytta skemmtun, lifandi tónlist og tækifæri til að gera stórkostleg innkaup. Allt þetta ásamt því að íbúar Glasgow eru þekktir fyrir hlýlegt viðmót og gestrisni gerir stærstu borg Skotlands að spennandi áfangastað fyrir þá sem ætla að bregðs sér í stutt frí. WWW.GLASGOWLOVESCHRISTMAS.COM VERSLUN Glasgow er stærsta verslunarborg í Bretlandi fyrir utan London. Þess vegna er Glasgow frábær staður til að láta eftir sér svolítið búðarráp. Hverfi í miðborginni, sem nær yfir eina fermílu (2,5 ferkílómetra), er kallað „Style Mile“ og þar eru ókjörin öll af glæsilegum og freistandi verslunum. Í stórum verslunarkringlum eins og Buchanan Galleries og St Enoch Centre má finna verslanir með nokkur af frægustu vörumerkjum heims, eins og Hamleys leikfangaverslunina, John Lewis og hið svala ameríska vörumerki Hollister. Við Princes Square og Ingram Street eru svo verlsanir sem bjóða sérhæfðara úrval af vörum þekktra hönnuða og ýmsar sérverslanir. NÆTURLÍF Þeir sem heimsækja Glasgow eiga von á að upplifa stórkostlega máltíð á frábærum veitingastöðum. Veitingahús borgarinnar eru mörg og fjölbreytileg svo að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Mörg veitingahús bjóða einnig leikhúsmatseðla þar sem má fá máltíð snemma kvölds á lágu verði. Í Glasgow áttu eftir að uppgötva fjöldann allan af nýtískulegum börum og næturklúbbum. Farðu í Merchant City til að bragða á hanastéli í lúxusumgjörð Corinthian-klúbbsins eða – ef þú vilt eilítið hrjúfara umhverfi skaltu leggja leið þína í vesturhluta borgarinnar þar sem er mikið um skoskar krár og viskíbari eins og Òran Mór. HVAÐ ER Í BOÐI Í GLASG Fáðu upplýsingar um allt það nýjasta í smásölu, veitingum og afþreyingu í Glasgow með því að ná í ókeypis borgarleiðarvísi Glasgow (iPhone app).

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.