SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 30

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 30
30 7. nóvember 2010 S jáðu karlinn, Ómar! Passaðu þig að fljúga ekki á hann! „Ha, sástu mann ofan í sprungunni, hvar er hann?“ svaraði Ómar í talstöðina, alltaf jafn- spenntur. Þú varst að fljúga fram hjá honum, hann er með lokuð augun í miðri sprungunni. Hann hlýtur að vera að hvíla sig eftir öll lætin þegar vatnið úr Skaftárkötlunum braust niður undan jöklinum og niður í þröngan farveg Skaftár í hrika- legum boðaföllum. Við vorum á flugi ég og Mekkinó Björnsson, flugstjóri hjá Lufthansa á þessum tíma, og Ómar Ragnarsson. Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér á þessum degi, hægur vindur og gott flugverður. Við Ómar höfum oft notað hvor annan sem viðmið, þannig að það sjáist stærðarhlutföll í landslaginu á myndinni. Sigkatlarnir sem myndast þegar vatnið brýst fram undan jöklinum og niður í sjó eru alltaf hrikalegir að sjá. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á hversu stórir þeir eru úr lofti með enga viðmiðun, en þegar flugvél flýgur einhvers staðar í rammanum sést hversu hrikalegir þeir eru. Að meta stærðarhlutföll í hvítri ísbreiðu með engin viðmið er mjög skrítið, það virkar allt miklu minna en það raunverulega er og fjarlægðir styttri. „Ha, ha, ha, já, þarna er hann, ha ha, ha. Nú sé ég hann. Hann er alveg frábær og hann steinsefur, ha, ha, ha,“ kall- aði Ómar í talstöðina. Flugvélin hristist og tók bakföll í stíl við eiganda sinn – hún eiginlega hló með honum. Ómar flaug nokkra hringi við brún sigketilsins og tók einn bæði kvikmyndir og ljósmyndir eins og hann er vanur að gera. Ég skil ekki hvernig það er hægt en Ómar getur það. Við Mekkinó flugum aðeins fyrir ofan og við brúnina á sigkatlinum ef eitthvað færi úrskeiðis þá væri betra að lenda á jöklinum sjálfum en ofan í sigkatlinum. Fyrir nokkrum árum flugum við Ómar saman langt á haf út frá Vestfjörðum að mynda hafísinn sem lónaði einhverjar 30 til 40 mílur undan landi. Það er ekki góð tilfinning að fljúga langt út á haf á einshreyfils flugvél. Ég klæddi mig í flotgallann minn á flugi og við gerðum samning að ef eitt- hvað kæmi fyrir og við misstum mótor yfir hafísnum mundi ég draga hann upp á ísjaka ef við færum í sjóinn. Ég hefði sennilega aðeins meiri tíma en hann í gallanum. Við flugum yfir hafísbreiðunni dágóða stund og Ómar var hálfur út úr flugvélinni að mynda. Á meðan hélt ég í stýrið og flaug í hringi. Þegar Ómar kom loks inn með höfuðið eft- ir nokkrar mínútur var eins og hann hefði verið á Spáni í tvær vikur – svo útitekinn var hann. Ómar sagðist ekki hafa ætlað að vera svona lengi en ólin á kvikmyndatökuvélinni festist í krók sem heldur uppi glugganum svo Ómar komst ekki inn. Það var erfitt heimflug úr þessari ferð, það var að skella á vitlaust veður og lágskýjað á heimleiðinni, en ég held stundum að Ómar þekki landið betur en sá sem skapaði það. Ómar þarf ekki að sjá nema stein upp úr skýjum þá veit hann hvar hann er. Oft þarf að berjast við veðrið við frétta- öflun og ekki alltaf hættulaust. Ómar fór daginn eftir í öræf- in á sömu flugvélinni og þá drapst á mótornum hjá honum og hann varð að nauðlenda á vegi við Hof í Öræfum, áfalla- laust. Það hefði verið öðruvísi að lenda langt frá landi á ör- þunnum hafís. Ómari voru gefin níu líf en hann er sennilega búinn með rúmlega tuttugu – æðri máttarvöld hafa bara gleymt að telja. Það hafa verið góðir tímar þegar maður lítur til baka á all- ar þær flugferðir sem við Ómar höfum farið á sömu slóðir þegar eitthvað fréttnæmt gerist í náttúrunni. Ég vona að flugið fái að dafna á Íslandi og fréttamenn framtíðarinnar geti gert það sama og Ómar hefur gert: Að upplýsa þjóðina um stóratburði hverju sinni. Það er þó ekki sjálfgefið þar sem allur kostnaður við flug hefur farið úr böndum og flugmenn geta fyrir vikið varla haldið sér í þjálf- un. Það eykur ekki flugöryggi að geta ekki haldið sér við. Áherslur hafa mikið breyst í fréttamennsku seinustu árin. Fréttamenn fara núorðið alltof sjaldan á staðinn til að upp- lifa grimmd náttúruaflanna og skila því til landsmanna. Stundum þarf að sjá hlutina til að skilja þá, upplifa það sem maður sér og koma þeirri tilfinningu á síður blaðanna eða á skjái landsmanna. Myndin af karlinum í sigkötlum Skaftár var tekin 25. apríl 2006 og minnir á að nú hriktir í og gos gæti verið í vændum á þessum slóðum. Kannski vaknar karlinn á myndinni og kíkir upp næst þegar við fljúgum yfir, kannski sefur hann enn um stund. En á endanum mun hann opna augun aftur. Ekki fljúga á karlinn! Sigkatlarnir sem myndast þegar vatn brýst fram undan jökli og niður í sjó eru alltaf hrikalegir að sjá. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á hversu stórir þeir eru úr lofti. Þá kemur sér vel að hafa Ómar Ragnarsson á svæðinu. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is Karlinn (fyrir miðri mynd) hvílir sig eftir öll lætin þegar vatnið úr Skaftárkötlunum braust niður undan jöklinum og niður í þröngan farve

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.