SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 32
32 7. nóvember 2010 N ú er liðið nokkuð á annan mánuð síðan sitjandi forsætisráðherra, lam- aður af ótta vegna útifundar, lofaði að rétta stjórnarandstöðunni sátta- hönd og jafnframt að koma innan fárra daga með heildstæða lausn fyrir heimili í vanda. Nú vita allir hvernig fór með efndirnar. Ekki sást einu sinni glitta í litla fingur af sáttahöndinni, enda vissi enginn hvað í tilboðinu hafði átt að felast þegar látið var eins og verið væri að efna það. Ekki var verið að bjóða stjórnarandstöð- unni til samstarfs á jafnréttisgrundvelli eins og allir vitibornir menn töldu að hlyti að vera, þegar tilboðið var sett fram á ögurstundu. Í ljósi þeirrar miklu angistar þjóðarinnar sem útifundurinn endurspeglaði hlytu forystumenn hennar að bera gæfu til að ýta stærstu ágrein- ingsefnum út af þjóðarborðinu og setja þau mál sem brýnust væru í afdráttarlausan forgang. Talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna komu reyndar vonglaðir út af fyrsta fundi með rík- isstjórninni. Sitjandi forsætisráðherra hefði sagt þeim að nú væru forystumenn ríkisstjórn- arinnar orðnir opnir fyrir 20 prósenta nið- urskurði skulda. „Þetta var góður fundur,“ sögðu fyrirsvarsmenn Hagsmunasamtaka heim- ilanna. En á daginn kom að sitjandi forsætis- ráðherra var aðeins að draga þau á asnaeyr- unum með því að vekja með þeim vonir. Það var ekki stórmannleg framganga. Miklu fremur ljótur leikur. Sex vikur farnar forgörðum Og nú er þing loks saman aftur eftir hálfsmán- aðar hlé, sex vikum eftir þingsetningu sem böðuð var í eggjum og tómötum. Og þá var hið ótrúlega upplýst: Sitjandi forsætisráðherra hafði enn ekkert nýtt fram að færa. „Leggiði fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina,“ hrópaði hún að þingmönnum sem lýst höfðu eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum og skulda- vanda einstaklinga, heimila og fyrirtækja. „Ég skora á ykkur að leggja fram tillögu um van- traust,“ var eina svarið sem þingmennirnir fengu. Hvað var sitjandi forsætisráðherra að fara? Vantraustið er fyrir löngu komið fram. Það liggur hvarvetna í loftinu. Það liggur í von- brigðum talsmanna Hagsmunasamtaka heim- ilanna, sem segja að sitjandi forsætisráðherra hafi dregið þá á asnaeyrunum. Það lýsir sér í því að forseti Alþýðusambandsins, sem er þó sérdeilis lipur í taumi Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir að ekkert sé að marka samninga við ríkisstjórnina. Hún svíki það sem hún lofi aðilum vinnumarkaðarins og hlaupi frá skrif- legum samningum við þá skýringarlaust hve- nær sem henni þykir henta. Svona hafa for- ystumenn verkalýðshreyfingarinnar ekki einu sinni talað til stjórnarleiðtoga úr hópi svar- innna pólitískra andstæðinga. Vantraustið berst með vindum frá öllum landshornum og það blæs úr öllum áttum í einu. Fjárlagatillögur sem fólu í sér rothögg á tilverugrundvöll lands- byggðarinnar voru settar fram án nokkurs samráðs við heimamenn, hvort sem í hlut áttu sveitarstjórnarmenn, faglegir stjórnendur í heilsugæslu, skólum, félagsþjónustu eða lög- gæslu. Fundarhöld og málefnalegar ályktanir alls staðar að báru með sér undrun og særindi. Innihaldið jafnt sem umbúðirnar voru gegn- umlituð af vantrausti á forystumenn sem þann- ig gengu fram. Skoðanakannanir sýna að engin ríkisstjórn hefur notið minna trausts með þjóð- inni en þessi. Því blasir við hverjum manni að hróp sitjandi forsætisráðherra eru merki um tvennt: málefnalega uppgjöf og veruleikafirr- ingu. Sambandið við þjóðina hefur rofnað. Þangað verður ríkisstjórnin að lokum að sækja sitt traust. Sitjandi forsætisráðherra virtist telja að brýnast væri nú að telja hausa í þinginu. Kanna hvort stjórnarliðar þar væru ekki enn að formi til 35 og stjórnarandstæðingar 28. Enginn hefur svo sem efast um að þessa 35 megi léttilega draga í heimadilk í slíkri atkvæðagreiðlsu. En sitjandi forsætisráðherra hefur með hrópum sínum undirstrikað að það er sennilega það eina sem þessi þingmeirihluti getur. Þessi þing- meirihluti gat í upphafi ferilsins meira að segja sameinast um mál sem helmingur stjórnarliðs- ins sagðist samt vera á móti. Svo hann færi sjálfsagt létt með að láta telja sig upp í 35 fremur en að þurfa að horfast í augu við sína fyrrverandi kjósendur. Það er það seinasta sem hann vill. Kannski gælir hann við það í ör- væntingu sinni að hann verði hinn fyrsti á þessari jörð sem vinni sitt dauðastríð. Leiðsögn sögunnar Ef sitjandi forsætisráðherra þekkti söguna og kynni að draga af henni lærdóm vissi hann að það hafa áður verið uppi keimlíkar aðstæður í þjóðfélaginu í stjórnmálalegum skilningi. Eitt sögufrægt dæmi er frá 1958. Þá var Hermann Jónasson forsætisráðherra. Ekki bara sitjandi forsætisráðherra, heldur öflugur og ódeigur forystumaður í íslenskum þjóðmálum um háa herrans tíð. Hann hafði átt í samskiptum við Alþýðusamband sem stóð á sínu, ólíkt því sem nú er þegar menn láta gott heita þótt allir samningar við þá séu sviknir og brotnir. Her- mann þurfti ekki að láta telja stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þingsalnum. Hann vissi að Reykjavíkurbréf 05.11.10 Sitjandi forsætisráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.