SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 35
eitt frægasta lag sveitarinnar, hefst með þeim boðskap Desmond Tutu að heim- urinn sé það sem við gerum úr honum. Pólitíski kaflinn er ágætur nema hvað sleppa má myndum af kynslóðinni sem á að erfa Afríku, þótt gestirnir sem borgi dýrustu miðana styrki málstaðinn. Hugsjónamaðurinn Bono dansar á lín- unni og fer stundum yfir strikið. Breyttir tímar Það var fyrir 16 árum sem mér áskotn- aðist gömul plata með hljómleikum frá Rauðuklettum í Colorado. Platan hét Un- der a Blood Red Sky og var fyrsta tón- leikaskífa U2. Lagið New Year’s Day greip fljótt. Það var ekki aftur snúið. Síðustu útitónleikar hinnar mögnuðu ZOO TV-tónleikaferðar eru teknir upp í sjónvarpinu. Næst liggur leiðin í plötubúð á Laugaveginum þar sem hægt er að panta sjóræningjaupptökur, sem svo voru nefndar, gegn tryggingu, í þessu til- viki í formi ávísunar sem er svo skilað. Diskarnir koma aldrei. Það er ekkert net og ekkert YouTube. Heimurinn hefur breyst mikið og sveitin líka. Þrjú ár líða þar til næsta breiðskífa kemur út. Hún heitir Pop og er fylgt úr hlaði með glysförinni Pop Mart. Margir staldra við við sviðið. Hálfur McDonald’s bogi er reistur upp fyrir framan móður allra flatskerma. Herleg- heitin hefðu líklega sést frá tunglinu. Sveitin er ferjuð á milli sviðs og skarans í rafknúinni sítrónu. Hún bilar í Ósló. Fjórmenningarnir eru innikróaðir og hafa hatursmenn Bonos á orði að lyklarnir hafi því miður fundist. Tónleikaferðalagið er ádeila á neysluhyggjuna en hittir sig sjálft fyrir. Við sveitinni blasa auðar sætaraðir í fyrsta og eina sinn. Stríð og friður Sveitin setur tölvutæknina til hliðar og snýr til baka með mun lágstemmdara tónleikaferðalagi, Elevation-túrnum, sem ætlað er að tengja sveitina við aðdá- endur með persónulegri framkomu. Svo kemur 11. september og stjórnmál eru aftur á allra vörum. Líkt og fall Sovétríkj- anna og sýndarveröld kapalsjónvarpsins settu mark sitt á ZOO TV-túrinn fléttast hin nýja heimsmynd í tónleika sveitar- innar. Það er hérna sem Bono stígur skref í þá átt að verða einn frægasti maður í heimi. Og ekki nóg með það. Hann vill útrýma fátækt og sameina kristna og múslíma í hryðjuverkastríðinu, svona í sameiningu og lofar ekki góðu. Sveitin er í millibilsástandi og er ekki viss um hvert hún eigi að stefna. Þegar hún sneri til baka eftir Rattle and Hum- tímabilið hafði hún tæp tvö ár til að undirbúa Achtung Baby. Nú veit hún ekki í hvorn fótinn hún á að stíga þegar aðeins þrír mánuðir eru í næstu tónleika. Minnst er á The Edge. Hann er í stuttu máli óaðfinnanlegur bæði kvöld. Bassa- leikarinn, Adam Clayton, er eins og hann hafi gleymt lyklunum í hanskahólfinu. Sumt breytist aldrei. Larry Mullen Jr. skilar sínu en án tilþrifa, líkt og áður. Sveitin er í vandræðum með hvernig plötu hún á að gefa út næst og ákveður að sjá hvernig efnið hljómar á tónleikum áð- ur en það er gefið út. Von er á 13. breið- skífunni eftir áramót. Ævintýrið á enda? Öll eru lögin frekar hefðbundin og benda ekki til byltingar. Sveitin þarf hins vegar á endurkomu að halda. Að öðrum kosti verður hlutskipti hennar að lifa á fornri frægð. Bono virðist vera farinn að gera sér grein fyrir þessu. Hann hefur tekið of mikið að sér á síðustu misserum og smurt sig þunnt. Þessi opna myndi ekki duga fyrir lausleg yfirlit yfir umsvif hans, þar með talið í viðskiptum. Ef marka má ný- legt viðtal við ástralska blaðið The Age er hann aftur með báða fætur á jörðinni. Þar viðurkennir hann að sveitin eigi á hættu að skipta ekki lengur máli. Það yrðu tíð- indi á ferli sveitar sem hefur tekist að halda sér á toppnum frá því Joshua Tree gerði hana að hljómsveit heimsins. U2 hefur verið stórsveit frá útkomu War 1983 og er að margra mati síðasta risa- rokksveitin. Staða rokksins hefur breyst í tónlistarlandslaginu. Þessi nýi veruleiki kemur fram í sam- setningu tónleikagesta. Ég er litlu eldri en War en upplifi mig í yngri kantinum. Miðaverðið spilar kannski inn í. Þrír miðar á tónleikana kosta 60.000 krónur. En það er vel þess virði. Ég hef oft velt því fyrir mér hvað skýri langlífi sveitarinnar. Undir lok tón- leikanna í Hannover átta ég mig á því. Ég kem mér eins langt frá sviðinu og kostur er en það er haft eins stórt og kostur er til að skapa nánd við gesti á stórum völlum. Við einn innganginn gleymir gamall öryggisvörður sér og er gagntekinn af því sem fyrir augu ber. Samhugurinn sem myndast er einstakur. Ástríðan er enn til staðar. Og hún er smitandi. framhjáhlaupi. George W. Bush er forseti og á söngvarinn sinn þátt í að telja leið- togann á að beina fé til Afríku. Og þetta gerir Bush þótt Bono hafi markvisst stutt Clinton gegn Bush eldri í kosningunum 1992, með ádeilu á Flóabardaga. Vertigo-túrinn er stærri í sniðum en Elevation-túrinn þótt skífan How to Dismantle an Atomic Bomb seljist ekki jafnvel og forverinn. Sveitin er nú óum- deilt ein stærsta rokksveit sögunnar. Þegar hringleikatúrn- um, eða 360-túrnum, er ýtt úr vör í Barselóna í fyrrasumar þarf sveitin enn á ný að fóta sig í nýju landslagi. Það tekst þó ekki vel. Skífan sem nú er fylgt eftir, No Line on the Horizon, fær víða prýð- isdóma en selst aðeins í 5 milljónum eintaka. Og enginn er smell- urinn í þetta sinn. Það hefur ekki gerst síðan hinum megin við tónleikana við Rauðukletta árið 1983. Vanmat stöðuna Eftir útkomu War sama ár fór í hönd samfelld sigurganga sem lauk með Acht- ung Baby (1991) og Zooropa (1993). Tæp- um tveimur áratugum síðar vanmetur sveitin þær breytingar sem nýir tímar kalla á. Sveitin þurfti á fersku upphafi að halda líkt og þegar einlægni Joshua Tree (1987) og Rattle and Hum (1988) tíma- bilsins vék fyrir kaldhæðni Achtung Baby. Svo þurfti að uppræta húmors- leysið sem stundum hrjáir Bono. Þá komu fréttirnar. Bono átti á hættu að lamast. Þriðja hluta 360-túrsins er slegið á frest þar til næsta sumar. Fjórði hlutinn, Evrópuleggur númer tvö, verður að þriðja hluta í staðinn. Og hugboðið reynist rétt. Áfallið var það besta sem komið gat fyrir Bono – og sveitina. Eins og margir beið ég spenntur eftir tónleik- unum sem sýndir voru beint á YouTube en varð fyrir vonbrigðum. Söngvarinn sem ég fylgdist með í Frankfurt og Hannover var annar maður. Röddin er miklu betri. Ýmislegt í hreyf- ingunum bendir til að hann hafi hugsað um ZOO TV-tímabilið á spítalanum. Sveitin sneri þá aftur með trompi og þarf aftur á því að halda. Nýtt efni af No Line skipar minni sess í dagskránni en í fyrra. Opn- unarlagið þá, Breathe, hefur verið sett á hilluna, líkt og titillagið, No Line on the Horizon, og opnar nýtt spunalag, Return of the Stingray Guitar, nú sýninguna. Annað nýtt lag, Glastonbury, kemur fyrir snemma í dagskránni. Síðar í Evr- ópuleggnum bætast Mercy, North Star og Every Breaking Wave í hópinn. Svo heyrist nýtt lag úr söngleik sem Bono og gítarleikarinn, The Edge, hafa samið í ’ Miðaverðið spilar kannski inn í. Þrír miðar á tónleikana kosta 60.000 krónur. En það er vel þess virði. Sveitin hefur nú þegar ýmist lokið við eða hafið sölu á miðum á annað hundrað tón- leika á 360-hringleikaferðinni. Meðaltekjur af hverjum tónleikum eru um 7 milljónir bandaríkjadala og ætti veltan því þegar að vera um 700 milljónir dala, að viðbættum tekjum af sölu varnings á uppsprengdu verði. Stuttermabolur kostar 4.500 krónur. Er stefnt að 750 milljón dala veltu – eða sem svarar 82 milljörðum króna en til sam- anburðar velti A Bigger Bang, síðasta tón- leikaferð Rolling Stones, 586 milljónum dala á uppreiknuðu gengi dalsins. Má geta þess að andvirði dýrustu miðana rennur til kaupa á eyðnilyfjum í Afríku. Kostuðu þeir allt að 700 evrur eða um 100.000 krónur á Evrópuhlutanum í sumar, að mér sýndist. Mikil pissukeppni fer nú fram á milli rokk- risanna og var sérstaklega tekið fram þegar 360-túrinn var kynntur að hæsta spíran upp úr stálhvelfingunni væri umtalsvert hærri en sviðsmyndin á A Bigger Bang. Geta áhuga- menn um sálarfræði Freuds lesið það sem þeir vilja út úr þessu. Kannski hefur Keith Richards rétt fyrir sér (sjá blaðið fyrir viku). Þurfa Jagger og félagar nú að miða hærra áður en þeir yfirgefa sviðið. Allar tölur sem varða 360-túrinn eru stjarnfræðilegar. Sviðsmyndin vegur 700 tonn og þarf hátt í 200 vöruflutninga- bifreiðar til að flytja stálgrindina og hátalarabúnaðinn á milli staða. Þrjár stál- grindur eru í umferð og kostar reksturinn 750.000 dali, eða um 82 milljónir króna, á degi hverjum. Hundruð manna koma að hverjum tónleikum og með umfangið í huga er jafnvel rætt um að aldrei verði lagt í svo umfangsmikla tónleikaferð framar. En það hefur líka verið sagt áður. Reikna má með um 7 milljón tónleika- gestum en það fyrirkomulag að hafa sviðið á miðjum íþróttavellinum – það er of stórt fyrir íþróttahallir – gerir kleift að selja fleiri miða en þegar sviðið skyggir á annan enda stúkunnar. Til samanburðar seldust 4,6 milljónir miða á Vertigo-túrinn og 5,3 millj- ónir miða á ZOO TV-tónleikaferðalagið sögufræga. Veltan yfir 80 milljarðar króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.