SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 36
36 7. nóvember 2010 L ögregla var kvödd að Plaza-hótelinu í New York að næturlagi fyrir skemmstu vegna há- vaða á einu herbergjanna. Ein- hver illa upplagður aðili hafði gert gestum rúmrusk. Er knúið var dyra blasti kunnuglegt andlit við laganna vörðum – kvik- myndaleikarinn Charlie Sheen. Risið á kappanum var að sögn heldur lágt. Samkvæmt heim- ildum var hann kviknakinn og í annarlegu ástandi. Innan dyra var allt á tjá og tundri. Mesti móðurinn virðist hafa verið runninn af Sheen þegar Svörtu Maríu bar að garði, all- tént gekk vel að tjónka við hann. Lögregla leiddi hann út í róleg- heitum, ójárnaðan. Þegar betur var að gáð fannst líka kona á herberginu. Hún hafði læst sig inni á baði af ótta við að Sheen ynni henni mein. Fyrstu fregnir um atvinnu henn- ar voru meiðandi. Konan vill að það komi skýrt fram að hún er ekki gleðikona, heldur klám- myndaleikkona. Því er hér með til haga haldið. Talsmaður Sheens var ræstur út við fyrsta hanagal – til að slökkva elda. Það tókst svona og svona: „Charlie fékk svona heiftarleg ofnæmisviðbrögð við lyfseðilsskyldum lyfjum.“ Jæja, hugsuðu sumir. Hvenær urðu kókaín og alkóhól lyfseð- ilsskyld? Lái mönnum hver sem vill, trúi þeir ekki skýringum tals- mannsins. Charlie Sheen slóst ungur í gjálífið og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur honum gengið illa að varpa af sér þeim fjötrum. Skaut kærustuna Sheen var baldið ungmenni og var vikið úr miðskóla vegna dræmrar mætingar og afleits ár- angurs í námi. Ekki fór þó að bera á alvar- legum brestum vegna vímefn- anotkunar fyrr en Sheen var orðinn 25 ára. Frægt var þegar hann skaut þáverandi unnustu sína, leikkonuna Kelly Preston, fyrir slysni í handlegginn árið 1990. Holdið greri en sálinni var brugðið og Preston sleit sam- bandinu í kjölfarið. Sneri sér að pastursmeiri manni, John Tra- volta. Sama ár tók fjölskylda Sheens af skarið og kom kappanum í meðferð. Þar var hann í þrjátíu daga og náði prýðilegum bata – um sinn. Takmarkið var að halda sér þurrum í 366 daga og það tókst. Svo kátur var Sheen með þann áfanga að hann sá ástæðu til að fagna. Fór á fyllerí. Eftir það sökk hann hratt niður í fen fíkn- arinnar á ný. Hver óleikurinn rak annan. Sheen var meðal viðskipta- manna sem pútnamamman Heidi Fleiss tilgreindi þegar lög- um var komið yfir starfsemi hennar árið 1995. Eiðsvarinn viðurkenndi hann að hafa varið hálfri sjöttu milljón króna í þjónustu vændiskvenna. Ári síðar kærði Brittany Ash- land, fyrrverandi kærasta Sheens, hann fyrir að leggja á sig hendur. Málið fór alla leið fyrir dóm, þar sem leikarinn fékk eins árs skilorðsbundið fangelsi og veglega sekt. Sama ár var hann handtekinn, grunaður um að beita aðra konu ofbeldi á heimili sínu. Það mál var látið niður falla. Drakk út í eitt Sheen var ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum á þessum árum. Hann var um stundarsakir kvæntur fyrirsætunni Donnu Peel og samband hans við gömlu klámdrottninguna Ginger Lynn fékk veglegt rými í fjölmiðlum. Síðar sló kappinn sér upp með annarri konu úr þeim kreðsum, Heather Hunter. Til að gera langa sögu stutta var Sheen stjórnlaus. „Ég drakk út í eitt,“ rifjaði hann upp síðar. „Hékk á börum til klukkan þrjú eða fjögur á morgnana þegar ég átti að mæta í vinnu klukkan sex. Hvernig gat það gengið? Samt var ég þarna, sjálfur gull- drengurinn, að svipast um eftir En það Sheenarí! Á löngum ferli hefur Charlie Sheen notið velgengni á hvíta tjaldinu og skjánum. Sama verður því miður ekki sagt um einkalíf kappans, sem löngum hefur einkennst af þrælslegri þjónkun við Bakkus. Hvert hneykslið hefur rekið annað hjá karlanganum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Charlie Sheen drakk tvær til þrjár vodkaflöskur á dag þegar hann var upp á sitt „besta“. Kvensamur í leik og starfi. Sheen í hlutverki sínu í gamanþáttunum Two and a Half Men. Portrett af Sheen eftir hirð- ljósmyndara lögreglunnar. Sheen og Denise Richards meðan allt lék í lyndi. Svo fór allt í hönk. Pútnamamman Heidi Fleiss kom Sheen í bobba á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.