SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 38
38 7. nóvember 2010 K ristín ólst upp í Bolungarvík, þar sem íbúar eru um eitt þúsund, en flutti ásamt fjöl- skyldu sinni til borgarinnar Dalian í norðurhluta Kína fyrir áratug, þegar hún var 15 ára. „Það voru töluverð viðbrigði því á hótelinu þar sem við bjuggum fyrst voru starfsmenn fleiri en íbúar Bolungarvíkur!“ segir Kristín við Morgunblaðið. Faðir Kristínar hefur starfað í Kína í tíu ár og hún búið þar af og til á þeim tíma. „Í september á síðasta ári var ég stödd í Peking eftir að hafa eytt sumrinu í að ferðast um landið með vini mínum. Ég var ekki tilbúin að fara heim til Íslands svo ég leitaði að vinnu á netinu, sótti um og það var haft samband við mig strax daginn eftir og ég beðin um að koma til Sichuan-héraðs að kenna krökkum ensku. Þetta er héraðið þar sem jarð- skjálftinn mikli reið yfir árið 2008. Ég hafði aldrei komið þangað svo ég sló til.“ Hún kenndi í borginni Langzhong en er nú búsett í Shenzhen, borg við landa- mæri Hong Kong. Útlendingar bannaðir Hjóltúr Kristínar hófst í borginni Leshan. „Þar er að finna stærstu búdda-styttu í Kína. Hún er 70 metrar á hæð og það tók yfir 900 ár að byggja hana. Kínverjar eiga það til að gera hlutina stórt!“ Þaðan hjólaði hún til Emei sem er vin- sæll ferðamannastaður. „Þar er hægt að klifra hæsta fjallið af fjórum búddafjöll- um sem staðsett eru í Kína. Ég lét nægja að labba niður fjallið, en það tók mig þó allan daginn!“ Kristín segir Kínverja ótrúlega duglega að tröppuleggja fjöll og hæðir og Emei sé þar engin undantekn- ing. „Frá toppi fjallsins niður að bíla- stæðinu eru 40 km, allir tröppulagðir!“ Næsti dagur átti að vera tiltölulega auðveldur, leiðin lá meðfram á í fallegum dal og engin fjöll að fara yfir. „En ég hafði ekki verið lengi á ferðinni þegar ég kem að stóru skilti: Útlendingar bann- aðir! Ég hringdi strax í pabba, sem gegndi starfi leiðsögumanns með hjálp Google kortakerfisins og hann sagði mér að það væri engin önnur leið.“ Ef Kristín ætlaði sér til Yunnan yrði hún sem sagt að gjöra svo vel að fara þarna um. „Ég setti því derið á hjálm- inum niður, tók upp sólgleraugun mín og reyndi að fela eftir bestu getu að á ferðinni væri útlendingur. Ég hjólaði eins hratt og ég gat framhjá vegaeftirlitinu sem sýndi mér enga athygli en þegar ég kom hjólandi inn í borgina beið lög- reglubíll eftir mér og ég var um leið tekin í yfirheyrslu.“ Kristín var spurð spjörunum úr, m.a. hvort hún vissi ekki að útlendingar væru bannaðir þar um slóðir. „Ég sagðist hafa talið að ég mætti hjóla þarna í gegn vegna þess að ég væri með atvinnuleyfi í land- inu.“ Svo var ekki. „Þú ert enn útlend- ingur,“ sagði lögreglan. Lokaspurningin var sú hvort Kristín væri ekki orðin svöng. „Ég svaraði ját- andi og þá var fimm lögregluþjónum fal- ið það verkefni að koma hjólinu mínu fyrir í bílnum og svo var farið með mig í næsta bakarí. Eftir það var ég keyrð að borgarmörkunum og vinsamlegast beðin um að koma aldrei aftur til Jinkouhe!“ Allt er gott sem endar vel. „Ég komst ekki eins langt og ég ætlaði mér þennan dag vegna þess hversu lengi ég tafðist á lögreglustöðinni. Ég endaði á því að finna mér gistingu í litlum bæ; herbergi fyrir ofan bílaverkstæði, eig- andinn var kona sem okraði á mér og ætlaði svo að rukka mig fyrir afnot af handklæði en þegar ég hló að henni og neitaði hló hún á móti og bauð mér í mat. Eldaði fjóra rétti og tók ekki krónu fyrir!“ Hvarvetna þar sem Kristín hjólaði standa yfir byggingarframkvæmdir og alls staðar virðast vegir malbikaðir. „Fá- tæktin er þó víða og mér þótti hún sér- staklega áberandi í Shirnian, næsta áfangastað. Þar endaði ég sem heið- ursgestur í brúðkaupsveislu sem var haldin á veitingastaðnum þar sem ég borðaði kvöldmat. Ég var fengin til að halda ræðu fyrir brúðhjónin og skála fyrir þeim langlífi, hamingju og því sem Kínverjum þykir mest um vert, fjár- hagslegri velgengni.“ Næst gisti Kristín í litlum bæ þar sem ekki var hótel, en það kom ekki að sök. Í göngutúr gekk hún fram á fjölskyldu sem var að verka heilt svín fyrir utan húsið og bauð henni inn þar sem um tuttugu manns sátu í sama herberginu og ornuðu sér við eldstæði. „Þetta var ein stór fjölskylda, frænkur, frændur og systkinabörn af Yi minnihlutahópnum og flestir heima vegna áramótanna. Eldri krakkarnir eyða flestir skólaárinu í ná- Kristín Ketilsdóttir sem býr í Kína fór í hjóltúr um síðustu áramót þar í landi, óvenjulangan reyndar; um 1300 frá km Leshan í Sichuan til Dali í Yunnan. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ævintýri á hjólaför Við sveitaveginn sem Kristín nefnir og var úr alfaraleið.Elsta fólkið og krakkarnir voru látin passa allra yngstu börnin; fullorðna fólkið fékk ekki frí á akrinum þótt það væru áramót. Það var mjög auðvelt að sjá samheldnina sem ríkti á þessum stað, segir Kristín. Lugu vatn. Vatnið kallast Móður vatn og stærsta fjallið sem stendur við vatnið kallast Móður fjall, sem er viðeigandi fyrir þetta kvennaveldi, segir Kristín Ketilsdóttir um Lugu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.