SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 39
7. nóvember 2010 39 Kristín með systkinum sem buðu henna að taka þátt í hátíðahöldum fjölskyldunna í tilefni nýársins. Heimili í Lugu eru skreytt í óteljandi litum og á veggjunum hanga plaköt af Búdda, Mao og öðrum leiðtogum Flokksins, dýrum eða landslagsmyndir. KÍNA 1.300 km á hjóli Leshan Ebian Hanyuan Shirnian Mianning Xichang Yanyuan Lugu Ninglixiang Lijiang Eryuan Dali Degen Chuxiong Kunming Qujing Zhaotong Panzhihua Tuowuxiang Aluo Baozi lægum borgum og koma aldrei heim nema í löngum fríum.“ Í Kína eru 56 þjóðarbrot en langflestir landsmanna eru Han, rúm 93%. „Þeir sem tilheyra minnihlutahópum fá að eignast fleiri börn en eitt, og í þessari fjölskyldu voru foreldrar með þrjá krakka,“ segir Kristín, en alla jafna mega kínverskir foreldrar aðeins eiga eitt barn. „Það sem einkennir yfirleitt Yi eru samrýmdar fjölskyldur og það var mjög auðvelt að sjá það á þessum hóp. Fjöl- skyldan mín heima á Íslandi er stór og samrýmd og mér fannst það frábært að vera komin inn á þetta heimili í miðju Kína, en líða eins og ég væri komin heim.“ Seinna um kvöldið var matur borinn fram. „Allir fengu hrísgrjónaskál og prjóna og svo voru föt borin fram af ný- soðnu svínakjöti. Vegna þess að ég var gestur fékk ég sparibita en ákvað að spyrja ekki hvaða partur af svíninu það var! Kínverjar borða nefnilega allt! Ég hef lært af reynslunni að stundum er betra að vita ekki.“ Húsmóðirin tók ekki annað í mál en Kristín gisti. „Eftir kvöldmatinn fóru allir inn í tveggja hæða hús við hliðina þar sem horft var á sjónvarpið og spilað Mahjong langt frameftir. Mér var hálf- brugðið því ég hélt að þetta væri bláfá- tæk fjölskylda og hafði reiknað með að sofa á gólfinu. Reyndar var ekkert bað- herbergi eða klósett, svo ég var send yfir til frændans í næsta húsi til að taka mig til fyrir háttinn.“ Mætti engum allan daginn Að loknum morgunverði daginn eftir söfnuðust konurnar í fjölskyldunni sam- an og dönsuðu við þjóðlega tónlist. „Þær buðu mér að vera með sem ég gerði og það var reglulega skemmtileg leið til að byrja daginn.“ Eftir að hafa skoðað kortakerfi Google ítarlega fann faðir Kristínar skemmti- legan 20 km útúrdúr, sveitaveg, þannig að ferðin til næstu borgar varð 120 km. „Á leiðinni hjólaði ég framhjá skrautlega klæddu fólki, en það kom mér á óvart hvað allir voru afslappaðir. Sumir lágu sofandi á götunni, aðrir sátu hlæjandi að spjalli í stórum hópum, leikandi við krakkana sína eða barnabörnin.“ Sveitavegurinn sem Ketill benti Krist- ínu á var seinfarinn og hún mætti eng- um bíl allan daginn. „Um áttaleytið var mér ekki farið að lítast á blikuna. Það var orðið stjörnubjart og ég ekki enn farin að sjá nein hús. Ég horfði í kring- um mig og hugleiddi hvort ég ætti að sofa undir berum himni, en ákvað að gera það ekki því ég var ekki nógu vel klædd, og kínverskur vinur minn hafði líka varað mig við snákum!“ Að lokum sá hún móta fyrir húsi. Inn- andyra heyrðist í fólki svo hún bankaði upp á fátæklegar dyr úr trjágreinum. „Þegar dyrnar opnuðust tók reykmökk- ur á móti mér. Ég veit ekki hvoru okkar var meira brugðið, mér að sjá ungan mann standa í dyrunum á húsi sem var bókstaflega á kafi í reyk, eða honum, að sjá útlending í fyrsta skiptið og það hvíta risavaxna stelpu í hjólagalla með hjálm. Þegar mér loksins tókst að tala heilsaði ég honum og spurði hvort hann vissi hvað væri langt í næsta bæ. Hann svar- aði að það væri mjög langt. Ég spurði hvort hann vissi hvort það væri gisti- heimili i nágrenninu.“ Hann var ekki lengi að svara: Nei. „Ég spurði hvort hann vissi hvar ég gæti eytt nóttinni. Hann horfði á mig og horfði svo inn í húsið, opnaði að lokum dyrnar upp á gátt og sagði að ég gæti gist hjá sér. Ég var himinsæl.“ Þetta var lítið hús; stofa, svefn- herbergi og eldhús. Það voru engir gluggar fyrir utan einn í eldhúsinu sem var lokaður, þannig að reykurinn frá eldstæðinu fyllti hvern einasta fermetra. Í húsinu var ekkert baðherbergi og fólk- ið virtist lítið fyrir það að þvo sér...“ Eftir kvöldmat var Kristínu vísað til rekkju í eldhúsinu. „Þegar ég lá í stein- steyptu rúminu heyrði ég hvar fólkið lá saman í svefnherberginu, hló og hlustaði á tónlist úr síma pabbans. Það var nota- legt að sofna við það eftir langan dag.“ Í bítið næsta morgun vaknaði Kristín við hanagal. „Ég var viss um að haninn væri við hliðina á mér því hávaðinn var svo mikill. Ég staulaðist á fætur og var nærri því búin að stíga á lítinn kjúkling í leiðinni, en þeir voru nokkrir hlaupandi um eldhúsgólfið.“ Henni var að sjálfsögðu boðinn morg- unverður með fjölskyldunni. „Á meðan pabbinn tók til hrísgrjón, egg, grænmeti og tófu, grillaði mamman handa mér kartöflur á eldstæðinu og krakkarnir sátu og horfðu á barnaefnið í sjónvarp- inu. Útidyrnar voru opnar svo haninn og kjúklingarnir voru labbandi inn og út. Ekki er erfitt að ímynda sér hvers vegna fuglaflensan var jafn skæð og raun ber vitni í landinu.“ Tilboð aldarinnar! Kristín staldraði við í borginni Xi-Chang Fjölskyldan sem bauð Kristínu gistingu þegar hún hræddist snákana. Oft á brattann að sækja M.y.s 4.000 3.000 2.000 1.000 0 0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1.000 1.100 1.200 Kílómetrar

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.