SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 40
40 7. nóvember 2010 vegna þess að gírarnir á hjólinu hennar biluðu en komst í samband við strák sem kippti því í liðinn. „Daginn eftir fór hann með mig í útsýnistúr um borgina og eftir frábæran dag ákváðum við að hittast snemma morguninn eftir til að borða morgunmat saman,“ segir hún. Hún mætti klukkan 7 en drengurinn var hvergi sjáanlegur. „Ég var klædd í einu fötin sem ég hafði með mér, hjóla- gallann og með hjálminn. Sat á gang- stéttinni í góða stund en rölti svo aftur upp á hótel. Fljótlega tók ég eftir því að lögreglumaður, sem hafði gefið sig á tal við mig þar sem ég beið, veitti mér eft- irför. Fyrir framan hótelið mitt var ég stoppuð og þurfti að svara alls konar spurningum – á kínversku – sem ég gerði eftir bestu getu. Í gegnum tíðina hefur það reynst mér auðveldast að kinka kolli, þykjast skilja það sem sagt er og vera vingjarnleg. Þegar maðurinn spurði mig hvort ég væri ein svaraði ég játandi og þegar hann spurði mig að einhverju sem ég skildi ekki brosti ég til hans.“ Næst spurði hann Kristínu hvort hún gisti á þessu hóteli og hvað nóttin kost- aði. „Ég svaraði 60 rmb, sem eru rétt rúmar þúsund krónur íslenskar. Hann elti mig því næst inn og það fyrsta sem kom upp í hugann var að hann hlyti að vilja sjá vegabréfið mitt eins og vaninn hafði verið. Þegar komið er upp á her- bergi lokar hann dyrunum eftir okkur, læsir og setur hengilás fyrir! Hjartað byrjaði að slá á milljón og ég réðst á dyrnar, opnaði þær og henti honum út! Hann hafði þá haldið að ég væri vænd- iskona – og taldi sig örugglega vera fá til- boð aldarinnar!“ Eftir þetta ævintýri var Kristín ekki lengi að yfirgefa borgina. „Dagarnir voru miserfiðir. Einn sá erf- iðasti var þegar ég hjólaði til borgar sem heitir YanYuan. Ég man eftir að hafa hringt í pabba og spurt hvað væri eig- inlega í gangi því brekkan virtist enda- laus. Ég var átta klukkustundir að hjóla hana og á leiðinni voru hvergi neinar sjoppur til að kaupa vatn að drekka eða eitthvað að borða. Þegar ég kom upp var þar veitingastaður sem ég gekk inn á og ég hálfdatt í stólinn, gjörsamlega mátt- laus af þreytu. Eftir að hafa borðað ákvað ég að það væri best að halda áfram með- an enn væri bjart úti. Við tók skemmti- legasti kaflinn í ferðinni; 30 km brekka niður í móti. Ég var á 62 km hraða á tímabili og nánast ein á veginum allan tímann. Ég fæ enn fiðring í magann þeg- ar ég hugsa um þessar 40 mínútur sem það tók mig að fara niður brekkuna. Þær voru allra klukkustundanna virði sem það tók að fara upp.“ Staðurinn sem hún kvaðst spenntust fyrir að heimsækja í ferðinni var án efa Lugu, og hann stóðst væntingar. „Lugu er vatn sem liggur á landamærum Sichu- an og Yunnan héraðs og fólkið sem býr þar tilheyrir Mosuo, litlu þjóðarbroti. Þetta er mæðraveldi þar sem konur gegna mikilvægasta hlutverkinu. Í tungumáli þeirra eru ekki til orð yfir hjónaband og föður vegna þess að þarna tíðkast opin hjónabönd þar sem menn- irnir heimsækja konurnar á kvöldin og fara heim þegar tekur að birta. Þeir búa aldrei á sama heimili og þær. Konan tek- ur ákvörðun um hverjum hún leyfir að gista hjá sér og þeir geta verið jafn margir og hún kýs. Ég taldi þetta þjóðsögu, en eftir að hafa talað við fólkið og fengið bank á dyrnar þar sem ég gisti komst ég að því að svo er ekki.“ Þau börn sem eru getin við þessar heimsóknir búa í öllum tilfellum hjá móðurinni, segir Kristín. „Enginn faðir er á heimilinu, sem útskýrir af hverju orðið vantar. Dæmi eru um að börnin viti ’ Vegna þess að ég var gestur fékk ég sparibita en ákvað að spyrja ekki hvaða partur af svíninu það var! Kínverjar borða nefnilega allt! Ég hef lært af reynslunni að stundum er betra að vita ekki. Í Yunnan héraði, á leið til Lijiang. Ótrúlegt en satt; það var mjög skemmtilegt að hjóla þarna upp. Gömul kona í Miannian tekur til morgunverð handa Kristínu. Te Conozco, Bacalao, Aunque vengas desfrazao. (Ég þekki þig, þorskur, hvar sem þú læðist, jafnvel þótt þú dulargervi klæðist.) Kúbverskt spakmæli. Þ að er engin spurning hér í norðurhöfum að við lítum á þorskinn sem einn mikilvæg- asta fisk sem við veiðum, það sjáum við t.d. á því að allur kvóti er miðaður út frá þorskígildum. Þegar ég var strákur var oft talað niður til þorsksins og flestir borðuðu ýsu, sennilega hefur þessu verið haldið að okkur þar sem meiri peningar fengust fyrir þorsk en ýsu erlendis. Það er samt alveg staðreynd að þorskurinn er og verður stórmerkilegur og partur af sjálfstæði Íslands og við erum áþreif- anlega minnt á hversu mikilvægur hann er í íslensku hagkerfi um þessar mundir. Mark Kurlansky, höfundur bókarinnar Ævisaga þorsksins, full- yrðir að þorskurinn hafi breytt heim- inum. Til dæmis gerði föstuhald kaþ- ólsku kirkjunnar hann að eftirsóttri markaðsvöru og fiskveiðar að atvinnu- grein. Upphaf breska heimsveldisins má rekja til þorsksins. Fyrir mig sem matreiðslumann og áhugamann um íslenska, norræna og matreiðslu yfirleitt væri erfitt og ein- manalegt í eldhúsinu án þorsks. Flestir Íslendingar þekkja hann saltaðan, soð- inn, raspaðan, steiktan í hveiti eða jafnvel djúpsteiktan á breska vísu en hér á eftir kemur skemmtileg uppskrift undir áhrifum frá Leu Linster í Lúx- emborg. „Það fallegasta við þorskinn er að sjá holdflögurnar losna hverja frá annarri í hvítum laufum.“ Aain Senderens Ég þekki þig, þorskur Þorskurinn er partur af sjálfstæði Íslands. Matarþankar Friðrik V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.