SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 41
7. nóvember 2010 41 K Konstantin Guntrum er ekki vongóður um uppskeru árs- ins 2010 í Rheinhessen, að minnsta kosti hvað magnið varðar. Sumarið hefur verið vætusamt og erfitt fyrir þýska vínbændur, svalur júní og ágústmánuður einhver sá vætu- samasti frá því mælingar hófust. Mikið af berjunum á runnunum á ekrunum eru hreinlega farnar að rotna. Þetta er engin eðalmygla líkt, Edelfaule á þýsku og Botrytis á latínu, líkt og sú sem vín- bændur á þessum slóðum sækjast svo eftir. Þetta er venjuleg mygla og margir – allt of margir – af berjaklösunum sem við skoðum á rölti um ekrurnar ásamt hópi ferðalanga frá Moggaklúbbnum, eru vart nýtanlegir til víngerðar. Líkt og margir aðrir vínbændur í Þýskalandi þarf Guntrum því að horfa upp á að stór hluti uppskerunnar fari forgörðum. Þar með er þó ekki sagt að vínin verði slæm. Þeir bændur sem flokka þrúgur sínar vel og nýta einungis þær sem standa undir kröfum munu framleiða mjög góð vín. Það er þó ljóst að það stefnir í einhverja minnstu uppskeru í magni talið um árabil, allt að fjórðungi minni en í meðalári. Rheinhessen er mikilvægasta víngerðarsvæði Þýskalands. Vínræktarsvæðið teygir sig yfir svæðið á hæðunum við Rín á milli borganna Mainz og Worms, alls er vín ræktaðar á rúmlega 26 þúsund hektörum. Þarna er framleitt mikið af drasli, flest Liebfraumilch-vín Þýskalands koma af þessu svæði, en einnig af- bragðs vín. Aðstæður til vínræktar í Rheinhessen eru hvað bestar í kringum þorpin Nier- stein og Oppenheim. Þetta eru lítil þorp, íbúar telja um sjö þúsund manns í hvoru, og er vínrækt megin atvinnugreinin. Bestu ekrurnar eins og Rote Hang, Oelberg og Sackträger er að finna í hlíð- unum er snúa beint í suður. Úrkoma hefur minnkað verulega og sést það greini- lega á Rín en yfirborð hennar er nú rúmum tveimur metrum fyrir neðan það sem það var fyrir 10-20 árum og ekki er lengur sama hættan á flóðum í vínkjöll- urum Guntrum-fjölskyldunnar. Þegar úrkoman minnkar verður vatnið dýrmætara ólíkt því sem áður var. Bröttustu brekkurnar sem halda illa vatni skiluðu umframvatni frá sér hér áður fyrr þegar úrkoma var meiri en nú er vandinn sá að þær ná ekki að halda nægu vatni í jarðveginum fyrir plönturnar. Það eru því aðrar ekrur, þar sem hallinn er minni, sem eru farnar að blómstra. Konstantin Guntrum hefur sett fram forvitnilega hugmynd, nefnilega þá að setja upp manngert uppistöðulón fyrir ofan hlíðarnar. Lengi vel töldu menn hann skrýtinn, nú eru fleiri farni að hlusta. Guntrum-fjölskyldum hefur starfað óslitið að vínrækt allt frá miðöldum þótt það hafi ekki verið fyrr en á nítjándu öld sem hún settist endanlega að í bænum Nierstein. Fyrir nokkrum árum tók Konstantin Guntrum við stjórn fyrirtækisins úr hendi föður síns Louis Guntrum og er ellefta kynslóð Guntrum-fjölskyld- unnar þar með komin við stjórnvölinn. Höfuðstöðvar fyrirtækisins er að finna í fallegu húsi við bakka Rínar sem á sér þó nokkra sögu. Undir húsinu teygja sig vínkjallarar Guntrum-fjölskyldunnar eina sex hundruð metra, sem þykir kannski ekki mikið í héruðum á borð við Champagne, en er æði stór kjallari í Þýskalandi. Elsti hluti kjallarans var áður hluti af umfangsmiklu gangnakerfi er lá á mið- öldum frá kastalanum í Oppenheim yfir að varðturni í Nierstein. Þetta var mikið átakasvæði á miðöldum og kom oft fyrir að hersveitir sátu um bæinn Oppen- heim. Það var því mikilvægt fyrir bæjarbúa að hafa göng út úr þorpinu er lágu niður að Rín, t.d. ef menn þurftu að yfirgefa þorpið í flýti. Þorpin sluppu hins vegar við eyðileggingu í seinni heimsstyrjöldinni. Það voru bryndeildir Pattons sem hertóku Nierstein og höfðu þar viðvöl í nokkra daga áð- ur en þær héldu yfir Rín í áttina að Frankfurt. Kom Patton sér upp skrifstofu í húsi Guntrum-fjölskyldunnar á meðan hann dvaldi í Nierstein og þar sem nú standa víngerjunartankar stóðu eitt sinn skriðdrekar í röðum þar sem hlaðið fyrir utan var notað til viðgerða og viðhalds. Daginn sem við komum var það hins vegar hvorki hvíti, bandaríski né þýski fáninn sem blakti í Nierstein heldur sá íslenski. Næst. Empordá, vín fyrir Spánarkonung Louis Guntrum Oppenheimer Sackträger Spätlese 2006 er afbragðs dæmi um góðan, þýskan Riesling. Þetta er ávaxtamikið vín, sem í bland við ferskan sítr- us-ávöxtinn er farið að sýna dýpt og byrjandi þroska með þeim steinefna- og ólíukeim sem einkennir góð Rieslingvín. Þurrt en með ögn meiri sætu en frönsk vín og mikla þykkt og lengd. Riesling á slóðum Pattons Vín 101 þrítugasti og annar hluti Steingrímur Sigurgeirsson Konstantin Guntrum er ellefta kynslóð Guntrum-fjölskyldunnar. ekki hver hann er og engir fordómar eru um það eins og almennt er annarsstaðar. Einu karlmennirnir sem krakkarnir alast upp með eru annaðhvort bræður mæðra þeirra eða þeirra eigin. Allar konur vilja eignast stelpur, því öðruvísi eignast þær enga afkomendur. Lugu er í 2600 metra hæð yfir sjáv- armáli og ljósmengun nánast engin. Tvö kvöld í röð lá Kristín í grasinu og starði upp í stjörnum þakinn himininn en hélt síðan áfram för. Góðir dagar með Namu Daginn eftir hjólaði hún framhjá skilti sem á stóð Höllin hennar Namu. „Ég var forvitin svo ég beygði inn afleggjarann og kannaði málið. Þessi höll var þá safn en um leið hótel og aðstaða fyrir listamenn, rekið af frægri söng- og sjónvarpskonu sem heitir Namu. Hún er frá Lugu og hefur gert mikið til að kynna svæðið í fjölmiðlum. Fyrir tilviljun var hún stödd þarna, ég spjallaði heillengi við hana og fólk sem var með henni. Eftir góða stund sögðust þau vera á leið í kvöldmat til mömmu Namu og buðu mér að koma með! Ég gæti verið aðra nótt og gist hjá bróður hennar.“ Kristín þáði boðið. „Það er mjög skemmtilegur siður hjá Mosuo fólki að þegar skálað er við fólk þá syngur maður fyrir það. Engu máli skipt- ir hvort viðkomandi er algjörlega laglaus eins og í mínu tilfelli; það þarf að standa upp og syngja af innlifun, og svo er drukkið í botn. Ég hélt að undantekning yrði gerð með mig, en ég var beðin um að syngja íslenska þjóðsönginn! Ég gerði það eins vel og ég gat og skálaði svo í botn í heimabrugguðu víninu.“ Kristín kveðst hafa kynnst mörgum á þessum stað og gist nokkrar nætur til viðbótar. „Fólkið var afskaplega vin- gjarnlegt og ég fékk að fara með Namu og fylgdarliði hennar út um allt. Við böð- uðum okkur í heitri laug þar sem allir syntu naktir, heimsóttum Búddahof, fór- um í heimsóknir í sveitirnar og á kvöldin borðuðum við saman með stórfjölskyld- unni. Þegar ég að lokum yfirgaf Lugu gerði ég það með trega en framundan voru þó mjög skemmtilegir hjóladagar.“ Hún segir mikla fátækt þarna uppi í fjöllunum, „og á nokkrum stöðum sátu mæður við veginn ásamt börnum sínum og seldu epli og aðra ávexti, sem allir voru uppþornaðir og vægast sagt ólyst- ugir. Ég keypti samt reglulega poka og gaf þá svo til baka, þótt ég væri svöng ...“ Þegar annað dekkið á hjóli Kristínar sprakk síðla kvölds gerði hún við það í vegarkantinum. Þar komu að tvíbura- systkin um tvítugt sem buðu henni til kvöldverðar og síðan gistingu, sem hún þáði hvort tveggja. Stemningin var held- ur undarleg um kvöldið. „Þau fóru að skoða dótið mitt og tvíburasystirin spurði hvort hún mætti eiga myndavél- ina mín. Ég svaraði því neitandi, frekar vandræðalega, og aftur þegar hún spurði hvort hún mætti þá eiga Ipodinn minn. Að lokum spurði hún um símann. Ég sagði nei og spurði hvort ég gæti fengið að fara að sofa.“ Klukkan hálf fimm um nóttina vaknaði Kristín við það að einhver átti við dyrnar á herberginu. „Ég lá í rúminu grafkyrr og hreyfði mig ekki, en var með galopin augun. Inn labbar einhver vafinn inn í sæng og settist á autt rúm í herberginu. Ég var sannfærð um að nú væri systirin mætt til að ræna mig. Það leið korter þangað til viðkomandi reis á fætur og gekk í áttina til mín og horfði síðan á mig þannig að andlitið var ekki nema örfáum sentrimetrum frá mér. Ég þóttist rumska og spurði hver væri þar á ferð.“ Þetta var bróðirinn, sem kastaði af sér sænginni og lagðist kviknakinn upp í rúm til gestsins. „Ég öskraði á hann og spurði hvað væri í gangi. Ég elska þig! svaraði hann þá en ég sparkaði, lamdi og öskraði; sagði honum að hann elskaði mig ekki og ég vildi að hann færi. Þá spurði hann voða einlægur og rólegur: Af hverju? Þetta er eitt það undarlegasta sem ég hef lent í.“ Engin hetja í lokin... Kristín lét sig hverfa um morguninn eftir að hafa þakkað móðurinni fyrir sig. „Að koma í túristaborgina Lijiang var ótrúlegur léttir eftir allt það sem hafði gerst. Ég gisti þar í nokkrar nætur en lagði svo af stað til Dali. Í fyrsta skipti tókst mér þá að villast og endaði í sveita- borg á milli Lijiang og Dali. Þar borðaði ég eitthvað sem ég hefði betur sleppt og þegar ég vaknaði daginn eftir var ég fár- veik og ekki með réttu ráði...“ Viðburðarík og eftirminnileg tveggja vikna ferð var að baki. Kristín hjólaði m.a. í tveimur fjallahéruðum og oft var því á brattann að sækja og hækkunin samtals 35 km. Faðir Kristínar ráðlagði henni að taka rútu en henni fannst einfaldara að hjóla því hún var viss um að erfitt yrði að koma hjólinu fyrir í rútunni. „Ég var þó ekki komin nema 20 kílómetra þegar ég lagðist grátandi út í vegarkant og húkk- aði mér svo far. Fyrsta rútan sem keyrði framhjá stoppaði, og hjólinu var komið fyrir upp á þaki á innan við mínútu.“ Þar sem öll sæti voru frátekin neyddist Kristín til að sitja á gólfinu til Dali. „Svona endar það, sem átti að vera hetjusaga“ segir hún. 2 vænir þorskhnakkar, bein- og roðlausir 4-5 stórar bökunarkartöflur 2 msk söxuð steinselja 2 msk saxað blóðberg 1 bolli gróft brauðrasp salt og pipar olía til steikingar Rífið kartöflurnar niður í fína strimla á rifjárni. Kreistið saf- ann vel af og skiptið í tvo hluta. Steikið annan helminginn á vel heitri pönnu í mikilli olíu þannig að úr verði gullin þykk pönnukaka, en í stað þess að snúa kökunni er hún tekin af pönnunni og sett á gott, rakadrægt viskastykki. Steikta hliðin á að snúa niður. Stráið kryddjurtunum yfir kartöflukökuna. Kryddið annan þorskhnakkann með salti og pipar og veltið upp úr raspinu. Komið honum fyrir á miðri kartöflukökunni sem þið rúllið síð- an utan um fiskinn með viskastykkinu þannig að öll umfram- olían fari í það. Beitið síðan sömu aðferðum á þann helming kartaflnanna sem geymdur var og hinn þorskhnakkann. Komið þessu næst báðum rúllunum fyrir á ofnfati og bakið í ofni í 10 mínútur við 160 gráður. Takið út og látið standa í stutta stund. Skerið þá rúllurnar í hæfilega þykkar sneiðar og berið fram með ferskum tómötum og salati. Þorskhnakkar í kartöfluhjúpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.