SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 42

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 42
42 7. nóvember 2010 H ljómleikarnir verða í Há- skólabíói 11., 12. (Borg- arljósin) og 13. nóvember (tvær barnasýningar á Hundalífi (A Dog’s Life) og Iðjuleysingj- unum (The Idle Class), við undirleik Sin- fóníunnar undir stjórn Franks Strobel. Kvikmyndatónleikar sem þessir hafa verið næsta árviss liður í starfsemi hljómsveitarinnar og hafa sannarlega lífgað upp á kvikmyndaumhverfið. Allir einkar minnisstæðir, má geta í því sam- bandi flutnings á tónlist bandaríska tón- skáldsins Richards Einhor við Píslarsögu Jóhönnu af Örk (La Passion de Jeanne d́Arc) (́28), við meistaraverk Carls Theo- dors Dreyers og sýningar á kvikmynd- inni Sirkusinn eftir Charles Chaplin, en sá viðburður var á dagskrá Kvikmynda- safnsins og hljómsveitarinnar í kringum aldamótin. Þá stjórnaði Strobel þeim minnisstæðustu þar sem Borgarljósin lýstu upp tjaldið, líkt og nú. Ef minnið bregst ekki voru það fyrstu kvikmynda- tónleikarnir (þá í samstarfi við Kvik- myndasafn Íslands). Það er og vel til fundið að endurtaka þá nú þar sem þeir marka þáttaskil í sögu þessa ágætu tón- leika því þeir verða þeir síðustu sem fara fram í upprunalegu umhverfi bíósalar. Sem kunnugt er flytur Sinfónían starf- semi sína úr Háskólabíói í tónlistarhöll- ina Hörpu að sumri. Stjórnandinn Frank Strobel er einn helsti sérfræðingur heims á sviði kvik- myndatónlistar og þaulkunnugur kvik- myndum Chaplins og ferðast um heim- inn til að stjórna þeim með sinfónískum undirleik. Hann hefur m.a. komið áður við sögu kvikmyndatónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Chaplin-bíótónleikar 11.11. 2010 kl. 20:00 og 12.11. 2010 kl. 20:00 í Háskólabíó. Strobel og Sinfóníuhljómsveitin göldr- uðu fram ósvikið kraftaverk þegar klass- íkin Borgarljósin var sýnd á sínum tíma. Tónlistin, undir stjórn Þjóðverjans Stro- bels, sem þekkir hvern ramma og stef í verkinu, hefur þau áhrif að upplifunin verður enn magnaðri og gjörsamlega ógleymanlega stund. Áhorfandinn upplifir þessa rómuðu kvikmyndaperlu í fullkomlega nýju ljósi. Borgarljósin – City Lights (’31), er ásamt The Immigrant (1917), The Gold Rush (1925), Modern Times (1936) og The Great Dictator (1940), eitt af stórvirkjum hins afkastamikla Charles Chaplin. Í myndinni er Chaplin í þekktasta sköp- unarverki sínu – hlutverki litla flækings- ins, sem enn er í fullu fjöri árið 1931. Undir oftast gamansömu yfirborðinu er Borgarljós að líkindum hans dramatísk- asta verk og í því að finna eitt af mögn- uðustu augnablikum kvikmyndasög- unnar þegar ástin hans fær sjónina. Litli flækingurinn verður ástfanginn af und- urfríðri en blindri blómasölustúlku.sem telur hann vera vellauðugan hertoga. Þegar hann fréttir af því að uppskurður geti fært henni sjónina aftur gerir hann allt sem hann getur til að afla fjárins. Þessi ásetningur hans hefur margs konar ævintýri í för með sér, auk þess sem út- koman er önnur en sú sem flækingurinn hafði séð fyrir. Að venju er Chaplin allt í öllu, leikstjóri, handritshöfundur og tónskáld, auk þess sem hann fer með aðalhlutverkið. Barnabíó með Chaplin Charles Chaplin: Hundalíf (A Dog’s Life) Charles Chaplin: Iðjuleysingjarnir (The Idle Class) Laugardagur, 13. nóvember 2010, kl. 14.00. Háskólabíó – Tvöbíó með Chaplin og sama dag, kl. 17.00 í Há- skólabíói – Fimmbíó með Chaplin. Ungir sem aldnir hafa jafngaman af verkum Chaplins og þegar þau voru frumsýnd á fyrri hluta síðustu aldar. Þessar sérstöku barnasýningar bjóða upp á Hundalíf – A Dog’s Life (’18), sem er röskur hálftími að lengd og segir af hundinum Scraps sem hjálpar litla flæk- ingnum og söngkonunni vinkonu hans að ná áttum í varasamri stórborginni. Með aðalhlutverkin fara Chaplin, Edna Purviance Dave Anderson Í Iðjuleysingj- unum – The Idle Class (’31), er litli flæk- ingurinn í ógleymanlegum ævintýrum á golfvellinum. Hann lendir m.a. í mjög snúinni flækju þegar kona auðkýfings villist á Chaplin og eiginmanni sínum. Chaplin, Purviance og Mark Swain fara með aðalhlutverkin í þessari bráðfyndnu mynd sem er um hálftími að lengd. Sinfónían og Borgar- ljósin lýsa upp tjaldið Í vikunni býður Sinfóníuhljómsveitin upp á kvikmyndatónleika og hefur valið verk eftir meistara Chaplin. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Stórmyndasmiðurinn Roland Emmerich er einkar fær við að kljást við innrásir utan úr geimnum, sú nýjasta er í uppsiglingu og kostar aðeins smá- muni. Það eru ánægjulegar fréttir að Emmerich er að hefja störf við efnivið sem honum gengur manna best að kljást við af leikstjórum dagsins. Það sannaði hann eftirminnilega með Independence Day fyrir einum 14 árum. Síðan hefur hann eink- um verið viðriðinn mislukkuð verk, að und- anskildum The Day After Tomorrow og 2012, sem báðar voru líflegar framtíðarsýnir Enn á ný er Emmerich kominn í innrásarhug, verkefnið nefnist The Zone, og mun vera af ættum Cloverfield, því ólíkt fyrri vísindaskáldsögulegum myndum leikstjórans mun hún kosta skyn- samlega fjárupphæð. Ódýrar vs-myndir eru jafn- gamlar kvikmyndasögunni (Skyline er sú nýjasta, væntanleg síðar í mánuðinum), en að sjá Emm- erich vinna fyrir vasapeninga, miðað við hans fyrri stórmyndir, er ærið forvitnilegt. Það velta margir vöngum yfir stefnubreytingu eyðsluklóarinnar Emmerich, hvers vegna í ósköpunum hann lætur sig hafa það að gera mynd sem kostar um tíunda hluta flestra þekktustu verka hans til þessa. Sumir telja ástæðuna þá að Emmerich er kunnur fyrir slægð sem kaupsýslu- maður sem veit hvað almenningur vill og beitir öllum tiltækum brögðum við að koma verkum sínum á framfæri, jafnvel þó hann taki áhættu hvað varðar lofsamlega gagnrýni. Þú verður að vera klókur til að komast áfram í kvikmynda- heiminum og vita í hvaða átt straumurinn liggur. Hvað snertir Cloverfield og Paranormal Acti- vity, voru þær báðar af ódýrum B-myndastofni, en rökuðu saman fé, slíkar myndir eru að komast aftur í tísku. Alltént þyrptist fólk á þær og skeytir ekki um lágan framleiðslukostnaðinn. Emmerich hefur sýnt að hann á létt með að veita verkum sínum ósvikið „stórmyndayfirbragð“ þó fjár- magnið sé takmarkað (Stargate.) E.t.v. langar Emmerich að víkja út af kassa- stykkja-brautinni og ögra sjálfum sér sem kvik- myndagerðarmaður? Nýjasta myndin hans, Ano- nymous, er einnig umtalsverð þverbeygja frá fyrri verkum, en hún er pólitísk spennumynd um áhrif Shakespeares á tímum Elísabetar I. Þá er hugs- anlegt að hann glími við smápeningana til að öðl- ast frelsi til sjálfskönnunar sem listamaður, til að láta reyna á sig og sanna rétt sinn til að vera tek- inn alvarlega. saebjorn@heimsnet.is Emmerich í innrásarhugleiðingum Roland Emmerich ásamt Omar de Soto leikara. Af kvikmyndafólki Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.