SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 43
F yrir Íslendinga hlýtur það að virðast fáránlegt að banna bækur. En það gerist í Bandaríkjunum. Síðastliðinn 29 ár hefur Vika bannaðra bóka verið haldin til að vekja athygli á þeim verkum sem hafa verið bönnuð, fjarlægð eða aðgangur að þeim tak- markaður á einhvern hátt, aðallega í skólum og bóksöfnum. Meg- inmarkmið vikunnar: að fagna lestrarfrelsinu – rétti einstaklingsins til að velja sér lesefni án ritskoðunar. Á meðal þeirra bóka sem hafa lent á bannlistanum samkvæmt Newsletter on Intellectual Freedom, eru m.a. I Know Why the Caged Bird Sings eftir Maya Angelou, To Kill a Mock- ingbird eftir Harper Lee, Dagbók Önnu Frank og The Joy of Sex eftir Alex Comfort. Þar sem kynlíf (ásamt kynþátta- fordómum og ljótum munnsöfn- uði) er ein helsta ástæða þess að stofnanir eru beðnar um að tak- marka aðgang að bókum, hefði maður haldið að höfundar efnis um kynlíf og kynlífsfræði væru skjálf- andi á beinum. En í fullri hrein- skilni hef ég ekki haft neina ástæðu til að hafa áhyggjur.. hingað til. Þetta eru titlarnir á þeim bókum sem ég hef skrifað: The Hot Guide to Safer Sex Touch Me There! A Hands-On Guide to your Orgasmic Hot Spots Sex with Your Ex & 69 Other Things You Should Never Do Your Orgasmic Pregnancy: Little Sex Secrets Every Hot Mama Should Know Pleasuring: The Secrets to Sexual Satisfaction The Better Sex Guide to Extraordinary Lovemaking Og svo skulum við skoða titil nýjustu bókarinnar minnar: Sultry Sex Talk to Seduce Any Lover: Lust-Inducing Lingo & Titillating Tactics for Maximizing Your Pleasure. Er þessi eitthvað vafasamari eða djarfari en hinir? Þeim virðist finnast það við gamla háskólann minn, University of Pennsylvania. Tímarit útskrifaðra nemanda, Graduate School of Educa- tion Alumni Magazine, hefur alltaf „plöggað“ bækurnar mínar. Þar til núna. Í tilkynningu um útgáfu bókarinnar í hausthefti tímaritsins stendur einfaldlega: „Yvonne K. Fulbright, PhD, GEd’98 gaf út bók um kynlíf og sambönd í júní 2010.“ Og þetta er háskólinn sem ég útskrif- aðist frá með mastersgráðu í kynlífsfræðum. Þetta væri kannski ekki stórmál nema af því að aðrir fyrrverandi nemendur sem einnig hafa nýlega gefið út bækur fengu sína titla, t.d. Professional Ethics in Midwifery Practice og Couple Therapy and Hid- den Meanings, nefnda sérstaklega. Við skulum aðeins setja það til hliðar að þessi stofnun virðist sjá meira gildi í því að leysa vandamál para í stað þess að koma í veg fyrir þau með bættum samskiptum. Það sem er virki- lega alvarlegt er að fræðastofnun, sem hreykir sér af akademísku frjáls- ræði og óritskoðaðri útgáfu, virðist nú vera að ritskoða titil, og það á bók sem er skrifuð til að auka heilbrigði og hamingju elskenda. Það vekur einnig miklar áhyggjur að ýmis fagsamtök í Bandaríkjunum hafa gerst sek um ritskoðun. Jafnvel bókasíður vefsvæðis Samtaka bandarískra kynfræðinga, ráðgjafa og meðferðaraðila (AASECT), neit- uðu að birta forsíðu bókarinnar Mastering Multiple Position Sex eftir Eric M. Garrison, sem er meðlimur í samtökunum. Þrátt fyrir að kápan hefði verið samþykkt til útstillingar í verslunum eins og Borders og Bar- nes & Noble, þóttu myndirnar utan á bókinni af hálfnöktum ein- staklingum of sjokkerandi fyrir heimasíðu samtakanna. Bókin endaði að lokum á lista yfir bannaðar bækur árið 2010 eftir að bókasafnsgestur gerði allt vitlaust og neitaði að skila þessari fræðabók um ástaratlot af því að honum þótti þetta „klám í dulargervi fræðarits“. Maður má kannski kannski eiga von á slíkum ummælum frá áhyggju- samri ömmu. En maður gerir ekki ráð fyrir svona fordómum frá stofn- unum og samtökum sem hafa gert sig út fyrir að styðja akademískt frelsi og kynfrelsi, sem fær mann til að spyrja „af hverju?“ – af hverju er verið að banna ákveðnar titla og bækur sem fjalla um kynlíf? Eins og Garrison sagði sjálfur: „Meðlimir bókaklúbba, kaupendur þeirra og fræðamenn verða að spyrja sig að því af hverju það virðist algjörlega tilviljanakennt hvers konar titill, myndir og innihald verða til þess að bók er bönnuð. Af hverju hneyksla sumar bækur meira en aðrar? Af hverju stendur fólki svona mikil ógn af vel meinandi bókum sem fagna heilbrigðu kynlífi?“ Þegar þessum spurningum hefur verið svarað munum við kannski sjá Bandaríkin sem land sem er sannanlega laust við ritskoðun þegar kemur að lesefni, land sem er frjálslynt eins og Ísland, þar sem fólki er frjálst að velja hvað svo sem það vill lesa, óháð innihaldi, myndefni eða titli. Bannaðar bækur og rit- skoðaðir titlar ’ Það vekur einnig miklar áhyggjur að ýmis fagsamtök í Bandaríkjunum hafa gerst sek um rit- skoðun. Kynlífs- fræðingurinn dr. Yvonne Kristín Fulbright 7. nóvember 2010 43 Gatan mín A ð ósekju mættu fleiri listamenn taka sér bólfestu hér á Flúðum. Það munar um rithöfunda enda setja þeir oft sterkan svip á samfélag sitt. Og það vantar ekki heldur yrkisefnin. Hér gerist margt skemmtilegt sem skrifa mætti um,“ segir Jón Hermannsson á Högnastöðum á Flúðum í Hru- mannahreppi. „Nú eru sveitasögur komnar í tísku og viðurkenndar sem bókmenntir. Guðrún frá Lundi þykir í dag fínn rithöfundur. Hitt er annað mál að tími stórbokka eins og Jóns á Nautaflötum, sem hún gerði ódauðlegan í Dalalífi, er liðinn. Hvort heldur er í raunveruleika eða skáldsögu koma aldrei aftur menn sem barna vinnukonur eða drekka brennivín með fógetum og faktorum. Þeirra tími er um garð genginn.“ Íbúar á Flúðum í dag eru nærri 400 talsins. Þorpið stendur á bökkum Litlu-Laxár og er beggja vegna árinnar. Stærri hluti byggðarinnar er byggður í Högnastaðalandi en Hrauna- mannahreppur keypti hálfa jörðina fyrir tæpum fimmtíu árum enda var þá orðið nokkuð sýnt að þéttbýli væri að myndast í sveitinni eins og gekk eftir. Á þessum slóðum eru til dæmis gróðr- arstöðvar og iðnaðarstarfsemi auk íbúðahverfis. Austan ár eru verslun, félagsheimili, skóli, glæsi- hótel og margvísleg starfsemi önnur. „Það er veðursælt á Flúðum. Hér er meg- inlandsloftslag; fáum ekki dembur úr lægðunum sem fara með suðurströndinni og þá er skýlt af ásunum hér ef blæs af norðan ofan af hálendinu og fyrir vikið fer hitastig hér á sumrin oft í býsna ljúfar tölur,“ segir Jón sem er frá Langholtskoti í Hrunamannahreppi og flutti aftur í sveitina með fjölskyldu sinni eftir nokkurra ára búsetu í Reykjavík, árið 1975. Árið 1928 tóku Hrunamenn ákvörðun um að byggja skóla og völdu honum stað við Hellis- holtalæk. Stofnun skólans markaði upphaf þétt- býlismyndunar. „Skólanum fylgdi allstór land- spilda svo skólastjórinn gæti verið með búskap. Það þótti til of mikils mælst að maður framfleytti sér og sínum af kennslu einvörðungu en á þessum tíma var skólahald aðeins hálft árið. Hann fékk því landnytjar undir nokkrar kýr,“ segir Jón. Þegar kom fram á stríðsárin hófst ný land- námsöld á Flúðum eins og þá var farið að nefna staðinn. Fólk úr sveitinni þá fór að byggja og hafði framfæri sitt af daglaunavinnu. Um og eftir 1960 var svo farið að stunda garðyrkjubúskap á Flúðum enda til þess kjöraðstæður; frjó mold, jarðhiti og veðursæld. Garðyrkjubýlunum fjölgaði í fyllingu tímans og er nú svo komið að mest af því grænmeti sem landsmenn neyta kemur af þessum slóðum. Er þá ónefnd ferðaþjónustan sem er gildur þáttur í atvinnulífi sveitarinnar og mun væntanlega vaxa. „Héðan er mátuleg fjarlægð frá Reykjavík og svo höfum við forskotið,“ segir Jón sem telur Hrunamenn heppna að því leyti að aldrei hafi í sveitinni myndast rígur milli þétt- býlis og sveitar. Ástæða þess sé m.a. sú að stór hluti þess fólk sem búi á Flúðum í dag eigi rætur sínar í sveitinni og sé því á heimavelli beggja vegna hryggjar. „Samheldni í sveitinni er mikil gæfa og hefur fleytt okkur langt. Því sé ég fyrir mér að byggðin hér komi áfram til með að vaxa á næstu árum og þar horfi ég sérstaklega til ferðaþjónustunnar. Sem og landbúnaðarins sem þó býr við óvissu vegna ákvarðana sem kunna að verða teknar í Evrópumálum.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sveitasögur í tísku Hv am m sv eg ur Flúðir 1 2 Ljó na stí gu r Selsvegur Langho ltsvegu r Hr un av eg ur Skeiða og Gnúpv.vegur Laxár- bakkiHö gn as tíg ur Högnastaðir  Það er þægileg ganga héðan heiman frá mér hér upp í brekkurnar þar sem heita Högnastaðaásar. Af þeim er víðsýnt – til dæmis yfir Biskupstungur, Laug- ardalinn, Grímsnesið og svo langt inn til fjalla. Sitt- hvað er þó til þess að trufla augað. Nú leggja garð- yrkjubændur akríldúka yfir kálakra sína og aðrir setja rúllubaggana í plast sem eru um lengri eða skemmri tíma úti á túnum. Það er svo sem engin prýði að þessu, þó að ég kippi mér ekki upp við þetta heldur.  Hraðbúðin Strax, sem mér er tamast að kalla Grund eða Geirabúð, eftir Sigurgeiri Sigmundssyni sem þar stóð vaktina svo lengi, er miðdepillinn í þorp- inu. Í kaffikróknum þar hittast menn á góðum stund- um til að ræða mál líðandi stundar. Oft er þarna mannskapur í kringum Ásgeir Gestsson, fyrrum bónda á Kalbak og fjallkóng sveitarinnar. Skemmtilegur hóp- ur sem gaman er að vera með. Uppáhaldsstaðir Samheldni í sveitinni er gæfa sem hefur fleytt okkur langt, segir Jón Hermannsson á Högnastöðum á Flúðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.