SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 44
44 7. nóvember 2010 Næsta plata R.E.M. kemur út snemma á næsta ári og mun bera titilinn Collapse into Now. Á meðal samverkamanna sveitarinnar eru Eddie Vedder, Patti Smith og Peaches. Ku platan vera „víðari“ en síðasta plata, Ac- celerate (2008), sem var stutt og snörp rokkplata. Segir Mike Mills að nú sé hins vegar farið yfir allan skalann. Hratt rokk, ballöður og millihröð lög í bland. Þetta verð- ur fimmtánda hljóðversplata sveitarinnar og var hún unnin í Berlín, Nashville og New Or- leans. Svo virðist sem vinátta meðlima sé farin að treystast á nýjan leik, eftir nokkur stirðbusaleg ár, og segir Mills að tríóið hafi gert mikið af því að fara út að borða saman eftir erilsaman dag í hljóðverinu. Eddie Vedder á nýrri plötu R.E.M. Michael Stipe, söngvari R.E.M., á sviði. Fimmtánda hljóðversskífan er að koma út. Hinn ægifagri vínyll lætur Tom gamla Waits fá vatn í munninn. Meistari Tom Waits mun endurútgefa fyrstu fjórar plötur sínar í desember – en bara á vínyl. Um er að ræða Closing Time (1973), The Heart Of Saturday Night (1974), Night- hawks At The Diner (1975) og Small Change (1976). Plöturnar verða gefnar út á 180 gramma vínyl en 1.000 eintök af hverri plötu verða gefin út í takmörkuðu upplagi á rauð- um vínyl. Það er Rhino sem gefur út en plöt- urnar eru frá hinu svokallaða Asylum-tímabili Waits, þar sem hann söng lof til skuggaver- aldar þeirrar sem þrífst eftir miðnætti í stór- borgum Ameríku. Hann átti svo eftir að kú- venda í stíl með Swordfishtrombones árið 1983. En það er önnur saga … Waits endurútgefur fyrstu plöturnar Þ ann 30. júlí árið 1990 fæddist tónlist- armanninum Sting og leikkonunni og framleiðandanum Trudie Styler lítið stúlkukorn í Písa á Ítalíu. Það hefur örugglega verið sól þennan dag þegar sólargeislinn Eliot Paulina Summer kom í heiminn. Í dag á stúlkan ekkert skilt við sól- argeisla og er meira að segja búin að skipta um nafn. Nú kallar hún sig Coco, flytur tónlist með hljómveit sinni I Blame Coco og minnir helst á hressandi storm í aðsigi með seiðandi augu og rödd sem er engri lík. Coco er töffari og hún syngur eins og strákur með rámri rödd sem færir mann í trans. Hún hlýtur að hafa fengið röddina beint frá föður sínum enda má heyra ákveðinn samhljóm með röddum þeirra. Heimsækir nýja og öðruvísi staði Hingað til hafa ýmsir tónlistarmenn fengið rödd Coco lánað í eitt og eitt lag en nú er henn- ar fyrsta plata Constant komin út eftir þriggja ára vinnu. Tvö lög af henni eru komin í spilun á Íslandi, Self Machine og Ceaser. Hið síð- arnefnda segir Coco á heimasíðu sinni að hafi byrjaði sem fylleríisgrín í stúdíóinu en það er í raun ádeila á misdreifingu valds og spillingu í samfélaginu. Samanber tilvísun í laginu í bók- ina The Lord of The Flies sem er í uppáhaldi hjá söngkonunni. Þegar söngkonan Robyn heyrði lagið vildi hún síðan ólm vera með sem hún og fékk. Platan Constant var tekin upp í Svíþjóð og þar var myndbandið við Ceaser tekið upp í yfirgefinni byggingu. Það tók samt sinn tíma því Coco segist hata andlit sitt auk þess sem hún sé skelfingu lostin við frægðina og sér- staklega myndavélar. Við upptökur mynd- bandsins miðlaði Robyn af reynslu sinni og sagði Coco að fara á annan stað í huganum þegar hún kæmi fram og gleyma sér þar. Þetta hafðist eftir 17 klukkutíma æfingar og ekki að sjá annað í myndbandinu en að söngkonurnar séu svellkaldar. En það er ekki bara í upp- tökum sem Coco lætur sig hverfa á aðra staði því það gerir hún líka þegar hún skrifar söng- texta. Á vefsíðu sinni segist Coco gjarnan heimsækja nýja og óvenjulega staði til að vekja skáldagyðjuna af værum svefni. Orðin komi frá ákveðnum stað í huga hennar og það sé gott að hleypa undirmeðvitundinni inn. Þann- ig reyni hún ekki að fá botn í textana á þeim tíma sem hún skrifar þá heldur frekar eftir á. Tónlist Coco er lýst sem nýstárlegu elektró- poppi og verður spenanndi að fylgjast með framhaldinu. Allt Coco að kenna Rödd Coco er hrá og útlitið töff, samt glittir í stelpuna sem elskaði The Sex Pistols níu ára gömul og hatar myndavélar svo mikið að það tók hana 17 klukkutíma að verða örugg fyrir framan myndavélarnar. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ertu að tala við mig? Coco er töffari, flott söngkona og mjög fótógenísk þó hún segist hata myndavélar svo og frægð. Í viðtali við tímaritið Q nú í sumar segist Coco vera sjúk í Britney Spears plötuna Circus. Henni finnist hún frábær þó hún viti ekki af hverju og bætir við að kannski ætti hún ekkert að vera að segja frá þessu. Annars er átrúnaðargoðið hennar Ian Dury, þekktastur sem söngvari Ian Dury and the Blockheads, en hún hefur dýrkað hann allt frá barnæsku. Þá er Coco spurð hver sé uppáhalds tónlistar ábreiðan hennar sem hún segir vera The Chain með Fleetwood Mac. Það lag flutti hljómsveitin I Blame Coco ásamt söngvaranum Liam Bailey á tónlistarhátíðinni Glastonbury síðastliðið sumar. Poppprinsessan Britney er í uppá- haldi hjá Coco svo og Ian Dury. Reuters Britney í uppáhaldi Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Ég er mikið að hlusta á nýju plötuna með Amiinu og Dirty Projectors. Og nýju plötuna hennar Ólafar Arnalds, hún er mjög góð. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Það er mjög erfitt að segja. Debut með Björk er það fyrsta sem mér dettur í hug og örugglega Post líka. Svo vorum við systir mín með Clangour með Sin Fang Bo- us alveg á heilanum í einhverjar vikur. Við spiluðum hana í gegn aftur og aftur og hún þreyttist aldrei. Nema lagið „Lies“. Ég var mjög lengi að fatta „Lies“. Hver var fyrsta plat- an sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég held að ég hafi keypt geisladisk með Pink í Skífunni þegar ég var lítil (eða alla- vega minni). Mér fannst hún mjög kúl á þeim tíma. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Takk … með Sigur Rós. Ég fékk hana í afmælisgjöf þegar ég var 12 ára frá mömmu og pabba. Og líka allt með Björk þykir mér mjög vænt um. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Sierra eða Bianca úr Cocorosie. Þá myndi ég vera í einhvers konar grímubúningi með málningu í andlitinu að spila á gítar eða dóta- píanó eða einhvers kon- ar dótahljóðfæri. Hvað syngur þú í sturtunni? Ég syng aldrei í sturt- unni. Ég syng kannski áður en ég fer í sturtu eða eftir að ég var í sturtu en aldrei í henni. Ég hef samt reynt það en ég skil ekki alveg af hverju fólk gerir það. Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? Animal Collective! Eða Stereolab. Ég spila alltaf Stereolab í partíum. En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? „Sunday Morning“ með Velvet Un- derground. Það bara meikar sens. Í mínum eyrum Jófríður Ákadóttir, söngkona Pascal Pinon Syngur fyrir sturtu og eftir en ekki í henni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.