SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 45
7. nóvember 2010 45 Lífsstíll U m daginn þegar ég kom heim eftir nokkurra daga fjarveru beið mín orðsending frá póst- inum um að mín biði bréfsending frá útlönd- um. Ég varð strax mjög forvitin og fór að velta fyrir mér hvað þetta gæti verið. Kannski hefði mér óvænt hlotnast arfur frá fjarskyldri barónessu? Eða kannski vildi Vilhjálmur prins rifja upp gömul kynni og bjóða mér aftur í te? (Já nei, alveg rétt, fyrsta skiptið var víst draumur, ekki veruleiki). Ekki varð ég minna undrandi þegar ég mætti á pósthúsið og sá að sendingin var alls ekkert bréf heldur stærðar kassi. Einu sinni átti ég kærasta í útlöndum og þá fékk ég reglulega svona fína pakka en það er langt síðan og ég gekk skælbrosandi út úr pósthúsinu yfir þessari óvæntu sendingu. Sendandinn í þetta sinn var vinkona mín sem býr í Leeds ásamt eiginmanni sínum og alveg upp úr þurru hafði henni dottið í hug að senda mér gjöf. Með fylgdi fal- legt kort þar sem hún þakkaði mér kærlega fyrir að koma í brúðkaupið þeirra í sumar. Eftir lesturinn rótaði ég til pappírnum sem hafði verið settur efst til að bólstra pakk- ann. Þá komu í ljós miklar gersemar. Fyrst sá ég kassa af Yorkshire-tei, sem við drukkum marga lítra af á háskóla- árunum okkar, og fékk vatn í munninn. Síðan var eitt- hvað vafið inn í bóluplast og eftir smáþumalputtabaráttu tókst mér að vefja utan af hlutnum. Það var gamaldags, fallegur lítill bolli, einn af þeim sem gestir höfðu fengið sér te úr í brúðkaupinu. Í öðrum pakka var undirskál og fannst mér nú nóg komið. En nei við áttu eftir að bætast tvö litrík viskustykki og bók með girnilegum upp- skriftum að múffum og formkökum. Þarna var sem sagt samankomið hið fullkomna teboð frá Englandi í einum pakka. Mikið var ég ánægð með þessa óvæntu gjöf og sendi vinkonu minni strax sms til að þakka fyrir mig. Hún var mjög fegin að heyra að pakkinn hefði náð landi en það voru þrjár vikur síðan hún hafði sent hann af stað! Hún sagðist hafa verið farin að halda að hann hefði farið um borð í ferju eða tekið á sig krók einhvers staðar á góðum stað. Þetta fannst mér frekar spaugilegt og velti fyrir mér hvort pakkinn hefði nokkuð komið við á Írlandi á ferðum sínum. Enda afar lík landsnöfn að öllu leyti, ja það finnst alla vega mörgum erlendis. En nú er bara næsta skref að skella í nokkrar góðar kökur og hella upp á teið í fína tekatlinum mínum. Taka svo dömulega, litla sopa úr bollanum og bita af kök- unum. Kannski sendi ég líka boðskort til Villa prins, það sakar ekki að reyna … hvar skyldi ég nú aftur vera með heimilisfangið hans … Teboð í pósti Á dögum nútímatækni vill oft gleymast að senda bréf eða pakka í póstinum. En vert er að rifja þessa aðferð upp stundum og koma fólki skemmtilega á óvart með slíkum sendingum. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Eftir lesturinn rótaði ég til pappírnum sem hafði verið settur efst til að bólstra pakkann. Þá komu í ljós miklar gersemar. Í Englandi senda kærustupör hvort öðru gjarnan kort á Valentínusardaginn. Elsta Valentínusarkortið sem til er í Englandi ku vera frá árinu 1477, það skrifaði Margery Brews í Norfolk til unnusta síns Johns Pastons. Í bréf- inu segir Margery meðal annars að hún hafi beðið móður sína um að þrýsta á föður sinn um að hækka heimanmundinn. Þó finnist henni að hann ætti nú samt að vera tilbúinn til að giftast henni myndi það ekki ganga eftir. Ekki er vitað hvort heimanmundurinn var hækkaður en þau voru í það minnsta gift og eign- uðust tvö börn. Eldgamalt ástarbréf Elsta ástarbréfið í Englandi var skrifaði í Norfolk. Morgunblaðið/Þorkell Það er sniðugt að taka sig til öðru hvoru og senda vinum eða ætt- ingjum gamaldags, handskrifað bréf. Nú eða póstkort, það þarf minna að skrifa á það. Margir gleyma þessari gömlu góðu aðferð og senda frekar tölvupóst. Það er jú frábær leið sem getur hvatt fólk til að vera duglegra við að vera í sambandi hvað við annað þar sem hægt er að senda stutta línu á fljótlegan hátt. En það er samt alltaf gaman að fá eitthvað í póstkassann eins og á aðventunni þegar jólakortin fara að berast og kæta mann. Það er góð hugmynd að kaupa nokkur póstkort til að eiga og velja svo einhvern góðan vin eða ættingja til að senda stutta kveðju einu sinni í mánuði. Þú getur annaðhvort skrifað eitthvað persónulegt eða ljóð eða söngtexta sem þér finnst passa vel fyrir viðkom- andi. Svo þarf ekki að tala um þá sem búa í útlönd- um, þeim finnst flestum gaman að fá kveðju að heiman og kannski smásúkkulaði eða lesefni með. Hlý og góð kveðja Það kætir okkur að fá jóla- kort í póstinum. Reglulega berast fréttir í fjölmiðlum af póstsendingum sem berast ekki fyrr en mörgum árum seinna. Sumt týnist í flutningum eða gleymist en sumir fá aldrei tiltekið bréf því það er einfaldlega sett inn um vitlausa lúgu. Ítarleg rannsókn Breska póstþjónustan hefur löngum legið undir ámæli og nú síðast í október bárust fréttir af rannsókn Royal Mail um týndan póst í bænum Bury. Síðastliðið ár hefur það gerst trekk í trekk að íbúar fá engan póst en nú er pósthaugurinn fundinn og rannsókn í gangi. Svo var það póst- maðurinn í Los Angeles sem nýlega var dæmdur fyrir að bera ekki út póstinn eins og hann átti að gera. Hann meinti þó ekkert illt heldur vildi bara sleppa fólki við ruslpóst. Svo hann henti honum í ruslatunnur í götunni sem hann bar út eða bara heima hjá sér. Þessi hjálpsemi var hins vegar ekki vel séð af yfirvöld- um. Hann henti þó í það minnsta póstinum í ruslið en það gerði ekki starfsbróðir hans sem komst upp um nú í vor. Sá var einfaldlega hald- inn söfnunaráráttu og fundust nærri 20 þúsund póstsendingar heima hjá honum í bílskúrnum. Maðurinn sjálf- ur hafði hins vegar látið sig hverfa áður en lögreglan kom á staðinn. Söfnunaróðir póstberar Sumir geta ekki annað en safnað hlutum, meira að segja pósti til annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.