SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 47

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 47
7. nóvember 2010 47 LÁRÉTT 1. Sá sem hefur ekki marga Kelta sýnir flaustur. (6) 4. Ísar ílát að sögn hjá heilbrigðum. (7) 7. Hafið tapar þeim síðasta fyrir Gunnari og töfraþulu hans. (6) 10. Blásturshljóðfæri hjá fiskum. (5) 11. Maður prófar tré. (6) 12. Tími á eyju í Ísafjarðardjúpi er mikilvægur tíma- punktur. (9) 13. Bráðum á fjallsenni. (4) 14. Enginn fær hálf lala sönghóp til að vera guð- dómlega sönghópinn. (11) 16. Drepið matinn. (7) 18. Nýr sægur er að sögn í erlendu landi. (5) 20. Trössum ekkert fall á aftur bak við foss. (10) 23. Fornrit og öl gera pípurnar. (9) 26. Þunnt kaffi fer einhvern veginn milli tánna á fimm. (6) 28. Refsing við að fá vinnu. (7) 29. Stritandi fyrir fuglinn. (5) 30. Bjarga kílói með hjátrú. (6) 31. Er ofangreind sem einhvers konar grunnskilyrði? (13) 32. Vá, reiði myndast við fljót. (7) 33. Og erlendar setja í umgerð þær sem eru með slæma lykt. (9) LÓÐRÉTT 2. Rellur flækjast um ruglað skass þrátt fyrir refsingu. (11) 3. Sýn sem kemur á undan vegna æðri máttarvalda. (7) 4. Innbrotið fyrir aldurinn. (9) 5. Konungar þvælast um Reykjavík í leit að ungum. (9) 6. Makar vond á fugl? (7) 8. Jón fær grið í ruglingi yfir korninu. (7) 9. Stórt „Bö“ kemur einhvern veginn frá erfiðri. (7) 15. Er gnýr að verða tilbúinn. (8) 17. Klæðnaður sem fylgir viðsnúnum lit er ímyndun. (11) 19. Svipaðar, engar og ein finna listamaður. (11) 21. Finn graf næstum fyrir einn og þúsund og einn í færni. (10) 22. Alltaf fær gull áfall við að verða meiri. (8) 23. Góður vöðvi er niðurskorinn í skapferli. (8) 24. Naumlega sýni dyggð. (8) 25. Íslamskt tákn á ítölskum matseðli. (8) 27. Kjartan í byrjun Odda ver með líni. (8) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 7. nóv- ember rennur út fimmtudaginn 11. nóvember. Nafn vinningshaf- ans birtist í blaðinu 14. nóvember. Heppinn þátt- takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 31. október er Margrét Jónsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Danskennarinn snýr aftur eftir Henning Mankell. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Ingi Randver Jóhannsson sem lést hinn 31. október sl. tæplega 74 ára að aldri stendur í huga þeirra sem kynntust honum sem sérstaklega glaðbeittur náungi, orðheppinn með af- brigðum, frábær skákmaður og mikill fræðimaður. Þegar hann varð Norðurlandameistari í Reykjavík 24 ára gamall árið 1961 gat hann einnig státað af þrem Íslandsmeistaratitlum og sex sinnum hafði hann unnið sigur á Skákþingi Reykjavíkur. Ingi R. og Friðrik Ólafsson voru á þeim tíma eins og tveir turnar meðal íslenskra skákmanna, brautryðjendur hvor með sínum hætti. Styrkleikamunur með þeim og öðrum virkum skák- mönnum þess tíma var sláandi. Inga varð ekki skotaskuld úr því að næla sér í titil alþjóðlegs skákmeistara á svæðamótinu í Halle 1963 en upp frá því dró hann úr taflmennsku. Friðrik og Ingi R. voru fengnir til að tefla fyrsta skákeinvígið í sjónvarpsal og var það sýnt í ársbyrjun 1967. Þeir tefldu margoft saman á Ól- ympíumótum en frækilegasta för gerðu þeir til Havana á Kúbu árið 1966 þar sem sveit Íslands komst í A-úrslit mótsins og hafnaði að lokum í 11. sæti. Á meðan heimsmeistaraeinvígi Fischer og Spasskí stóð sumarið 1972 var hann ásamt Bent Lar- sen einn vinsælasti skákskýr- andinn í Laugardalshöll. Þó að afrek Inga liggi á sviði kappskáka voru hraðskákir í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Margir eiga skemmtilega minn- ingar frá löngum hraðskákein- vígjum við Inga R. Ingi tefldi fyrst á Ólympíu- móti í Amsterdam 1954 þá 17 ára gamall en í tveim þeim síðustu var hann einnig í hlutverki liðs- stjóra. Á Möltu 1980 stóð hann sig alveg sérstaklega vel. Vitað var að aðstæður á Möltu yrðu erfiðar en Ingi fór út á undan hópnum og undirbjó komu hans. Við biðskákrannsóknir var hann eldfljótur að greina aðalatriðin og hann var laginn við að stappa stálinu í menn þegar þess þurfti. Eftir því sem leið á níunda áratug síðustu aldar fækkaði komum Inga á skákmót og hann hætti alveg að tefla opinberlega. Þegar sá gállinn var á honum virtist hann ekki þurfa að tefla mikið til að ná upp góðum styrk. Sú mikla vinna sem hann lagði á sig á yngri árum skilaði sér alltaf. Best kom þetta í ljós á Reykjavíkurmótinu 1976 en þar var Ingi meðal efstu manna lengi vel. Sigurskák hans yfir fulltrúa Sovétmanna á mótinu er gott dæmi um traustan stíl hans: Vladimir Tulkmakov – Ingi R. Jóhansson Tarrrasch vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. Rf3 c5 4. g3 Rc6 5. Bg2 d5 6. cxd5 exd5 7. d4 e7 8. O-O O-O 9. Bg5 c4 10. Re5 Be6 11. e3 Rd7 12. Rxc6 bxc6 13. Bxe7 Dxe7 14. b3 cxb3 15. Dxb3 Hab8 16. Dc2 Hb4!? Þessi leikur þótti býsna „menntaður“ á sínum tíma. Svartur reynir að framkalla veikingu á b3. 17. a3 Hb7 18. Ra4 Hc8 19. Hfc1 c5 20. e4! dxe4 21. Bxe4 Bb3 22. Dd3 Gott var einnig 22. Bxh7+ Kh8 23. De4 o.s.frv. 22. … c4 23. Df3 Hbb8 24. Rc3 Rf6 25. Bc6 Hd8 26. d5 Dc5 27. Df4 h6 28. a4 a6 29. Hab1 Hd6 30. He1 Hbd8 31. He3 Bc2 32. Hb7 g5 33. De5 Bg6 34. h3 Kg7 35. De7 Dd4 36. Hf3 h5! Keppendur voru báðir í tíma- hraki en staðan á borðinu í sér- kennilegu ógnarjafnvægi. Nú sá Tukmakov sér leik á borði. 37. Be8?? g4! 38. Bxf7 H8d7! 39. Hxd7 Hxd7 40. Dxf6 Dxf6 41. Hxf6 Kxf6 42. Be6 Hb7 43. hxg4 hxg4 44. Bxg4 Hb3 45. Re2 c3 46. d6 Hb1 47. Kg2 c2 48. d7 Ke7 – og Tukmakov gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ingi R. Jóhannsson – brautryðjandi fallinn frá Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.