SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 48

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Síða 48
48 7. nóvember 2010 Ó eirðarmenn um málréttingar koma óorði á umræðu um málvöndun. Þeir vaða fram með rauða pennann og krota í allt sem fyrir verður í máli annarra, einkanlega það sem þeir hafa aldrei heyrt talað um áður. Til dæmis væru þeir vísir með að reiðast hugmyndinni um „óeirð- armenn um málréttingar“ vegna þess að þeir hafi ekki heyrt hana áður (en skal þó bent á lýsingu á Sigurði konungi slefu í Þórðar sögu hreðu sem var „óeirð- armaður mikill um kvennafar“). Um leið lýsa þeir vilja sínum til að forða íslenskri tungu frá glötun þeirrar fræðiþekkingar sem hefur orðið til með rannsóknum á tungumálum. Fólk hefur almennt áhuga á að vanda mál sitt en það hefur takmarkaðan áhuga á að láta segja sér að það sé fífl (fræg er tilvitnun í lögreglumann sem skráði í skýrslu að sá handtekni hefði sagt að lög- reglumaður væri fífl: „Tjáði ég honum að svo væri ekki.“). Þess vegna er mikilvægt að þekkja muninn á því sem fólk kann sem eigið mál og við fáum ekki breytt með umvöndunum, og málvillum og málklúðri sem við ættum að hafa kjark til að hamra á – og fullþroska málhafar vilja gjarnan lagfæra hjá sér. Þau sem taka að sér að leiðbeina öðrum um málfar verða að hafa vit til að greina þarna á milli. Það er ekki síður mikilvægt að virkja fólk til að hugsa um málfar og mál- vöndun vegna þess að vandað mál sé eft- irsóknarvert í sjálfu sér. Alveg eins og fólk sækist eftir snyrtimennsku og vill gjarnan vera sæmilega útlítandi til að ganga í augu annarra. Vandað og nýstár- legt tungutak eykur líkurnar á að fanga athygli og þar með að erindi manna komist til skila. Ef hérna það var sagt mér að við séum barasta alltaf nefnilega að láta móðan mása um vandamálapakk- ann, auðvitað nútímalega séð í greining- arlegu tilliti, og tökum svo magnaukn- inguna náttúrlega inn í myndina á orðræðusviðið... er hætt við að fáir hlusti. Um leið verður ljóst að mál- vöndun er ekki séríslenskt fyrirbæri heldur hluti af máluppeldi í öllum sam- félögum. Til viðbótar því að tjá fólki að mál þess sé allt vitlaust er önnur ágæt aðferð til að fæla það frá umhugsun um málvöndun að bölsótast yfir hvað tungumálið sé orðið ómögulegt miðað við það sem áður var. Slíkir reiðilestrar eru af ætt heimsósóma- kvæða sem Íslendingar hafa ort allt frá 15. öld. Inntakið er jafnan að upphefja hið liðna og fordæma samtímann – í því inn- gróna mannlega hugsunarmynstri sem endurtekur sig í ótal myndum um að í upphafi hafi verið aldingarðurinn Eden, þegar fólk sjálft var ungt. Æskan á hverj- um tíma hefur tilhneigingu til að trúa svona málflutningi þó að hann standist sjaldnast nánari skoðun. Þannig er til dæmis með málfar í fjölmiðlum – sem er einn vinsælasti skotspónn óeirðarmanna um málréttingar. Áður fyrr heyrðist varla talmál í út- varpi og sjónvarpi. Frægt er að í árdaga sjónvarps á Íslandi, þegar ráðherrar voru þéraðir, fengu þeir allar spurningar sendar til sín fyrirfram. Í hinum útsendu viðtölum las fréttamaður sömu spurn- ingar og ráðherra þuldi undirbúin svör. Endursýningar á slíkum viðtölum frá fyrri tíð vekja nú aðeins góðlátlegt bros en ekki aðdáun á vönduðu máli. Enda þótt fólk geti undirbúið þætti sína og málflutning er ekki lengur boðlegt að tala ritmál í fjölmiðlum. Það er of óáheyrilegt þótt það sé læsilegt. Á undanförnum ára- tugum hefur munur talmáls og ritmáls komið æ betur í ljós og það hefur runnið upp fyrir málfræðingum að greining tungumálsins hefur ekki beinst að hinu raunverulega talaða orði heldur birting- armynd tungumálsins á bókum. Á þessu tvennu er áhugaverður munur sem blasir við um leið og bent hefur verið á hann. Umræða um tungutak ætti að hafa það meginmarkmið að vekja fólk til umhugs- unar um tungumálið svo það vandi sig sjálft. Þau sem vilja sinna málrækt geta aldrei rétt málið uppi í munni hvers ein- asta manns eins og tannréttingamenn gera við tennur barna. En við getum reynt að útbreiða tækin, skilninginn og þekkinguna, til að sem flest átti sig á hvað það er mikill munur á góðu máli og vondu, og réttu máli og röngu. Af óeirðarmönnum um málréttingar ’ Umræða um tungutak ætti að hafa það meg- inmarkmið að vekja fólk til umhugsunar um tungumálið svo það vandi sig sjálft. Þér eruð fífl, herra minn! Reyndar ekki. Málið El ín Es th er Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is F lesta daga má finna Davíð Örn Halldórsson í vinnustofu sinni við Skólastræti þar sem litrík og draumkennd verk hans verða til. Hann vinnur yfirleitt í mörgum myndum á sama tíma, sérstaklega þegar mikið stendur til eins og þessa dagana, en í dag, laugardag, opnar hann einkasýninguna FAUNALITIR í Galleríi Ágúst. Hann er nýr- isinn úr rekkju þegar við spjöllum saman en segist feginn að hafa verið vakinn, enda nóg að gera. – Þú hefur áður haldið sýningu í Gall- eríi Ágúst árið 2008 og ert síðan þá m.a. búinn að sýna í 101 Projects og Hafn- arborg. Þá varstu á listamannalaunum og seldir nokkuð vel. Hvernig hefur gengið undanfarið? „Það hefur gengið bara vel og jú, verkin eru alveg að seljast. Reyndar er þessi sýning núna afrakstur vinnu þessa árs og ég hef ekkert verið að láta verkin frá mér fyrr en þau hafa komið við í sýning- arsalnum.“ – Eru þessi verk eitthvað frábrugðin því sem þú hefur verið að gera? „Það er erfitt að svara þessu. Þróunin í verkunum er greinileg fyrir manni sjálf- um og fólkinu í kringum mann.“ Hann hugsar sig aðeins um. „Það mætti kannski segja að þessi verk séu lauslegri og meira unnin í smáat- riðum.“ Sýningin 2008 bar yfirskriftina absa- lút gamall kastale og þá varstu að vinna með einhvers konar miðaldakonsept. Hvað með þessa sýningu? „Í raun og veru er ekkert konsept á bakvið verkin núna. Ég er bara að vinna með það sama, línuna og litina. En kannski með smávægilegum breytingum. Yfirleitt er það í lokavinnslunni að maður rekur augun í eitthvað sem myndirnar eiga sameiginlegt og það kallar svo á titl- ana á verkunum og yfirskrift sýning- arinnar. Núna snýst þetta meira um stíl en eitthvert konsept.“ Þjösnast á verkunum Titilinn FAUNALITIR segir Davíð vera hálfgerðan brandara en hann hafi verið mikið fánanörd þegar hann var yngri og tengi gjarnan litasamsetningar við fána sem eru í svipuðum litum. En eins og staf- setningin gefur til kynna býr meira að baki. „Fauna þýðir náttúrulega lífríki Faunanörd á framabraut Davíð Erni Halldórssyni er gjarnan lýst sem ungum og upprennandi myndlistarmanni en hann tekur hrósinu með stóískri ró. Hann opnar nú um helgina litríka einkasýningu, FAUNALIT- IR, í Gallerí Ágúst. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Myndlistarmaðurinn Davíð Örn Halldórsson leggur nú lokahönd á undirbúning einkasýningar sem opnar í Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.