SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 50
50 7. nóvember 2010 B angsi tekur á móti mér þegar ég kem heim til Einars Kárasonar. Hann er á sautjánda ári en ber aldurinn vel og geymir kettlinginn í hjarta sér. Það veit ég enda nýbúinn að lesa kaflann „Fjórir meistarar“ í nýrri bók húsbóndans; Mér er skemmt, en í henni eru æviskáldsögur eins og Einar kall- ar þær; þetta eru minningar og reynslusögur hans sjálfs. Meistararnir fjórir eru kettirnir sem Einar hefur átt og segir frá á hrífandi hátt, rétt eins og hann segir frá skóla- göngu sinni, ritun kvikmyndahandrita, ferðum á Litla- Hraun með Bubba Morthens, kappsfullri leit feðga að tóbaki, félagsmálastússi og mörgu fleiru. Þetta eru afar vel sagðar og forvitnilegar sögur. „Þetta eru ekki hefðbundnar æviminningar heldur frásagnir af ýmsu sögulegu sem ég hef upplifað,“ segir Einar þegar ég spyr hann að því hvort það sé ekki nokkuð snemmt að rita ævisöguna. „Það er svona efni sem við rithöfundar erum alltaf að vinna úr. Mér fannst þetta njóta sín best í fyrstu persónu, í mínu nafni, og fólkið sem ég umgengst kemur að mestu leyti fram undir eigin nafni. Í rauninni skrifaði ég þetta eins og ég væri að skrifa skáldsögu þar sem ég væri að- alpersónan. Æviskáldsögur? Menn hafa ekki vitað hvað ætti að kalla svona form. Halldór Laxness talaði um essayróman og Guðbergur Bergsson bjó til orðið skáldævisaga. Þessi bók mín er tilbrigði við þetta. Þetta eru einhvers konar smásögur – sem byggjast á ævi …“ – Má ekki segja að allar sögur séu á einhvern hátt ævi- sögur höfundanna og að svokallaðar ævisögur séu alltaf skáldsögur? „Nákvæmlega! En þessar sögur tengjast mér og að sumu leyti eru þetta persónulegar upplifanir af um- hverfi, stöðum og fólki. Í öðrum tilfellum er ég eins og fluga á vegg, ég dáist að og undrast það sem ég sé í kring- um mig. Enda er sumt af þessu fólki sem ég segi frá gíf- urlega litríkt og skemmtilegt og mér finnst gaman að fá að deila því með öðrum.“ Segist hafa respekt fyrir aulahúmor – Stundum finnst mér að allt geti orðið þér að sögu. „Það getur verið að ég hafi komið mér upp aðferð við að horfa þannig á það sem gerist; ég miða allt út frá því hveru mikil saga er í því. Spyr mig hvort þetta sé saga til að segja, eitthvað sem ég get notað. Ef eitthvað er óvenjulegt, skemmtilegt eða dramatískt, þá fer það að spólast í höfðinu. Þeir sem hafa lesið fyrri bækur mínar kunna að sjá að ég hef áður moðað í skáldsögum og smásögum úr sumu sem ég skrifa nú um. En þegar svo er þá er ástæðan sú að efnið á eitthvað inni; ég bæti við fyrri útgáfuna með því að segja núna hvernig þetta var í raun. Þetta á til dæmis við um kaflann um heimsóknir mínar á Litla-Hraun með Bubba Morthens, en þær eru að mörgu leyti einhverjar dramatískustu upplifanir sem ég verð fyrir. Á tveimur eða þremur stöðum hafði ég notað eithvað af þessum upplifunum í sögu, en með því að setja þetta í þetta raun- verulega samhengi, þá get ég líka sagt frá því hvaða áhrif upplifunin hafði á mig.“ Einar hugsar sig um. „Svo er spurningin hversu tíma- bær svona minningabók er,“ segir hann svo. „Ég hef ver- ið að vinna í tveimur eða þremur öðrum verkum en þessi bók var að þvælast fyrir mér, mig langaði til að klára hana. Þá er ekkert vit í að láta svona þvælast fyrir sér endalaust …“ Í Mér er skemmt má lesa í tveimur köflum um leið höfundar til þroska. Hann segist sækja kaflaheitin, „Há- skólar mínir“, í rómaða sjálfsævisögu Maxims Gorkís. „Merkilegt nokk þá fór Gorkí aldrei í háskóla, háskólar hans voru kynni af fólki og stöðum,“ segir Einar. „Í þess- um köflum sem ég kalla „Háskólar mínir“ er heldur aldr- ei minnst á mitt háskólanám – enda er ekki frá miklu að segja … og þó.“ Hann hugsar sig um. „Reyndar voru mín tvö ár í Háskólanum gífurlega eftirminnileg því ég hafði stórkostlega kennara, eins og Sigfús Daðason og Kristján Árnason, að öðrum kennurum ólöstuðum. En þessir tveir kaflar já, í þeim er ég að leita að ein- hverju því sem mótaði mig, þetta eru vinnustaðirnir til sjós og lands og svo barnaskólarnir. Í skólunum rakst ég aldrei almennilega. Ég sé nú að það var vegna þess að á einhvern hátt passaði ég ekki al- veg inn í þá aðferð sem var notuð til að kenna krakka- hóp, og það var oft nokkuð erfitt fyrir mig sem barn og ungling. Það varð beinlínis til þess að ég fór að sérhæfa mig í að vera sniðugur í orðum. Allt sem sneri að því varð mitt forte í skóla; það varð endalaus straumur af ferlega fúlum og lélegum bröndurum, sem ég held að hafi verið mjög þroskandi að reyna að gera eitthvað úr. Enda hef ég alltaf respekt fyrir aulahúmor, eins og segir á einum stað í bókinni. En svo viðurkenni ég líka að ég skrifa þessar sögur núna einfaldlega vegna þess að ég hafði mjög gaman af því. Margar þeirra hef ég sagt oft og hef smám saman fundið hvernig ég á að segja þær. Þótt ég reyni yfirleitt að hafa einfaldan og ljósan stíl á því sem ég skrifa og segi, þá hentar stundum að týna sér í smáatriðum og fara út um víðan völl. Beinlínis út af því sem á eftir kemur, það er hið svokallaða „pönslæn“ og þá er ágætt að menn viti ekki almennilega hvert er stefnt.“ Ekki Einari að kenna að Sturlunga saga seldist upp Þetta orð, frásagnarlist, dregur tal okkar að talsvert eldra verki; aftur til þrettándu aldar. Að Sturlunga sögu. Þetta mikla höfuðrit íslenskra bókmennta hefur verið ófáan- legt um skeið en var að koma út að nýju, í tveimur bind- um og þriðja bindið með skýringum og kortum; öll bind- in þrjú í fallegri öskju. Á öskjunni er vitnað í Einar sem segir að í verkinu megi finna „einhver stórbrotnustu ör- lög og ægilegustu fegurð samanlagðra heimsbók- menntanna“. Einar Kárason á þátt í því að Sturlunga saga seldist upp í fyrri útgáfu, bækur hans Óvinafagnaður (2001) og Ofsi (2008) vöktu gríðarlega athygli þegar þær komu út og fengu marga til að byrja að lesa Sturlungu. „Nei, það er rangt að það sé mér að kenna að Sturlunga hefur ekki verið fáanleg,“ segir Einar þegar ég ber það upp á hann. „Hún var uppseld. Eða hefur orðið uppseld um svipað leyti og Óvinafagnaður kom út. En mér finnst Sturlunga sjálf nægileg ástæða þess að hún eigi alltaf að vera til á markaði á Íslandi. Allt annað er fáránlegt! Vissulega hefur verið aukinn áhugi á Sturlungu á síð- ustu árum og að einhverju leyti hef ég sjálfsagt kynt und- ir honum með því að skrifa þessar bækur, en að ein- hverju leyti græddi ég líka á því að það var jarðvegur fyrir þær. Fólk þyrstir í að vita meira um þessa tíma. Þrett- ánda öldin er, ásamt þeirri tuttugustu, okkar samtíma, litríkasta öld sem íslensk þjóð hefur upplifað. Þá var þessi blómstrandi bókmenning, feiknalegur kraftur í þjóðinni, og svo þessi borgarastyrjöld sem geisaði í landinu. Allt var þetta í gangi á sama tíma; það er hreinlega eins og þjóðin hafi verið kraftmeiri en hún réð við.“ Einar segir að þegar hann byrjaði að vinna út frá Sturl- ungu, að skrifa sögu Þórðar kakala, þá hafi vitaskuld aldrei hvarflað að sér að hann ætti síðar eftir að aðstoða lesendur við að komast inn í þetta forna verk, hann hefur nefnilega verið með fjölmenna kúrsa um það hjá Endur- menntun HÍ. „Ég man að það var ekki einfalt að brjóta sér leið í þennan söguheim í fyrsta skipti,“ segir hann. „Þessir kúrsar hafa gengið beinlínis út á það að vísa fólki leiðina inn í bókina. Ég tel alrangt að ráðast beint framan að Sturlungu, byrja fremst, því margir gefast upp á fyrstu 150 síðunum. Hins vegar er hægt að lauma sér inn um hliðardyr og þá kemst maður inn í þennan söguheim. Það er þó hættulegt, því ég veit ekki um neinn sem hefur losnað út úr honum aftur – en það er allt í lagi.“ Einar hefur alls ekki sagt skilið við Sturlungu, segist ekki hafa áhuga á því. „Ég er ennþá með aðra löppina í þessum heimi,“ segir hann. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að ég myndi gera þrjár bækur um þessa tíma, en ég held að sú þriðja verði ólík hinum tveimur …“ Einar þagnar og vill ekkert segja segja um það hvenær von sé á lokabindi þríleiksins. Við verðum bara að bíða. Bækur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Frásagnarlist er ekki einfalt mál „Þessi bók var að þvælast fyrir mér,“ segir Einar Kárason um Mér er skemmt, nýja bók sína með safni „æviskáldsagna“. „Þetta eru ekki hefðbundnar æviminningar heldur frásagnir af ýmsu sögu- legu sem ég hef upplifað,“ bætir hann við og upplýsir einnig að hann muni skrifa þriðju bókina upp úr söguheimi Sturlungu. ’ Ég tel alrangt að ráðast beint framan að Sturlungu, byrja fremst, því margir gefast upp á fyrstu 150 síðunum. Hins vegar er hægt að lauma sér inn um hliðardyr og þá kemst maður inn í þennan söguheim. Það er þó hættulegt, því ég veit ekki um neinn sem hefur losnað út úr honum aftur. Lesbókviðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.