SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 52

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Page 52
52 7. nóvember 2010 Jonathan Maberry – Rot & Ruin bbbnn Uppvakningar eru málið vestan hafs og hafa verið um hríð, þá aðallega sem strákabækur á meðan stelpur falla helst fyrir vampírum. Höf- undur Rot & Ruin hefur verið iðinn að skrifa hryllings- og ævintýrabækur og semur einnig myndasögur fyrir Marvel-hasarblöð. Í Rot & Ruin segir frá ungmennum sem búa í heimi þar sem skæður vírus hefur breytt þorra fólks í uppvakninga. Þeir sem komust af hafa hópað sig saman á bak við víggirðingar og reyna að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi. Innan hvers samfélags starfa svo sérstakir uppvakningabanar, ævintýramenn sem fara um á hættu- svæðinu og drepa uppvakninga, ýmist til fjár eða af öðrum orsök- um. Tom er slíkur, bardagalistamaður og hugmyndaríkur, en Benny bróðir hans kann ekki að meta hann því Tom virðist lít- ilsigldur samanborið við aðra grobbna uppvakningabana sem rétt- ast væri að kalla slátrara. Ekki er þó allt sem sýnist eins og Benny kemst að þegar hann hættir sér út á hættusvæðið með bróður sín- um. Fagmannlega skrifuð spennubók með fínum boðskap. Byrjun á bókaflokki sem verður eflaust vinsæll. Justin Cronin – The Passage bbbmn Þessi doðrantur, 766 síður, er vampírubók, en þó allfrábrugðin flestum öðrum vamp- írubókum. Hún hefst þar sem menn halda til frumskóga Bólivíu í leit að vírus sem nota mætti til að búa til ofurhermenn. Vírusinn er þó magnaðri en svo að menn fái hamið hann og áður en varir hefur hann lagt heimsbyggðina alla í rúst, þorri mannskyns er smitaður og þeir sem fá vírusinn verða blóðþyrst nánast ódrep- andi óargadýr. Líkt og í Rot & Ruin hafa eft- irlifendur hrúgast saman í víggirtum þorpum, en þeir eiga erfitt uppdráttar því hinir smituðu eru sólgnir í blóð og erfitt að glíma við þá, mun erfiðara en ef væru þeir „bara“ uppvakningar. Eina von mannkyns virðist felast í ungri stúlku sem fékk vírusinn í árdaga en veiktist ekki. Eins og fram kemur er The Passage býsna löng bók og mætti gjarnan vera styttri, til að mynda fer mikið púður í að draga upp mynd af aðbúnaði eftirlif- enda, en þegar Cronin hrekkur í gang standa lesendur á öndinni yfir hamaganginum og ótrúlega snúin fléttan raknar upp smám saman. Erlendar bækur 25. – 31. október 1. Stóra Disney mat- reiðslubókin – Ýmsir höf- undar / Edda 2. Matarræði – Handbók um hollustu – Michael Pollan / Salka 3. Strumpafjör 1 – Peyo / Ið- unn 4. Sokkar og fleira – Kristín Harðardóttir / Tölvusýsl ehf. 5. Strumpafjör 2 – Peyo / Ið- unn 6. Hreinsun – Sofi Oksanen / Mál og menning 7. Borða, biðja, elska – Eliza- beth Gilbert / Salka 8. Myrkvun – Stephanie Mayer / JPV útgáfa 9. Arsenikturninn – Anne B. Ragde / Mál og menning 10. Morgunengill – Árni Þór- arinsson / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Stóra Disn- ey mat- reiðslubókin – Ýmsir höf- undar / Edda 2. Rannsókn- arskýrsla Alþingis – Rann- sóknarnefnd Alþingis / Al- þingi 3. Borða, biðja, elska – Eliza- beth Gilbert / Salka 4. Póstkortamorðin – Liza Marklund/James Patter- son / JPV útgáfa 5. Góða nótt yndið mitt – Do- rothy Koomson / JPV út- gáfa 6. Hafmeyjan – Camilla Läck- berg / Undirheimar 7. Loftkastalinn sem hrundi – Stieg Larsson / Bjartur 8. Makalaus – Þorbjörg Mar- inósdóttir / JPV útgáfa 9. Vitavörðurinn – Camilla Lacberg / Undirheimar 10. Eyjafjallajökull – Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundsson og Sam- kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Lesbókbækur S ilas Marner er ein ástsælasta skáldsaga George Eliot, eins merkasta skáldsagna- höfundar Breta á 19. öld. Bókaforlagið Ugla gefur bókina út fyrir þessi jól í þýð- ingu Atla Magnússonar, en hann hefur á liðnum árum þýtt mörg af þekktustu verkum heims- bókmenntanna, og á skilið margfaldar þakkir fyr- ir hið góða lífsstarf sitt. Það er of fátítt að klassísk verk bókmenntasögunnar rati á íslensku, og ekki eru þau mörg þetta árið, fremur en árin á undan. En það ber að fagna hverju því klassíska verki sem bókaforlög velja til útgáfu. Þetta er útgáfa sem skilar ekki miklu í kassann, og er fremur gerð af hugsjónaástæðum en vegna vonar um skjótfenginn gróða. Viðburðarík saga Silas Marner, sagan af vefaranum níska, er hin viðburðaríkasta. Aðalpersónan, Silas, er sem ung- ur maður sakaður um glæp sem hann er saklaus af. Hann fyllist beiskju, einangrar sig frá mönnum og elskar einungis peningana sína. Hann hættir að minna á mannveru. Hjarta hans er hert og sálin frosin – hann er lifandi dauður. Hann heldur áfram starfi sínu sem vefari, en við þá vinnu minnir hann stundum helst á vél. Peningar og vinna eru það eina sem skiptir máli í tilveru hans en svo er peningunum stolið frá honum og fyrir hvað á hann þá að lifa? Eina vetrarnótt finnur hann kornabarn við dyr sínar og tekur það að sér. Líf hans gjörbreytist. Hann endurheimtir hjarta sitt og sál í gegnum stúlkubarnið sem hleypir birtu inn í líf hans. Hann verður mennskur á ný. Sálfræðilegt innsæi Þessi fræga saga George Eliot minnir nokkuð á ævintýri, söguþráður og atburðir eru með nokkr- um ólíkindum og allmikið er um sérkennilegar tilviljanir. En þarna á við að þegar vikið er af braut raunsæis verður skemmtanagildið fyr- irferðarmeira. Silas Mar- ner er einstaklega fallegt verk um mennskuna og mikilvægi þess að láta sér annt um náungann. Það er viðkvæmnislegur tónn í verkinu sem gerir það einstaklega geðþekkt. Og það myndi nægja eitt sér, en George Eliot er miklu merkilegri höfundur en svo að hún einskorði sig við það. Þrátt fyrir æv- intýralegan söguþráð er höfundurinn skynsöm raunsæismanneskja sem hefur áhuga á umhverfi og hvernig það mótar einstaklinginn. Hún veit af siðum og venjum manna og þeim fordómum og hjátrú sem búa svo auðveldlega um sig meðal þeirra. Hún hefur skilning á samtíma sínum og býr yfir sálfræðilegu innsæi. Hún er merkilegur höfundur enda hefur margt verið um hana skrif- að. Skrifað undir karlmannsheiti Mary Ann Evans fæddist árið 1819 og lést árið 1880. Hún telst í hópi merkustu höfunda Viktor- íutímans, höfundur sjö skáldsagna sem hún skrif- aði undir nafninu George Eliot. Sjálf sagðist hún skrifa undir karlmannsheiti til að tryggja að verk sín væru tekin alvarlega. En einnig má vera að þáttur í því að hún ákvað að skrifa undir dulnefni hafi verið til að koma í veg fyrir að sjónir manna beindust að einkalífi hennar, en hún átti í ást- arsambandi við kvæntan mann, G.H. Lewes, sem hún bjó með í rúmlega tuttugu ár. Bækur George Eliot nutu mikilla vinsælda á sínum tíma, og meðal áhugasamra lesenda var Lovísa, dóttir Viktoríu drottningar. Það voru þessar vinsældir sem gerðu að verkum að Mary Ann steig fram og gekkst við verkum sínum. Mary Ann Evans, sem skrifaði sjö skáldsögur undir nafninu George Eliot, telst í hópi merkustu höfunda Viktoríutímans Klassísk saga um vefarann og barnið Bókaforlagið Ugla gefur út í íslenskri þýðingu hina ástsælu sögu Silas Marner eftir George Eliot Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Silas Marner

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.