SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 53

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Side 53
7. nóvember 2010 53 H ún Ljósa litla er ynd- isleg stelpa sem fæðist í fallegri sveit í lok nítjándu aldar. Hún er viðkvæmt skapandi blóm og mikil pabbastelpa. Pápi hennar er bestur í heiminum, þangað til hún kemst að öðru. Það er ekki auðvelt að horfast í augu við breyskleika bestu pabba og reyndar setjast þær erfiðu til- finningar sem Ljósa þarf að tak- ast á við, svo rækilega að í brjósti hennar að þær þvælast fyrir henni allt hennar líf. En í brjóst- inu hennar Ljósu leynist líka fugl. Fugl sem herjar á hana af mikilli grimmd. Fuglinn þvælir og ruglar í sálinni, yfirtekur hugsanirnar. Og hann stækkar eftir því sem árin líða, þessi fugl sem hún Ljósa ræður ekki við og veit ekki hvaðan kemur. Það er sársaukafullt að fylgjast með varnarleysi hennar gagnvart þessum fugli og þar tekst Krist- ínu Steinsdóttur vel upp. Henni tekst að sýna okkur inn í sál þeirra sem slást við slíka fugla. Þessi saga um hana Ljósu er mikil örlagasaga, saga margra sem hafa þurft og þurfa enn að glíma við geðsjúkdóma. Ljósa líður vissu- lega fyrir það að á þeim tíma sem hún er uppi, þá er þekking á geðsjúkdómum ekki mikil. Og börnin hennar líða fyrir það, maðurinn hennar og í raun allt fólkið hennar. Vissulega veltir maður fyrir sér hvort veikindi Ljósu hefðu kannski aldrei náð slíkum hæðum ef hún hefði fengið önnur tækifæri í lífinu, fæðst við aðrar aðstæður. Ef sköpunarþörfin hefði fengið að njóta sín, ef listamaðurinn sem í henni býr hefði fengið frelsi til að fara sínar eigin leiðir, ef hún hefði fengið að eiga manninn sem hún elskaði. Ef ljósið hennar Ljósu hefði fengið að njóta sín á eigin forsendum. Ef karlveldið hefði ekki ráðskast með flest í hennar lífi. Sagan hennar Ljósu er nefnilega líka saga margra kvenna á Íslandi í gegnum ald- irnar, kvenna sem líða fyrir það eitt að vera konur. Þær áttu að vera alsælar með að unga út börnum og sjá um heimilið, þær áttu ekki vera með neina vit- leysu. Jafnvel má velta fyrir sér hvort nafnið Ljósa sé vísun í Ljósvíkinginn hans Halldórs Laxness, ofurviðkvæma lista- manninn sem hafði frelsi til að vera eins og hann var, af því að hann var karlkyns. Ljósa er kannski kvenkyns Ljósvíkingur, og saga hennar verður fyrir vikið allt önnur. Ljósa minnir líka óneitanlega á hana Rósu hans Bjarts í Sumarhúsum, þegar hana langar í nýtt kjöt og hún rís upp gegn endalausri aðhaldssemi og ráðríki og grípur til sinna ráða. Þetta er vel skrifuð saga sem kemur við hjartað í lesandanum, en þegar líður á söguna verður hún á vissan hátt einhæf, það gerist ekki mikið meira en það að Ljósu versnar. Reyndar fáum við í seinni hluta bókarinnar að sjá inn í huga Katrínar, elstu dóttur Ljósu, en þær hugsanir bæta ekki miklu við. Ég hefði kannski frek- ar viljað sjá meira inn í sálina hans Vigfúsar mannsins hennar Ljósu, því hann er litaður frekar einföldum litum. Það hefði verið áhugavert að sjá litrófið hans, kynnast tilfinningunum sem hann þurfti að slást við í lífinu með henni Ljósu. Ef Ljósa hefði verið karl Skáldsaga Ljósa bbbmn Eftir Kristínu Steinsdóttur Vaka-Helgafell 2010. 242 bls. Ljósa Kristínar Steinsdóttur segir frá listhneigðri og viðkvæmri stúlku. Kristín Heiða Kristinsdóttir Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Cars in rivers ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Síðasta sýningarhelgi! Aðflutt landslag PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 Síðasta sýningarhelgi! ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 LEIÐARSTEF - Fyrsta innsetningin Bergsveinn Þórsson, safnafræðinemi fjallar um verkið Environmental schulpture frá árinu 1969 eftir Kristján Guðmundsson, sem er á sýningunni, Áfangar, verk úr safneign. Ókeypis aðgangur á sýninguna. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. Sýningin Guðmundur og Samarnir. Málverk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal úr ferðum hans um lönd Sama í Finnlandi og munir tengdir menningu þeirra. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu „Að ramma inn tómt“ Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Veiðimenn Norðursins Andlit Aldanna Ljósmyndir Ragnars Axelssonar Sýningin stendur til 28.11.2010 Ókeypis aðgangur Safnið er opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga www.gerdasafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 30.10.–21.11.2010 Listamannaspjall sunnud. 7. nóv. kl. 15.00 ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR Samtímis Safnið er opið 13-17 alla daga nema mánudaga, aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Forngripasafnið og Árstíðir - myndir Sigrúnar Eldjárn Fjarskiptasafnið við Suðurgötu, opið sunnudaga 11-17 Barnaleiðsögn sunnudag kl. 14 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Þjóðleg fagurfræði 14 listamenn – tvennra tíma Fjölbreytt dagskrá um helgina nánar á heimasíðu OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 30. október – 2. janúar 2011 Gjörningaklúbburinn-TIGHT Eggert Pétursson-Málverk Meðlimur Gjörningaklúbbsins tekur þátt í leiðsögn sunnudag 7.október kl. 15 Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.