SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Blaðsíða 54
54 7. nóvember 2010 V indhviðurnar börðu fast og örugglega á gluggana heima þegar ég tyllti mér niður með rjúkandi heitt og kolsvart kaffi í vikunni og hóf að fletta í gegnum nýútkomna bók ljósmyndarans Ragnars Axels- sonar, RAX, Veiðimenn Norðursins. Þetta gluggaveður var reyndar vel við hæfi því margar af ljósmyndunum voru tekn- ar við veðuraðstæður sem fengju flesta til að hlaupa inn til sín og koma höndunum vel fyrir á næsta ofni til að fá smá hita í þær. Í bókinni, sem skipt er í tíu myndræna kafla hafa verið teknar saman á annað hundruð ljósmynda, bæði í lit og svarthvítar eftir Ragnar, sem hann hefur fest á filmu á Græn- landi og í Nunavut í fjölmörgum heimsóknum sínum til ná- granna okkar í norðri sem oft á tíðum hafa verið miklar æv- intýraferðir ef marka má þann fjölda ljósmynda sem prýða bókina. Undanfarin 30 ár hefur Ragnar orðið vitni og skráð þær breytingar sem hafa átt sér stað á lífsháttum íbúa á norður- heimsskautsvæðinu. Ljósmyndir hans eru ómetanlegar heimildir um líf manna og dýra í afskekktustu byggðum heims og þær stórbrotnu náttúruperlur sem þar er að finna, sem að öllu óbreyttu munu taka miklum breytingum á næstu árum ef áfram heldur sem horfir í breytingum á viðkvæmu vistkerfi norðurskautsins. Þegar ég hugsa um ljósmyndir Ragnars sem ég hef séð í gegnum tíðina eru það svart-hvít meistaraverk hans sem öll segja ákveðna sögu, sem koma fyrst upp í hugann. Í Veiði- menn norðursins bætast við litmyndir sem gefa lesendanum færi á að sjá mannlíf og náttúru Grænlands í allt öðru ljósi en áður í ljósmyndum Ragnars. Ég staldraði einmitt lengur við eina af þessum litmyndum en ég gerði við aðrar ljósmyndir í bókinni. Á henni er hópur ungra barna að leika sér í fótbolta á snævi þöktu torgi í bænum Kulusuk og fyrir miðju á henni er drengur með húfu merkta Handknattleiksfélagi Kópavogs. Nú veit ég ekki hvort Kópavogsbúinn og bæjarlistamaður Kópavogs, Ragnar, er stuðningsmaður HK eða Breiðabliks, en mér fannst það skemmtileg tilviljun að þetta rauða merki sem augu manns leita beint til skyldi rata inná þessa fjörugu ljósmynd. Sjálfur hef ég aldrei heimsótt Grænland og finnst hálfgerð synd að hafa ekki heimsótt landið þar sem það er nánast í bakgarðinum hjá okkur. En með myndum Ragnars kemst maður ansi nálægt því að vera staddur þar í eigin persónu. Þegar rýnt er í dökka og kornótta áferð ljósmynda af veiði- ferðum heimamanna fær maður það á tilfinninguna að maður sé sjálfur staddur á ísbreiðunni í hópi veiðimanna sem feta í fótspor forfeðra sinna og miðla aldagömlum veiðiaðferðum til komandi kynslóða. Ragnar fer með lesendur á framandi slóðir sem þurfa ekkert endilega að vera hinumegin á hnett- inum til að geta talist framandi. Við ljósmyndirnar bætast svo áhugaverðar frásagnir Ragn- ars af veiðiferðum og lífi íbúa í nyrsta þorpi Grænlands í bland við fróðlegar greinar Mark Nuttall um inúíta, hlýnun norðursins og hinn mikilfenglega hvítabjörn, svo fátt eitt sé nefnt. Veiðimenn norðursins gerir það sem góðar bækur gera best, þær draga lesendann inn og sleppa honum ekki fyrr en síðasta ljósmyndin hefur verið grandskoðuð frá öllum sjón- arhornum og síðustu blaðsíðunni verið flett. Á framandi slóðum í bakgarðinum Ljósmyndabók Veiðimenn norðursins bbbbb Ljósmyndir eftir Ragnar Axelsson. Texti eftir Mark Nuttall og Ragnar Axelsson. Crymogea 2010. Matthías Árni Ingimarsson Börn leika fótbolta á snævi þöktu torgi í Kulusuk. Ein myndanna úr bók Ragnars Axelssonar, RAX, Veiðimenn norðursins. Ljósmynd/Ragnar Axelsson Lesbók B arnabókin Flateyjarbréfin eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur hefst þar sem Ólafía Arndís skrifar kennaranum sínum bréf þar sem hún er á leiðinni út í Flatey: „Eftir að pabbi missti vinnuna í vetur og fasteignasalan hennar mömmu fór á hausinn.“ Þannig nýtast erfiðleikarnir í íslensku efnahagslífi síðustu misseri vel sem voðaatburður sem breytir gangi hversdagsins og úr verður nýr og spenn- andi heimur. Á síðasta ári var hrunið mjög áberandi í íslenskum skáldverkum, en þá yfirleitt með einföldum blæ; þröngvaði sér ófor- varandis inn í afbragðsbók Eiríks Arnar Norðdahls, Gæsku, og var leiktjöld fyrir ástardrama í sögunni af Tristan og Írisi Sól eftir Ragn- heiði Gests- dóttur. Á þessu bókaári er hrunið ekki síð- ur áberandi en fyrir síðustu jól, en birtist á að- eins annan hátt. Eins og heiti bókar Láru Bjargar Björnsdóttur, Takk útrásarvík- ingar, kemur hrunið þar við sögu en þá helst hvernig hrunið hefur breytt mörgu smálegu í lífi okkar, þó að frásagnir af ýmsum uppákomum í lífi Láru Bjargar séu í aðalhlutverki. Segja má að Óttar M. Norðfjörð fari alla leið í kreppuúrvinnslu, því möndullinn í spennusögunni miklu Áttablaðarósinni er eftirmáli hrunsins og hlutir sem eru nærri okkur í tíma; salan á íslenskum orkuauðlindum til útlendinga; í bókinni ásælast kínversk stjórnvöld Orkuveitu Íslands og inn í allt saman blandast ein helsta auðkýfingaætt Íslands, mansal, vændi og morðóð illmenni. Ævintýrasagan Sigurðar saga fóts eftir Bjarna Harðarson segir ekki bara sögu hrunsins heldur sögu uppsveiflunnar líka, þess hvernig íslenskir við- skiptamenn fyrri tíma, sem voru ekki síður ævintýramenn, ólu upp kynslóð brakúna sem kunnu fátt annað en að skulda og urðu líka heimsmetshafar í þeirri iðju. Líkt og í bókinni hans Óttars finnst manni sem maður þekki annan hvern mann, sem fígúrur úr viðskipta- og stjórnmálalífinu lifni á síðunum, hálfu geggjaðri og mun skemmtilegri. Miðað við hefðbundna greiningu á sorgarviðbrögðum erum við búin með doðann og afneitunina og á leið út úr reiðinni og inn í þunglyndið. Lokaskrefið er svo sáttin, sem kemur kannski þegar við höfum öll flust í afskekktan dal austur í Asíu og ræktum þar garðinn okkar í sátt við allt og alla líkt og Sigðurður fótur. Brak- únaæv- intýri Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is ’ Sáttin kemur kannski þegar við höf- um öll flust í afskekktan dal austur í Asíu og ræktum þar garðinn okkar í sátt við allt. Ég les hægt. Raunar svo hægt að það háir mér þegar til þess er litið að ég starfa við bókaútgáfu. Ég glugga daglega í bók mér til ánægju – helst þó þegar ég er lagstur á koddann á síðkvöldum. Og sofna oftast frá bók- inni svo fljótt að næsta kvöld þarf ég að fletta til baka um nokkrar síður til að finna þráðinn, og því kemur fyrir að ég er stundum staddur framar í bókinni í vikulok en ég var í viku- byrjun. Bók sem ég las fyrir stuttu hverfur mér ekki úr huga. Vargatal Sigfúsar Bjartmarssonar er einstakt verk, ekki líkt neinu öðru sem ég hef lesið um dagana og dæmi um sjaldgæfa lestr- arnautn. Ekki nóg með að efni bók- arinnar, vargar á Íslandi, sé for- vitnilegt heldur hefur hugsun bókarinnar bein áhrif á lesandann, hafi hann yfirleitt nokkurn sans fyrir náttúrunni. Og tungutakið maður, tungutakið. Verkfæri rithöfunda er tungumálið. Sigfús kann ekki einasta að nota verkfærið, hann hikar ekki við að beygja og teygja þetta tól sitt svo það falli að hugsun hans og gerir það af slíkri kúnst að maður les heilu máls- greinarnar aftur og aftur, og þær hljóma best upphátt. Þá er eins og um tunguna leiki verulega vel soðinn og síaður landi. Ég skil ekki alveg af hverju ég var ekki búinn að lesa þessa bók fyrr, hún er ekki ný, gefin út af Bjarti 1998. En raunar hef ég aldrei lagt áherslu á lestur nýrra bóka umfram aðrar, vitandi að verulega góðar bókmenntir eru alveg jafn góð- ar eftir fimm ár, fimmtíu eða fimm hundruð ár. Lesarinn Aðalsteinn Svanur Sigfússon markaðsstjóri Um tunguna leiki verulega vel soðinn og síaður landi Aðalsteinn Svanur segir Vargatal Sigfúsar Bjartmarssonar einstakt verk. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.