SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 55

SunnudagsMogginn - 07.11.2010, Qupperneq 55
7. nóvember 2010 55 L ífið er ljúft hjá tíkinni sem leggst upp í sófann á heimili skáldsins á Ásvallagötu, leggst á bakið við hliðina á blaðamanni og lætur strjúka sér. „Ég held það sé ágætt að vera hundur,“ segir Þórarinn Eldjárn og býður svo blaðamanni upp á kaffi: „Sykur? Mjólk? Bara loft?“ Menningarlegra getur upphaf viðtals um Shakespeare varla orðið. En þetta rómaða leikskáld var líka ólík- indatól! Út er komin á bók þýðing Þórarins á Lé konungi og notast verður við þá þýðingu í jólasýningu Þjóðleik- hússins. „Alls staðar á byggðu bóli fylgir því mikil ábyrgð að þýða Shakespeare,“ segir Þórarinn. „Auðvitað spilar inn í, að hann hefur svo sem verið þýddur áður á íslensku af hinum mætustu þýðendum, Steingrími Thorsteinssyni og Helga Hálfdanarsyni. Þannig að fyrir utan frumtext- ann, sem er mikil áskorun, þá þarf maður að gera þetta þannig, að menn kinki kolli eftir á og segi: „Já, já, þetta mátti alveg gera.“ En segi ekki: „Þvílíkur óþarfi – fyrst hitt var til.“ Þannig að óneitanlega er búið að hlaða upp vænt- ingum, sem að einhverju leyti verða til þess að mikla verkefnið fyrir manni sjálfum og reyndar öðrum líka – hvað þetta hljóti að vera hryllilega erfitt.“ – Var þetta ekki hryllilega erfitt? „Jú, þetta var erfitt, en um leið er þetta ekki eins heil- agur texti og maður hélt. Tungumál Shakespeares er svo fjölbreytilegt og oft á tíðum óhátíðlegt. Svo er þetta spurning hvað maður leggur upp með. Það væri hægt að gera þýðingar, sem væru meira og minna leikgerðir, þannig að maður tæki tiltekinn pól í hæðina í líkingum og öðru, og færði textann yfir á allt annað plan, ann- aðhvort eitthvað mjög hversdagslegt eða með því að færa hann til í tíma, eins og algengt er að gert sé á leik- sviði. En ég reyndi ekkert slíkt, heldur fylgdi ósköp ein- faldlega frumtextanum náið, bæði efnislega og í brag. Og ég notaði fyrst og fremst venjulegt íslenskt nútímamál, forðaðist allan hátíðleika – ef hann var óþarfur.“ – Er nálgunin svipuð og þegar þú tókst á við Völuspá? „Reyndar ekki alveg sambærileg, því margt af því sem manni finnst hátíðlegt í enska frumtextanum var það ekki á dögum Shakespeares. Ég er samt ekki að færa textann niður á nútíma götumál, síður en svo, en ég sleppi öllu óþarfa skrúði sem þvælist fyrir skilningi.“ – Þú hefur gaumgæft þýðingar Steingríms og Helga? „Já, ég held ég geti fullyrt að báðar þessar eldri þýð- ingar eru mjög góðar, þær eru nákvæmar og margt fal- legt í þeim. Þýðing Steingríms er að sjálfsögðu orðin ákaflega gömluð á mörgum sviðum, kom út 1878 og var þá ekki glæný; orðalagið er gamaldags og oft fjarri því sem nokkrum manni nú á dögum dytti í hug að taka sér í munn. Málið hjá Helga er miklu nútímalegra, en hann heldur sig við ýmis atriði sem ég sleppi, til dæmis þéringar og véringar. Það var tekin ákvörðun um það strax í byrjun að sneiða hjá þeim, þannig að fólk færðist nær því að líta á karakterana sem venju- legar persónur, þó að kóngar séu, jarlar og konungsdætur. Það má segja að þýðing Helga sé á hærra skrúðplani en mín. Og þrátt fyrir allt er hún komin hátt á fer- tugsaldur og margt í því hvernig íslenskur texti er settur fram, ekki síst á leiksviði, breytist á svo löngum tíma.“ – Á Lér konungur enn erindi? „Þetta er sígilt verk sem á erindi við alla tíma. Það fjallar um þætti sem eru alltaf á döfinni, valdið og mörk þess, samskipti foreldra og barna, systkinadeilur, ást, ofbeldi, stríð og illdeilur. Auk þess er verkið svo marg- slungið, að nýir leikstjórar eru líklegir til að taka það nýjum tökum á hverjum tíma.“ – Talar verkið á einhvern hátt inn í kreppuna? „Ja,“ segir Þórarinn og veltir vöngum. „Ef svarað er á mjög einfaldan hátt, þá getur maður bara sagt: „Dramb er falli næst.“ Svo verður hver fyrir sig að ákveða hvað er dramb. Þegar svona margslungið verk er annars vegar, þar sem eru stórar og sterkar tilfinningar og miklir atburðir, þá fer ekkert hjá því að menn munu ósjálfrátt, hver fyrir sig, draga líkingar, án þess að þýðandi eða leikstjóri hafi viljað undirstrika það með sérstökum hætti, enda held ég að það kynni ekki góðri lukku að stýra.“ Það heyrist þungur andardráttur í hundinum, sem farinn er að hrjóta undir samræðunum. – Hvernig maður var Lér konungur? „Ja, hann er náttúrlega …“ Þórarinn hikar eitt augnablik. „Maðurinn er kolklikkaður! Hann hagar sér mjög ein- kennilega. Kannski eru það elliglöp. Hann er áttatíu ára og dæturnar tala um það sín á milli, að ýmislegt sem hann sé með á prjónunum séu elliglöp. En þær eru auð- vitað ekki hlutlausar – og tvær eldri dæturnar eru ekkert sérlega vandaðir karakterar. En sem leikpersóna bregst Lér konungur við með mjög öfgafullum hætti gagnvart því þegar yngsta dóttirin er ekki reiðubúin að fylgja í fótspor eldri dætranna og lýsa því á smjaðurslegan hátt hversu yfirgengilega mikið hún elski hann. Hann sér fljótt villu síns veg- ar, en þá er sorfið ansi mikið að hon- um.“ – Er einhver húmor í þessu verki? „Já, já, en það er fyrst og fremst fíflið sem stendur fyrir honum. En jafnframt fer öfgakennd orðræða Lés á köflum, að minnsta kosti fyrir minn smekk, yfir mörk þess hlálega. Þá er það spurning um orðalag og stíl, hvernig hann kemst að orði. En fíflið gegnir þessu klassíska hlutverki, að mega segja sann- leikann við húsbóndann án þess að eiga það á hættu að verða höfðinu styttri. Ég er mjög spenntur að sjá útkomuna. Ég held að þessi leikstjóri, Benedict Andrews, sem hingað er kominn frá Ástralíu og Berlín til að setja verkið upp, sé mikill snill- ingur og eigi eftir að taka það þeim tökum, að úr verði verulega merkileg sýning.“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Þórarinn Eldjárn Dramb er falli næst ’ En jafn- framt fer öfgakennd orðræða Lés á köflum, að minnsta kosti fyrir minn smekk, yfir mörk þess hlálega.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.