Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 2. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 67. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «RFF UM HELGINA FRUMLEG OG FLOTT HÖNNUN «GAURAGANGUR Þéttur og skemmti- legur söngleikur 6 VÍÐÁTTUMIKIÐ svæði var rýmt um leið og eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst og þurftu tæp- lega 500 manns að yfirgefa heimili sín. Ljóst er að virknin getur færst undir ísinn með tilheyrandi flóði ef sprungan lengist. Þá er einnig hætta á að Katla gjósi, en gos úr henni hefur oft valdið geysilegu tjóni. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur bent á tengsl milli eld- stöðvanna. Kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli gætu virkað eins og gikkur á Kötlu. „Atburðarásin getur tekið ýmsar stefnur, þess vegna er svo mikilvægt að fylgjast vel með öllu,“ segir Páll. Stöðug vakt er á Veðurstofunni til að fylgjast með framvindu eldgossins. Þá er samhæfing- arstöðin í Skógarhlíð áfram virk. Flestir mættu til skráningar í fjöldahjálpar- stöðinni á Hvolsvelli eftir að hafa fengið boð um að rýma heimili sín rétt fyrir klukkan eitt í fyrri- nótt, eða 420 manns. Tveir mættu á Hellu og 60 fóru austur til Víkur. Rýmingin tók rúmar tvær klukkustundir og var lokið tæplega þremur og hálfri klukkustund eftir að lögreglu var gert viðvart um eldgosið. „Ég sá fljótt að gosið var ekki framan til í jöklinum og ógnaði okkur því ekki,“ segir Ólafur Eggertsson, oddviti Rangárþings eystra. „Við höfum verið mánuð í spennitreyju,“ segir hann um aðdraganda gossins. Talið er að gosið hafi byrjað tuttugu mínútum áður en sjónarvottar létu Neyðarlínuna vita eða um klukkan hálftólf á laugardagskvöld, en þá var farinn að sjást bjarmi frá eldglæringunum víða og þurftu lögreglumenn á Hvolsvelli ein- ungis að bregða sér út til að staðfesta að eldgos væri hafið. Innanlandsflug lá niðri fram eftir degi í gær og millilandaflug raskaðist vegna lokunar flug- brauta í Keflavík. Flugfarþegar á eigin ábyrgð Sif Björk Hilmarsdóttir var meðal fjögurra þúsunda flugfarþega sem töfðust. Hún var kom- in út í flugvél á Boston-flugvelli í Bandaríkj- unum á laugardag þegar flugstjórinn tilkynnti farþegunum að ekki yrði flogið vegna gossins. „Við sátum í vélinni í tvo og hálfan tíma en feng- um reglulega upplýsingar frá áhöfninni um gang mála heima.“ Þar sem um náttúruhamfar- ir er að ræða bera flugfélögin enga fjárhagslega ábyrgð. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir þó að reynt verði af fremsta megni að hjálpa fólki að komast í tengi- flug. Flogið var yfir gossvæðið í gærkvöldi en litlar breytingar virtust hafa orðið á eldgosinu, virkni þess hefur aukist og minnkað á víxl en það segir jarðvísindamönnunum lítið um framhaldið. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við fréttavef mbl.is að nú í morgunsárið myndi hann, ásamt starfsmönnum almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra, funda með Kjartani Þorkelssyni, sýslumanni á Hvolsvelli og formanni almannavarnanefndar í héraðinu, þar sem næstu skref í málinu yrðu ákveðin: „Í raun hefur þetta gengið alveg eftir því skipulagi sem sett var upp og æft hefur verið eftir á síðustu árum.“ Þá fundar almannavarnanefnd í Rang- árvallasýslu klukkan níu. Íbúar þeirra fjórtán bæja sem enn mega ekki snúa til síns heima gistu flestir í Drangshlíð í nótt en þar er rekin ferðaþjónusta. Morgunblaðið/RAX Jarðeldar milli jökla  Fimm hundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna elds- umbrotanna á Fimmvörðuhálsi » Mikil óvissa um hegðun eldgossins á Fimmvörðuhálsi » Íbúar fjórtán bæja fengu ekki að fara heim til sín í nótt » Um þrettán kvikustrókar upp úr kílómetra langri sprungu » Stefnt er á að fljúga yfir svæðið um hádegisbil í dag  Kvikuinnskot sem nú má finna undir Eyjafjallajökli gætu vakið eldfjallið Kötlu af værum blundi  Um 4.000 flugfarþegar töfðust en flugfélögin bera ekki ábyrgð raskist flug vegna náttúruhamfara  Viðbragðsáætlun | 2  Íbúarnir rólegir | 6-7  Atburðarásin | 10-11  Skjálftavirkni | 12  Saga eldsumbrota | 14 Eldgos á Fimmvörðuhálsi Þrátt fyrir að jarðvísindamenn Veðurstof- unnar vakti Eyjafjallajökul og Mýrdals- jökul náið sáu þeir engin sérstök merki um að eldgos væri að hefjast á Fimm- vörðuhálsi. Ástæðan er sú að jarðskjálftar á undan gosinu voru mun minni en fyrir önnur gos sem orðið hafa undanfarin ár. Engin merki um gos sáust á jarðskjálftamælum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.