Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is einfalt & ódýrt Núðlur, 2 t egundir898kr.kg Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is LÍÐAN íslenskra ungmenna hefur ekki versnað þrátt fyrir kreppu. Þetta er niðurstaða rannsóknar Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur, lektors við sálfræðisvið kennslu- og lýðheilsudeildar Háskólans í Reykjavík, sem hún kynnti á árlegu fyrirlestramaraþoni skólans fyrir helgina. Rannsóknin var unnin af Rannsóknum og greiningu. 88% stelpna og 84% stráka ánægð með lífið Einkenni kvíða meðal 14 til 15 ára ungmenna jukust marktækt á árunum 1997 til 2006 og meðal stúlkna í sama aldurshópi jókst þunglyndi. Árið 2003 höfðu rúm 8% stelpna einkenni þunglyndis og 5,2% stráka. Í þeirra hópi er hlutfallið nú komið niður í tæp 5% og meðal stelpna hefur einnig dregið úr þunglyndi. Nú eru 8% þeirra með þunglyndi en voru 0,5% fleiri fyrir fjórum árum. Ungmennum með kvíðaeinkenni hefur sömuleiðis fækkað. Könnunin sem Bryndís kynnti leiðir í ljós að íslensk ungmenni eru ánægð með lífið: 88% stelpna og 84% stráka. Flest eru sömuleiðis hamingjusöm. Bryndís Björk segir þessar niðurstöður ekki endilega koma á óvart, enda séu þær í samræmi við reynslu. Í þeim löndum sem þar sem fyrir hendi sé þróað mennta- og heilbrigðiskerfi verði andleg áhrif af völdum nið- ursveiflu í efnahagslífinu mildari en ella. Sú stefna í for- varnamálum sem rekin hafi verið á undanförnum árum sé sömuleiðis að sanna sig, en reynt hafi verið eftir megni að styrkja fjölskylduna og vekja athygli á mik- ilvægi samveru ungmenna og foreldra. Þannig njóta 45% ungs fólks í dag nær alltaf samveru með foreldrum sínum um helgar en árið 1997 var þetta hlutfall aðeins 33%. Ekki verri líðan í kreppu  Kvíði og þunglyndi ungmenna jukust á árunum 1997-2006  Færri með einkenni í dag  Flest ungmenni hamingjusöm » 8% stelpna með þunglyndi » 1,77% stráka finna fyrir kvíða » Langflest eru ánægð með lífið HÚSADALUR í Þórsmörk er ein- göngu í um níu kílómetra fjar- lægð frá gosstöðv- unum. Ragnheið- ur Hauksdóttir og Brynjólfur Sigur- björnsson staðar- haldarar eru nýbúin að opna Húsadal og segjast ekki vera á förum. Brynjólfur segir þau taka tíðindum af eldgosi með ró og spekt og lítið verða vör við gosið þrátt fyrir nálægðina. „Við erum hér með samþykki Almannavarna enda er engin hætta á ferðum hér. Við er- um ekki inni á hættusvæði þar sem Merkurraninn er á milli og verndar okkur. En ef Katla fer að láta á sér kræla vil ég komast burt í snatri.“ Brynjólfur segir enga ösku hafa fallið í Húsadal og hlaupa þurfi upp í brekk- ur til að sjá bjarmann af eldunum. „Við höfum nóg að sýsla, erum poll- róleg og undirbúum svæðið fyrir ferðamannavertíð sem við vonum að eldgosið komi ekki í veg fyrir. Ef við þurfum að yfirgefa svæðið þarf að skrúfa fyrir allt vatn og gera allt frostklárt. Það er ómögulegt því við komum fyrir örfáum dögum og opn- uðum allt! En það væsir ekki um okk- ur og ef dregur til tíðinda búum við svo vel að vera með tuttugu tonna vörubíl sem kemst allt.“ svanbjorg@mbl.is Verða vart vör við eldgosið Húsadalur er 9 km frá eldstöðvunum RÚMLEGA 150 þúsund gestir komu samtals um 400 þúsund sinnum inn á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í gær til að fylgjast með fréttum af eldsumbrotunum á Fimmvörðuhálsi, samkvæmt mælingu Modernus. Frá miðnætti á laugardag og til kl. 19 í gærkvöldi voru flettingar á ein- stökum fréttum rúmlega 2,2 milljónir. Er þetta mun meiri umferð en á „venjulegum“ sunnudegi. Fyrsta frétt af því að hugsanlega væri farið að gjósa í Eyjafjallajökli birtist á mbl.is kl. 0.35 aðfaranótt sunnudags. Mikil umferð á mbl.isEftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ATHYGLI hefur vakið hve vel og snurðulaust gekk að flytja rösklega 700 manns af hættusvæð- inu við Eyjafjallajökul um miðja nótt. Ljóst er að rýmingaráætlunin virkaði sem skyldi og engin óhöpp urðu. Viðbrögð vegna goss í Kötlu voru æfð fyrir fimm árum og reynslan af þeirri æfingu hef- ur að sögn komið sér vel. Meðal þess sem síðan hefur verið lögð áhersla á er t.d. að símanúmer allra sem virkjaðir eru séu örugglega rétt þannig að þeir fái þau farsíma- skilaboð sem send eru út. Vísindamenn og Al- mannavarnir gerðu sjálfa áætlunina en báru hana síðan undir íbúana á fundum á staðnum og síðan var haldin rýmingaræfing. „Þetta gekk allt mjög vel núna og má segja að þetta hafi verið allt að því generalprufa fyrir okk- ur ef Katla færi að gjósa,“ segir Jón Brynjar Birg- isson, sem er verkefnisstjóri við neyðarvarnir inn- anlands hjá Rauða krossinum. „En í því tilfelli væri reyndar um að ræða rýmingu alveg frá Hvolsvelli austur að Kirkjubæjarklaustri.“ Jón Brynjar segist hafa fengið boð um 20 mín- útur yfir 12 á miðnætti um að gos væri hafið. Mikil gæfa hafi verið að gosið hafi ekki orðið undir jökli. „Við fórum að dusta rykið af áætluninni frá 2005 eftir að skjálftavirknin hófst fyrir tveimur og hálfum mánuði og höfum átt fundi með okkar fólki til að tryggja að allir standi klárir. Við vorum því öll nokkuð tilbúin þegar þetta gerðist. Íbúarnir vissu fyrirfram hvort þeir áttu að fara á Hvolsvöll, í Varmahlíð, Vík í Mýrdal eða annað.“ Hvolsvöllur Skógar Þykkvibær Eyjafjallajökull Mýrdalsjökull Tindfjallajökull Þórsmörk Vestmannaeyjar Rýming vegna eldgoss á Fimmvörðuhálsi Færslur úr aðgerðaskrá Rauða krossins: Kl. 00.4717 Eldgos er hafið. Áhöfn mætt í stjórnstöð í Efstaleiti. Kl. 00.4736 Byrjað að vinna eftir rýmingaráætlun. Kl. 00.5630 Hjálparsíminn 1717 virkjaður sem upplýsingasími almanna- varna. Kl. 01.0704 Hrafnhildur, gjaldkeri Rangár- vallasýsludeildar, fermeð tetra-stöð á fjöldahjálparstöðina á Hvolsvelli. Kl. 01.2848 Búið að tilkynna í útvarpinu að opnuð verði fjöldahjálparstöð í Vík. Kl. 01.3747 Ráðgjafateymi frá landskrifstofu farið úr húsi á leið austur. Kl. 01.4807 Þær fjöldahjálparstöðvar/ skráningarstöðvar sem nú eru opnar eru á Hellu, Hvolsvelli, Varmahlíð, Heimalandi og í Vík. Kl. 02.4605 426 skráðir á Hvolsvelli, 2 á Hellu og 20 í Vík. Margir bíða skráningar í Vík. Kl. 03.5946 Allir sem komu á Vík fóru á Hótel Vík og Hótel Norðurvík og Hótel Lunda.Alls skráðu sig 60 inn og var þeim öllum komið í gistingu. Kl. 04.0611 36 einstaklingar eru á gisti- heimilinu Varmahlíð. 4 eru á Víkurbraut í Vík. Kl. 04.1641 17 manns eru og verða eitthvað áfram í fjöldahjálparstöð á Hvolsvelli. Kl. 03.2913 Rýmingu lokið, beðið eftir staðfestingu á einum bæ. Kl. 04.2926 40-50 manns staddir í félags- heimilinu Heimalandi. Eldgos á Fimmvörðuhálsi Svæði sem rýmd voru aðfaranótt sunnudags. Bæir þar sem rýmingu var ekki aflétt á sunnudag. Fjöldahjálpar- stöðvar. Heimild: Rauði kross Íslands Heimaland Varmahlíð (Hella) (Vík) Hratt og snurðulaust Í HNOTSKURN »Veður var gott og góð færð sem gerðirýmingarstarfið auðveldara. Notað er tetrakerfi til að koma boðum á milli stofnana og liðsmanna sem taka þátt í áætluninni. »Segja má að farið sé eftir eins konarhandriti, allir þekkja sín hlutverk. Brýnt er að fá sem fyrst gott yfirlit og traustar upplýsingar um það hvar sé búið að rýma. »Annars gæti farið svo að inn á hættu-svæði yrðu sendar björgunarsveitir til að kanna ástand á bæjum sem þegar væri búið að rýma.  Rýmingin vegna eldsumbrotanna gekk samkvæmt áætlun og án óhappa  Ef Katla gysi yrði að rýma hús frá Hvolsvelli austur á Kirkjubæjarklaustur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.