Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 -tryggjum öryggi í viðskiptum Ert þú örugglega þú? www.sff.is Til að auka öryggi í viðskiptum þurfa allir viðskiptavinir banka, sparisjóða og eignarleigufyrirtækja að sanna á sér deili með því að framvísa gildu skilríki. Gild skilríki eru vegabréf, ökuskírteini og nafnskírteini. Samkvæmt lögum um peningaþvætti er skylt að framvísa gildum persónuskilríkjum Hafir þú ekki sannað á þér deili er mikilvægt að þú gerir það. „ÞETTA gekk vel. Rýmingaráætl- unin er verðmæt,“ segir Elvar Ey- vindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og fulltrúi í almannavarna- nefnd. Hann var nýlega sofnaður heima hjá sér á Skíðbakka í Austur- Landeyjum þegar kunningjakona hans hringdi af hjónaballi, sem stóð yfir á Hestakránni á Skeiðum, til að spyrja um eldgos í Eyja- fjallajökli. Elvar segist hafa trúað þessu rétt mátulega en farið út og séð bjarma í skýjum yfir jöklinum. „Ég sá að eitthvað var um að vera geta lent í vandræðum með þau,“ segir Elvar. Hann segir að bændum sé ráðlagt að gefa þeim nógu mikið svo hrossin þurfi ekki að krafsa eftir grasi í gegn um öskuna. Eftir þessum ráðleggingum hefur verið farið því víða um Rangárvallasýslu mátti í gær sjá hrossahópa í kring- um heyrúllur. Hætt við að gos standi í vikur „Það er hætt við að þetta standi dögum og vikum saman,“ segir Elvar um framhaldið. Hann segir líklegt að til öryggis verði fólki ekki heimilað að sofa í húsum á svæðum þar sem hætta sé á flóðum með skömmum fyrirvara. Rýmingu var í gær aflétt á öllum bæjum nema fjórtán og fólkið gat flutt heim aftur. helgi@mbl.is en var ekki viss, sérstaklega þegar ég sá á jarðskjálftavef Veðurstof- unnar að ekki voru nein merki um jarðskjálfta,“ segir Elvar um fyrstu viðbrögð sín. Allt kom þetta í ljós og fjöl- skyldan gisti hjá vinafólki sínu á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn þurfti að sinna sínu starfi um nóttina en náði smáblundi undir morgun. Elvar segir að sem betur fer sé lítil flóðahætta af gosinu. „Það er mikill léttir ef lítil aska fylgir þessu. Hér í Landeyjum eru þús- undir útigangshrossa og bændur Fékk fréttirnar af hjónaballi á Skeiðunum Morgunblaðið/RAX Sveitarstjórinn Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, vakn- aði upp við vondan draum á heimili sínu á Skíðbakka í Austur-Landeyjum. GUÐRÚN Gísladóttir, landfræð- ingur hjá Háskóla Íslands og jarð- vísindadeild hans, fór af stað í fyrranótt til að kanna viðbrögð íbú- anna við rýmingu. „Frá okkar sjón- armiði skiptir miklu máli að heima- menn séu með í ráðum,“ segir Guðrún þegar blaðamaður hitti hana undir Eyjafjöllunum um miðj- an dag í gær. Hún var þá búin að fara víða. „Tilgangurinn er að skoða það hvernig fólk bregst við rýmingu og hvaða vankanta það sér á ferlinu. Vonandi er hægt að nota sjónarmið íbúanna til að gera þetta átaka- minna í framtíðinni,“ segir Guðrún. Hún segist hafa lært heilmikið. Nefnir að á fundum í aðdraganda gossins hafi bændur haft miklar áhyggjur af skepnum sínum og ekki viljað yfirgefa býlin þeirra vegna. Telur hún að það þurfi að liggja fyrir að bændur geti gengið að því sem vísu að þeir geti farið heim til að sinna skepnunum, strax eftir rýmingu. helgi@mbl.is Kannað hvernig fólk bregst við „ÉG var farinn að sjá bjarma í klof- inu, þar sem jöklarnir mætast,“ segir Árni Sigurpálsson á Neðri- Þverá í Fljótshlíð. Hann var heima með sambýliskonu og barni í fyrra- kvöld og fór að taka eftir bjarm- anum upp úr klukkan hálftólf. Þau eru á rýmingarsvæðinu en fengu ekki smáskilaboð frá Neyðarlín- unni um hættuna en fréttu um eld- gosið þegar nágranni þeirra hringdi. Sambýliskona Árna fór með barnið á Selfoss en Árni ákvað að fara ekki heldur flutti sig í hús for- eldra hsinna sem stendur ofar í hlíðinni. „Mér fannst ekki taka því að fara. Ég sá strax hvað þetta var innarlega. Það er bara rýmt út að Deild sem er næsti afleggjari hér við og ég hefði farið gamla þjóðveg- inn ef eitthvað hefði gerst.“ Hann tekur fram að hann hafi haft vara á sér um nóttina, sofið með annað augað opið, eins og hann tók til orða. Þegar Árni var að loka húsum um klukkan eitt um nóttina og ganga frá, fann hann að aska var í loftinu og brennisteinslykt. Askan var hins vegar ekki svo mikil að hún sæist í ljósinu. helgi@mbl.is Sá bjarma í klofinu á jöklunum Morgunblaðið/Ómar Dökkt yfir Árni Sigurpálsson hefur gott útsýni yfir gosmökkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.