Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnarhéldu blaðamannafund á dög- unum. Það var svo sannarlega ekki að tilefnislausu. Ráðherrarnir, sem RÚV kallaði ítrekað „stórsveit“ rík- isstjórnarinnar, tilkynntu að þeir hefðu sett saman áætlun sem myndi svara væntingum allra skuldara.     Oft hefur verið haldinn blaða-mannafundur af minna tilefni.     Og hófst svo lesturinn. Honum ætl-aði aldrei að linna og skuldir hrundu af skuldurum eftir því sem á hann leið. Kirsuberið á kökunni var svo stofnun embættis Umboðsmanns skuldara.     Niðurskurðarríkisstjórnin geturaldrei lokið máli sínu án þess að stofna til nýs embættis.     Stórsveitin“ tók sérstaklega framað Umboðsmaðurinn ætti ekki að vera hlutlaus og málefnalegur í störfum sínum. Þvert á móti. Hann ætti beinlínis að draga taum skuld- ara. Það var að vísu ekki nefnt að hann ætti á endanum að greiða skuldir þeirra, en það hlýtur að koma sterklega til álita.     Umboðsmaður neytenda hefurverið virkur í starfi, en þó mun virkari í prófkjörum Framsókn- arflokksins. Þar mætir hann hins vegar alltaf neitendum og því fengið mun minna fylgi en hann hefur átt skilið. Hann mun taka málið upp við Umboðsmann fallinna frambjóð- enda.     Umboðsmönnum fer jafnt og þéttfjölgandi, sem er atvinnuskap- andi á sama tíma og umboðs- mönnum bíla og flatskjáa fer fækk- andi vegna kreppunnar. Fullyrðingar um að ríkisstjórnin sé ekki að gera neitt í atvinnuleysinu fá því vart staðist. Um boðs menn Veður víða um heim kl. 18.00 í gær Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 1 alskýjað Akureyri 1 alskýjað Egilsstaðir 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað Nuuk -6 snjókoma Þórshöfn 6 skýjað Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur -1 snjókoma Helsinki 1 skúrir Lúxemborg 8 skýjað Brussel 9 skýjað Dublin 14 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 12 léttskýjað París 13 léttskýjað Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 8 léttskýjað Berlín 10 skýjað Vín 16 alskýjað Moskva 4 alskýjað Algarve 21 léttskýjað Madríd 15 léttskýjað Barcelona 14 súld Mallorca 18 léttskýjað Róm 15 skýjað Aþena 16 heiðskírt Winnipeg 2 skýjað Montreal 2 skýjað New York 15 heiðskírt Chicago 3 alskýjað Orlando 22 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 22. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:21 19:49 ÍSAFJÖRÐUR 7:25 19:55 SIGLUFJÖRÐUR 7:08 19:38 DJÚPIVOGUR 6:51 19:19 Eftir Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur ingibjorgrosa@mbl.is „ÞEGAR þrengir að og aðrir þættir eiga undir högg að sækja er mjög óeðlilegt að fjármagn og fjár- magnseigendur séu varin með þeim hætti sem nú er og þá á kostnað skuldara,“ segir Ögmundur Jón- asson, þingmaður VG, sem fullyrðir að bankarnir séu yfirfullir af pen- ingum. „Það hlaðast peningar inn í fjármálakerfið og ef við horfum til lögbundins lífeyris og séreigna- sparnaðar þá eru það ekkert litlar fjárhæðir sem renna inn í fjármála- kerfið í gegnum lífeyrissjóðina.“ Ögmundur segir einnig mjög óeðlilegt að fjármagn lúti allt öðr- um lögmálum en aðrir þættir í hag- kerfinu, s.s. laun, tekjur fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga, sem séu varðir með verðtryggingu. „Ég lít svo á að losa þurfi um verðtrygg- ingu fjármagnsins eins fljótt og kostur er. Það þarf að lækka vext- ina svo að við fáum þessa peninga á beit úti í atvinnulífinu.“ Friðrik Már Baldursson, prófessor í hag- fræði, segist ekki sjá beinan tilgang með slíkum aðgerðum núna, þótt vissulega sé æskilegt að í framtíð- inni verði sama fjármálaumhverfi á Íslandi og í löndunum í kring. Að auki myndi peningastefnan virka betur en í ljósi þess að verðbólga hafi verið nokkuð sveiflukennd sé ljóst að óverðtryggð lán yrðu á breytilegum vöxtum og greiðslu- byrðin því sveiflukennd. „Fólk miklar fyrir sér ávæning- inn af afnámi verðtryggingar,“ seg- ir Friðrik og bætir við að nú þegar sé mikið fé bundið í óverðtryggðum eignum svo ef það leitaði út í ein- hverjum mæli yrði það góð innspýt- ing fyrir hagkerfið, og alls ótengd afnámi verðtryggingar. Ögmundur Jónasson Þingmaðurinn vill sjá peningana í atvinnulífinu. Morgunblaðið/Ómar Peningarnir hlaðast upp í kerfinu Hagfræðiprófess- or ekki sammála þingmanni VG FÓLK hefur tryggt sér bú- seturétt í þriðjungi íbúða í blokkum Grundar sem standa við Suðurlandsbraut. Þar er boðið upp á fyrsta flokks þjón- ustuíbúðir fyrir fólk frá sex- tugu. „Það gengur framar öllum vonum,“ segir Júlíus Rafnsson, stjórnarformaður Grundar – Merkurinnar ehf. Fólk hafi val um í hvaða húsi af þeim þremur sem tilbúin eru það búi. „Miðað við þær viðtökur sem við höfum fengið bindum við nokkrar vonir við að það verði farin ígildi tveggja húsa í lok þessa árs.“ Júlíus segir að fyrstu íbúar blokkanna ættu að geta flutt inn síðla aprílmánaðar: „Við erum að leggja lokahönd á íbúðirnar svo fólk geti flutt inn.“ Þjónustumiðstöð á að rísa í blokkunum og segir Júlíus unnið að hönnun hennar. „Nú er bæði þarfagreining og hönnunarvinna í gangi. Byrjað verður á byggingu hennar á þessu ári og hún tekin í notkun á næsta ári.“ Grund keypti blokkirnar af Landsbankanum í lok febrúar en þær höfðu verið til sölu síðan bank- inn tók blokkirnar yfir af Nýsi í september 2008. gag@mbl.is Hafa ráðstafað þriðjungi íbúðanna Í HNOTSKURN »Alls eru 78 íbúðir í blokkunum þremursem Grund keypti af Landsbankanum við Suðurlandsbraut. » Íbúðirnar eru allt frá 80 fermetrum ogupp í um 140 fermetra. » Íbúaréttur í minnstu íbúðunum kostar7,9 milljónir og er mánaðarleigan fyrir þær 116 þúsund krónur. Júlíus Rafnsson ALÞJÓÐLEGUR dagur Downs-heilkennis var haldinn í gær í Laugardal, í annað sinn á Íslandi. Tilgangurinn var að vekja almenning til vitundar um Downs-heilkenni og standa vörð um margbreytilega mannlífsins. Fjölbreytileikanum fagnað Morgunblaðið/Jakob Fannar Líf og fjör í Laugardalnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.