Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 11
niðri fram eftir degi og millilanda- flug raskaðist vegna lokunar flug- brauta í Keflavík. Aðspurð hvort nauðsynlegt hafi verið að stöðva flugumferð til og frá Íslandi fyrripart gærdagsins segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Flugstoða, að unnið hafi verið eftir ákveðnum verklags- reglum í nánu samstarfi við Veð- urstofu Íslands og að meðan óvissa ríki um umfang slíkra náttúru- hamfara séu viðbrögðin sterk. „Allar spár gengu út frá öskufalli og þar sem vindátt var óhagstæð fyrir Keflavíkurflugvöll var ekki um neitt annað að ræða en loka fyrir flugumferð.“ Flugstoðir afléttu flug- banninu þegar líða tók á daginn en flugvélar þurfa fljúga yfir 5.000 fet- um yfir þríhyrningslaga svæði við eldgosið. Mikil óvissa um framhaldið Vísindamenn fylgjast grannt með þróun atburða og segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, að þar sem aðdragandi gossins hafi verið mjög óvenjulegur ríki óvissa um framhaldið. Þá sé gosið tengt við kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli sem hafi verið í gangi í nokkra mán- uði og því fylgst vel með jöklinum, sem og Kötlu, en sagan sýnir að tengsl séu milli Kötlu og Eyjafjalla- jökuls. „Gosið núna er líklega rás upp úr kvikuinnskoti sem nær til víðáttu- mikils svæðis undir Eyjafjallajökli og gæti þróast í annan farveg.“ Freysteinn segir einhverjar líkur á að gossprungan lengist og teygist inn að jöklinum eða að sprunga opn- ist á öðrum stað og þá muni skapast mun meiri hætta. Gosið í Fimm- vörðuhálsi hefur verið sveiflukennt í virkni en það sé alþekkt og allt of snemmt að segja til um hvort gosið eigi eftir að færast í aukana eða réna. „Næstu skref eru að meta hvort þrýstingur hafi minnkað í rótum eldstöðvarinnar í Eyjafjallajökli. Það verður gert með því að skoða jarðskorpuhreyfingar. Ef þrýsting- urinn hefur minnkað eru líkur á að það dragi úr virkni gossins en ef þrýstingurinn hefur lítið breyst er framhaldið alveg óráðið,“ segir hann. stöðug vakt Morgunblaðið/RAX 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 „Við tókum ekki neitt nema köttinn,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, bóndi á Lindartúni, en hann og fjölskylda hans urðu að rýma bæinn í fyrrinótt. „Þetta bar ekkert öðruvísi að en ég ímyndaði mér, en ég hafði ímyndað mér að þetta myndi ekki gerast,“ sagði hann. Fjölskyldan fór í Hvolsskóla á Hvolsvelli þar sem Rauði krossinn var með fjöldahjálparmiðstöð. Þar var ró yfir fólki þótt stutt væri liðið frá því það þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti. Ómögulegt er að vita hversu langvinnt eða öflugt gosið verður. Brynjólfur, líkt og aðrir, vonast til að gosið leiði ekki til flóðs í byggð. Tóku bara köttinn með sér Brynjólfur Bjarnason Flestir sem þurftu að yfirgefa heimili sín í nágrenni Eyjafjallajökuls gistu hjá vinum eða ættingjum í nágrenn- inu. Margir gistu einnig í fjöldahjálp- armiðstöð Rauða krossins í Hvols- skóla. Þar var komið fyrir dýnum, fólk fékk teppi og hressingu að vild. Sumir bændur sem biðu þess að fá að komast aftur að jörðum sínum til að sinna búpeningnum völdu hins vegar hvorugan kostinn. Þess í stað hölluðu þeir sér í bílum sínum, m.a. á bílastæðinu fyrir utan söluskálann Björk, sem var opnaður vegna goss- ins, og einnig fyrir utan Hvolsskóla. Með þessu móti voru þeir auðvitað í betri stöðu til að renna af stað um leið og lögreglan opnaði leiðina. Hjá vinum, í miðstöð eða í bílum Ómar Ragnarsson hefur sagt frá og myndað öll eldgos og náttúruhamfarir sem hér hafa átt sér stað undanfarna áratugi. „Ég var þarna mættur eins og mín var von og vísa. Þetta er 21. eld- gosið sem ég skoða. Þetta var lítill, feiminn og sætur eldsúludans,“ segir Ómar. Hann segir að það sem mest hafi komið á óvart núna hafi verið hve erfitt honum og fréttamönnum Sjónvarpsins sem með honum voru í bíl, hafi reynst að fá aðgang að svæðinu. „Við vorum strax stöðvuð af lögreglunni á Sel- fossi og meinað að halda áfram. Þá á eftir að keyra eina 60 kílómetra til að komast inn á hættusvæði. Við fengum ekki að halda ferð okk- ar áfram fyrr en fréttastjóri Sjónvarps hafði blandað sér í málið. Ég verð að segja að mér finnst heldur einkennilegt að hefta för frétta- manna sem eru hluti af almannavörnum. Það er þjónusta og skylda fjölmiðlafólks að afla upplýs- inga. Það er margt líkt með störfum fjölmiðla- manna og björgunarsveitarmanna þegar vá stendur fyrir dyrum.Vissulega er skiljanlegt að vilja hafa stjórn á málum en það var bara öllu skellt í lás. Þetta þarf að skoða og koma í betra lag.“ svanbjorg@mbl.is „Lítill, feiminn eldsúludans“ sem lögregla gerði fréttamönnum erfitt að nálgast Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í návígi við eldinn Ómar Ragnarsson þúsundþjalasmiður hefur skoðað 21 eldgos á lífsleiðinni. MIKLAR tafir urðu á flugi frá Bandaríkjunum í gær þar sem bann- að var að lenda í Keflavík. Sif Björk Hilmarsdóttir var komin út í flugvél á Boston-flugvelli á laugardag þegar flugstjórinn tilkynnti farþegum að eldgos væri hafið á Íslandi. „Öllum brá svakalega en héldu samt ró sinni. Við sátum í flugvélinni í tvo og hálfan tíma en fengum reglulega upplýsingar frá áhöfninni um gang mála heima.“ Þegar ljóst varð að ekkert yrði af flugi til Íslands var farþegunum hleypt frá borði. Sumir héldu til á flugvellinum en Sif gisti ásamt fjölskyldu sinni á hóteli og voru þau mætt aftur út á flugvöll um kvöldmatarleytið í gær þegar Morg- unblaðið náði tali af henni. Þá var búið að innrita farþegana en óvíst um brottfarartíma. Skapar mikil óþægindi Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að seinkun hafi jafnframt orðið á flugi til og frá sex Evrópuborgum og hafði þessi mikla röskun áhrif á ferðir 4.000 flugfarþega. Raskist flug vegna náttúruhamfara bera flugfélög enga fjárhagslega ábyrgð og greiða far- þegar sjálfir kostnað vegna aukaút- gjalda. „Við reynum eftir megni að hjálpa fólki að komast í önnur tengiflug og slíkt en þetta skapar mikil óþægindi og er vissulega skaði fyrir flug- farþega. Þótt allir sýni svona að- stæðum skilning þá veldur svona skaði auðvitað óánægju og starfsfólk okkar hefur alveg orðið vart við það þótt allir reyni sitt besta,“ segir Guðjón. 4.000 flugfar- þegar töfðust  Flugfélög firrt ábyrgð í hamförum Strandaglópar Allt millilandaflug tafðist í gær vegna eldgossins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.