Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VEÐURSTOFAN vaktar Eyjafjallajökul og Mýr- dalsjökul grannt með jarðskjálftamælum, GPS- mælum og fleiru en þrátt fyrir viðbúnaðinn sáu eft- irlitsmenn hennar ekki á mælum sínum að gos væri hafið á Fimmvörðuhálsi. Ástæðan er sú að jarð- skjálftar á undan gosinu voru mun minni en fyrir önnur gos sem orðið hafa á undanförnum árum. „Það var í raun bjarminn á himni sem sagði okkur að gos væri hafið,“ sagði Steinunn Sigríður Jak- obsdóttir, verkefnisstjóri jarðváreftirlits Veðurstof- unnar í gær. Sú hrina kvikuinnskota sem leiddi að lokum til goss- ins á Fimmvörðuhálsi hófst síðastliðið sumar. Hrin- an kom m.a. þannig fram að jarðskjálftar voru fleiri en vanalega og mælingar sýndu að jarðskorpan færðist töluvert til suðurs (þ.e. töluvert á jarð- fræðilegan mælikvarða). Hrinan gekk niður í ágúst en hófst síðan aftur í lok desember. Í byrjun mars jókst hrinan enn og þessi órói varð til þess að al- mannavarnir voru settar í viðbragðsstöðu. Færri skjálftar en hlutfallslega fleiri stórir Á blaðamannafundi á Hvolsvelli í gær benti Stein- unn á að í hrinunum frá 3. mars hefðu kvikuinn- skotin verið á 7-10 km dýpi. Þegar hrinurnar færð- ust til austurs virtist grynnka á virkninni, þ.e. innskotin voru ofar í jarðskorpunni. Ein slík hrina hófst í Eyjafjallajökli á föstudag, einum degi fyrir gos. Líkt og áður færðist virknin til austur og hún grynnkaði. Í þetta skiptið fór hrinan þó lengra til austurs en í fyrri skiptin. Það síðasta sem sást á mælum Veðurstofunnar fyrir gosið var að heldur dró úr skjálftavirkni en það vakti hins vegar athygli að skjálftum sem voru stærri en tveir á Richter fjölgaði hlutfallslega. Óró- inn var samt sem áður mun minni en í aðdraganda annarra gosa. Gosið sjálft er sömuleiðis kraftminna en flest gos undanfarinna ára. „Við erum búin að læra mjög mikið í nótt“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Steinunn að eftir á að hyggja hefði mátt sjá merki um að gos væri í aðsigi og raunar hefði þróunin á föstudag vakið at- hygli jarðvísindamanna hjá stofnuninni. „En við bjuggumst alltaf við gosóróa og virkni til- svarandi við þá sem við höfum séð í gosum á síðustu áratugum. En orkan sem við sáum í jarðskjálftunum er svo miklu, miklu minni í þessari byrjun heldur en í öðrum gosum, þannig að við áttuðum okkur ekki alveg á því að þetta væri að byrja. En núna í dag, þá myndum við vita að svona merki eins og við vorum að horfa geta verið byrjun á eldgosi, við erum búin að læra mjög mikið í nótt,“ sagði hún. Aðspurð sagði Steinunn mjög ólíklegt að Katla gæti gosið, án þess að þess sæi stað á jarð- skjálftamælum. Sögulega séð hafa ávallt fundist skjálftar í byggðinni í kring fyrir Kötlugos. Það gosefni sem í gær hafði komið upp úr sprung- unni virtist vera basískt og ekki eins nærri eins súrt og síðast kom upp í Eyjafjallajökli 1821-1823 en þá gaus í toppgígnum, að sögn Magnúsar Tuma Guð- mundssonar, jarðeðlisfræðings. Sáu ekki merki um gosið Morgunblaðið/RP Mjúkt Kristján Jónsson, Landsbjörgu, nær í sæng fyrir systur sína. Á merkinu segir að húsið hafi verið rýmt. Morgunblaðið/RP Móttaka Hrafnhildur Björnsdóttir, Rauða krossinum, var meðal þeirra sem tóku á móti fólki í Hvolsskóla.  Bjarmi á himni fyrir ofan jökulinn vitnaði um að gos væri hafið en ekki mælar Veðurstofunnar  Órói fyrir gosið var mun minni en fyrir önnur gos  Vísindamenn telja sig hafa lært mikið af reynslunni Lærdómar verða dregnir af því hvernig hraunkvik- unni tókst að læðast upp á yfirborðið á Fimm- vörðuhálsi, án þess að Veðurstofan yrði þess vör. Yfirmaður jarðváreftirlits Veðurstofunnar telur ólíklegt að Katla gæti gosið án þess að aðdrag- andinn kæmi fram á jarðskjálftamælum. SKÁLI Útivistar á Fimmvörðuhálsi stendur eingöngu um tvo kílómetra frá gosupptökum. Skúli H. Skúla- son, framkvæmdastjóri Útivistar, segir félagsmenn vissulega áhyggjufulla en ljóst sé að lítið sé hægt að gera annað en treysta á góðar vættir. „Ef framvindan helst svipuð og sprungan tekur ekki upp á því að stækka eða færa sig í átt að skálanum gerum við okkur góð- ar vonir um að hann sé hólpinn. Ef gosið nær undir ísbreiðu með til- heyrandi vatnsflaumi ætti vatnið heldur ekki að ná skálanum vegna legu hans. Annars verður náttúran bara að hafa sinn gang og taka hann ef hún vill hafa það svo.“ Skáli með sögu Skúli segir að ef svo illa færi væri það dapurlegt því skálinn sé sérstakur og búi yfir heilmikilli sögu fjallaferða. „Skálann byggðu Guðmundur frá Miðdal og fjalla- félagar hans fyrir mörgum áratug- um. Útivistarmenn tóku sig svo til og endurbyggðu skálann í byrjun síðasta áratugar liðinnar aldar. Þannig að í hverri spýtu býr hug- sjónaeldur og sviti. En það má mik- ið ganga á til að hann fari. Það væri þá helst ef fljúgandi hraun- molar kveiktu í honum,“ segir Skúli. Ef gosi lýkur fljótlega er hins vegar ljóst að skálinn á eftir að verða gríðarlega vinsæll við- komustaður ferðamanna sem vilja skoða þetta nýjasta hraun landsins. svanbjorg@mbl.is Treystum á góðar vættir fjallanna FREGNIN af gosinu á Fimmvörðuhálsi barst eftir krókaleiðum til Akureyrar þar sem um 20 bændur úr Austur-Landeyjum voru í skemmti- og menningarferð. Kona sem áður bjó í sveitinni og var á hjónaballi á Skeiðum sá glampann frá gosinu í austri og hringdi þegar í kunningja sinn í Austur-Landeyjum. Sá hringdi í ferðaglöðu bændurna á Akureyri sem voru þá að skemmta sér á Vélsmiðjunni eftir vel heppnaðan dag með eyfirskum bændum. Haraldur Konráðsson, bóndi á Búðarhóli í Austur-Landeyjum, sagði að fyrst í stað hefðu menn ekki tekið mark á tilkynningunni. „Við héldum að hann væri að gera at í okkur,“ sagði hann. „Það er svolítil tilhneiging hérna í Landeyjum að gera at í nágrönnum.“ Menn áttuðu sig þó fljótt á að alvara væri á ferðum og ákvað hópurinn þá að halda þegar í stað suður á bóginn. Stuttu síðar tóku sms-skeyti að berast frá almannavörnum sem staðfestu fregnina. Þau bárust þó ekki öllum bændunum, líkt og þeir höfðu búist við. Haraldur og Helga Bergsdóttir, eiginkona hans, voru komin að Búðarhóli og út í fjós um níuleytið í gærmorgun en þá var 19 ára sonur þeirra, Konráð, þegar byrjaður að huga að kúnum. Þar urðu fagnaðarfundir og ekki var annað að sjá en kýrnar væru einnig fegnar að fá bóndahjónin til baka. Haraldur kvaðst ekki hafa miklar áhyggjur af gosinu á Fimmvörðuhálsi. Um Kötlu gegndi öðru máli. „Maður er bú- inn að bíða eftir Kötlu alla ævi,“ sagði hann. Morgunblaðið/Golli Hugað að skepnunum Kýrnar í fjósinu að Búðarhóli voru fegnar að sjá Harald Konráðsson bónda og son hans Konráð í gærmorgun. Héldu fyrst að gosfréttin væri at Eldgos á Fimmvörðuhálsi Skjálftavirkni í Goðabungu Ó ró at íð ni 300 250 200 150 100 50 0 00.00 03.00 06.00 09.00 12.00 15.00 18.00 21.00 00.00 03.00 06.00 09.00 12.00 15.00 18.00 21.00 00.00 03.00 06.00 09.00 12.00 15.00 18.00 19. mars 2010 20. mars 2010 21. mars 2010 0,5 – 1 Hz 1 – 2 Hz 2 – 5 Hz Fyrstu tilkynningar um gosið berast kl. 23.34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.