Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 AÐALFUNDUR SAMTAKA FERÐAÞJÓNUSTUNNAR Hilton Reykjavík Nordica - 23. mars 2010 Samtök ferðaþjónustunnar Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35 Sími 511 8000 kl.9:00-12:00 FUNDIR FAGHÓPA • Afþreyingarfyrirtæki Öryggi í ferðum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja • Bílaleigur Metan eldsneyti og metanbílar – kostir, gallar og dreifileiðir • Ferðaskrifstofur Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu – samkeppni við aðra áfangastaði • Flugfélög Gjaldtaka í flugrekstri og „Single European Sky“ • Gististaðir Hotel Yield & Distribution Management og hagtölur • Hópbifreiðafyrirtæki Metan eldsneyti, kostir, gallar og dreifileiðir og endurmenntun bílstjóra • Veitingastaðir Þátttaka í alþjóðlegum keðjum og kennitöluflakk fyrirtækja kl. 13:00-15:15 Setning, Árni Gunnarsson, formaður SAF. Ávarp, Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála. kl. 13:30 TÆKIFÆRI TIL VERÐMÆTASKÖPUNAR Finnish Snow How Marina Krause, markaðsstjóri Comma Group og fyrrv. ferðamálastjóri Changing Dynamics in a Digitally Connected World Peter Dennis, Time Communication Group kl. 15:15 Kaffi kl. 15:45 Almenn aðalfundarstörf kl. 17:00 Léttar veitingar Samtök ferðaþjónustunnar SAF eru málsvari og sameiginlegur vettvangur íslenskra fyrirtækja sem stunda rekstur á sviði ferðaþjónustu. Aðild að SAF er heimil öllum sem telja sig til ferðaþjónustufyrirtækja. Nánari upplýsingar eru á vef SAF www.saf.is Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar er opinn fulltrúum frá aðildarfélögum SAF. Dagskrá: Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LÍKLEGT var talið í gærkvöld að fulltrúadeild Bandaríkjaþings myndi samþykkja umdeildar tillögur Bar- acks Obama forseta um breytingar á heilbrigðiskerfinu og sjúkratrygging- ar fyrir alla. Yrði þá um að ræða mik- inn sigur fyrir forsetann sem barist hefur ákaft fyrir málinu en jafnframt áfall ef hann tapaði. Allir repúblikanar deildarinnar hugðust greiða atkvæði gegn tillög- unum sem talið er að muni kosta rík- issjóð um 940 milljarða dollara næstu 10 árin. Obama segir að á móti komi sparnaður af ýmsu tagi og því muni útgjöldin í reynd ekki aukast. Öld- ungadeildin hafði áður samþykkt upprunalegar tillögur forsetans með svo miklum breytingum að róttækir demókratar voru afar ósáttir við það sem að lokum var lagt fyrir fulltrúa- deildina. En kannanir hafa sýnt mikla andstöðu kjósenda við frumvarpið. Hafi tillögurnar verið samþykktar verða þær á ný lagðar fyrir öldunga- deildina með breytingum fulltrúa- deildarinnar. Repúblikanar í öldunga- deild ætla hins vegar að gera mörg hundruð breytingatillögur ef tillög- urnar fara aftur fyrir deildina. Reuters Nei! Mikil andstaða er við heilbrigð- istillögur Bandaríkjaforseta. Örlagastund fyrir Bandaríkjaforseta  Talið í gærkvöld að heilbrigðistillögur Obama hlytu framgang Í HNOTSKURN »Upprunalegu tillögurnarum tryggingar fyrir alla í anda evrópskra velferðar- kerfa hafa verið útvatnaðar. »Með tilslökununum varætlunin að koma til móts við efasemdarmenn á hægri væng demókrataflokksins. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) hefur til rannsóknar brot gömlu bankanna á reglum um stórar áhættuskuldbindingar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mörg dæmi þess efnis á borði FME að bankarnir hafi beitt ýmsum að- ferðum til að fara í kringum regl- urnar, sem kveða á um að áhætta banka gagnvart einstökum við- skiptavini megi ekki fara yfir 25% af eigin fé bankans. Stór áhættu- skuldbinding er jafnframt skil- greind sem 10% af eigin fé. Sam- anlögð áhætta stórra áhættu- skuldbindinga má samkvæmt reglunum ekki fara yfir 800% af eigin fé. Lán Landsbanka til XL Morgunblaðið hefur þegar greint frá ákveðinni lánveitingu Lands- bankans sem virðist hafa verið til þess fallin að fara í kringum regl- urnar sem um ræðir. Þannig lánaði bankinn Straumi tugi milljóna doll- ara, í þeim eina tilgangi að Straum- ur lánaði áfram til ferðaþjónustu- fyrirtæksins XL Leisure. XL var tengt Eimskipi, sem var stór við- skiptavinur Landsbankans. Stöð 2 greindi frá því í gær að Glitnir hefði lánað þrjá milljarða króna til Byrs á vormánuðum 2008, en Byr lánaði sömu upphæð áfram til FL Group. Þá var FL Group stór hluthafi í Glitni og stærsti, einstaki skuldari bankans samkvæmt lána- bók sem birt var í Morgunblaðinu. Í frétt Stöðvar 2 voru leiddar líkur að því að lánveitingin væri til þess fallin að sneiða hjá reglum um stór- ar áhættuskuldbindingar. Fóru oft króka- leiðir í stórum lánveitingum  FME rannsakar brot á reglum um stórar áhættuskuldbindingar banka FME Hefur til rannsóknar brot á reglum um áhættuskuldbindingar. AÐALFUNDUR færeyska olíu- leitar- og framleiðslufyrirtækisins Atlantic Petroleum samþykkti um helgina að auka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir danskra króna að nafnvirði. Heimild stjórnar til hlutafjáraukningar gildir til ársins 2014, en um er að ræða ríflega 76% aukningu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að möguleiki er að nota nýtt hlutafé til að skuldajafna við lánardrottna. Stjórnarformaður Atl- antic Petroleum, Birgir Durhuus, var kjörinn til áframhaldandi setu. Atlantic Petroleum greiddi niður stóran hluta skulda í október síðastliðnum í kjölfar hlutafjár- útboðs, heild- arskuldir í dag nema 259 millj- ónum danskra króna, en voru 478 milljónir í lok 2008. Félagið tapaði ríflega 54 millj- ónum danskra króna á árinu 2009. Atlantic Petroleum reiknar með að vinna um 790.000 tunnur af olíu á árinu. thg@mbl.is Samþykkt að auka hlutafé Atlantic Petroleum mikið  Heimild til 76% hlutafjáraukningar AGS ráðgerir að meðaltal heildar- skulda ríkja heimsins rísi í 110% í lok árs 2014. Sama meðaltal var 75% í lok árs 2007. Um er að ræða brúttó- skuldir, þar sem ekki er tekið tillit til eigna á móti. Þetta kom fram í erindi John Lipsky, eins af æðstu stjórn- endum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hann hélt í Peking í gær. Lipsky sagði að eðlilegt væri að ríkisstjórnir veittu fjármagni inn í hagkerfið á krepputímum til að smyrja hjól atvinnulífsins. Hins veg- ar væri skuldasöfnun vegna slíkra aðgerða aðeins að meðaltali tíundi hluti þess fjárlagahalla sem stækk- aði nú ár frá ári í stærstu hagkerfum heimsins. Því væri ekki nóg að draga úr efnahagsaðgerðum vegna krepp- unnar til að ná stjórn á ríkisfjár- málum, heldur þyrfti einnig að endurskoða út- gjaldastefnuna til lengri tíma. Nefndi hann sér- staklega eft- irlauna- og heil- brigðismál í því samhengi. Lipsky sagði það mat AGS að nú- verandi skuldastaða hinna stærri hagkerfa gæti haft neikvæð áhrif á hagvöxt í heiminum um allt að hálft prósent á ári, miðað við hagvöxt áð- ur en fjármálakreppan skall á af full- um þunga. thg@mbl.is AGS varar við aukningu skulda hins opinbera  Þungar skuldir hamla hagvexti John Lipsky VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.