Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jónas Hall-grímssonhafði sömu mynd fyrir augum og Gunnar á Hlíð- arenda og dró hana upp í litum ljóðsins með stórbrotnum hætti. Skein yfir landi sól á sumarvegi, og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu sval- ar í himinblámans fagurtærri lind. En skáldið Jónas gleymdi ekki náttúrufræðingnum, þótt fegurðin tæki hann fanginn. Hann segir: Svell er á gnípu, eldur geisar undir. Í ógna djúpi, hörðum vafinn dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir. Þessi falda ógn hefur einnig verið Gunnari Hámundarsyni ljós, því nokkrum áratugum fyrir hans tíð gaus „sú hin mikla mynd“. Eldfjöll eru ólíkindatól. En sem betur fer hefur skilningur á þeim vaxið jafnt og þétt. Þótt margur vafinn sé enn um hvort og hvenær og nákvæmlega hvar gos kunni að brjótast fram er mörg vissan nú einnig fyrir hendi. Síðustu misseri hefur margt bent til goss í Eyjafjöllum og ráðstafanir höfðu verið gerðar. Skjálfta- mælar og önnur tæki vísinda- manna studd vaxandi þekk- ingu þeirra höfðu numið að eldstöðin var tekin að iða. Þótt í þetta sinn hafi ekki verið hægt að segja fyrir um gosið all- mörgum mínútum áður en það hófst, eins og við síðasta gos í Heklu, var fólkið í námunda vel and- lega undirbúið. Fumlaust gátu menn því gert ráðstafanir, við- búnir hinu versta og vonandi hið besta. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa eldsumbrotin ver- ið á hagfelldum stað í eldstöð- inni og skaði lítill sem enginn, þótt áfram verði að hafa var- ann á. Gosið virðist hafa orðið laust fyrir klukkan 23.30 laugardag- inn 20. mars. Fólk í nágrenn- inu tók að fá símskilaboð frá yfirvöldum á svæðinu um hálf- tíma síðar um að rýma svæðið. Klukkutími leið áður en nokk- uð heyrðist í Ríkisútvarpinu um að stóratburðir væru að gerast. Þá voru fréttir komnar á vefi annarra fjölmiðla fyrir töluverðum tíma. Þarna hefur eitthvað farið verulega úr- skeiðis í viðbúnaði sem annars virðist hafa verið í góðu lagi. Í tilvikum eins og þessu á Rík- isútvarpið ekki aðeins að vera fréttamiðill heldur þýðingar- mikill hlekkur í skipulagi ör- yggismála. Er sá þáttur í raun eina röksemdin sem enn lifir fyrir sérstakri ríkisvernd stofnunarinnar. Enn er í minni að við jarðskjálftana miklu á Suðurlandi fyrir áratug voru útsendingar af íþróttakappleik látnar ganga fyrir fréttum af þeim hamförum. Nær allir þættir við- búnaðar vegna eld- goss í Eyjafjöllum gengu vel} „Eldur geisar undir“ Í samtali við Rík-isútvarpið lýsti einn reyndasti jarðvísindamaður landsins, Páll Ein- arsson, gosi í Eyjafjöllum sem hvellhettu í dýnamítsprengju Kötlu í Mýr- dalsjökli. Í sinni merkilegu bók Jöklar á Íslandi segir Helgi Björnsson: „Af engum jökli á Íslandi stendur meiri ógn en Mýrdalsjökli. Undir honum leynist illræmdasta eldstöð landsins, Katla, sem hefur frá því að land byggðist brotist 20 sinnum upp úr jök- ulbreiðunni og valdið óhemju jökulhlaupum sem hafa flæmst yfir sanda, vegi, brýr, byggð og gróið land. Gosunum fylgja ærandi þrumur og eldingar sem grandað hafa lífi í nálæg- um sveitum. Mest er gjósku- fallið fyrsta sólarhringinn en gosin hafa staðið frá tveimur vikum upp í fjóra mánuði. Svo þétt hefur gjóskufallið verið að menn hafa varla séð hver annan þótt þeir hafi haldist í hend- ur, segl á skipum 600 km austur af landi hafa orðið biksvört, beitilönd skemmst í Færeyjum og land hulist ösku í Björgvin í Nor- egi. Kötluhlaup eru með stærstu vatnsflóðum á jörðinni og þau, ásamt miklu öskufalli valda því að Katla er hættu- legasta eldstöð á Íslandi. Þeg- ar þetta er skrifað hefur hún beðið átekta lengur en nokkru sinni eftir landnám.“ Þessi lýsing jöklafræðings- ins skýrir vel, hvers vegna Páll Einarsson tók svo til orða sem hann gerði. Síðasta eldgos á Íslandi sem olli ugg og skelf- ingu var gosið í Heimaey árið 1973. Önnur gos hafa stundum verið meðhöndluð sem fjörlegt fréttaefni, afmarkað og hættu- lítið. En sagan sýnir að gos eru ekki gamanmál heldur fúl- asta alvara og stundum mjög fúl. Eldgos í Eyjafjöllum hvellhetta fyrir Kötlu} Katla bíður átekta E in af mínum eftirlætisbókum er Skegg Dalís. Þar bregður ljós- myndarinn Philippe Halsmann á leik með aldavini sínum Salva- dor Dalí og veltir upp spurn- ingum sem Dalí svarar með yfirvaraskegginu. Það má segja að í ólíkum formum mott- unnar finni karlmenn farveg fyrir sköp- unargleðina – andlitið breytist í striga. Og ég hef fundið fyrir því undanfarna daga, hvernig viðmót heimsins breytist, þegar mað- ur er kominn með mottu. Sumar konur yggla sig og líta jafnvel undan í hryllingi ef hárin spretta óhindrað á efri vör- inni. Aðrar ráða betur við tilfinningar sínar og næmt fegurðarskyn og bera sig karlmann- lega. Enn öðrum finnst karlmenn bara sætari með mottu. Tískumeðvitað sprund benti mér á það að íslensk- ir karlmenn væru flestir með rautt í skegginu – það gæfi þeim yfirbragð víkinga. En viðmótið breytist líka hjá karlmönnum. Fljótlega eftir að ég tók ákvörðun um að raka mig en skilja eftir hárbút undir nefinu mætti ég öðrum karlmanni með yf- irvaraskegg á Laugavegi. Þrátt fyrir að við þekktumst ekkert, þá kinkaði hann kolli til mín, það mátti greina hlýju í augnaráðinu og ekki laust við að hláturinn kraum- aði undir. Mottan brúar gjár í þjóðfélaginu á tímum búsáhalda- byltinga. Þetta var fallegt augnablik í annars lokaðri veröld karlmanna. Það veitir ekkert af að opna þá veröld upp á gátt þegar krabbamein er annarsvegar. Á skemmtilegri vefsíðu, karlmennogkrabbamein.is, er fróð- leikur um það hvernig karlmenn „skoða kroppinn sinn“. Þar eru ekki aðeins eistun undir, heldur einnig lungu, meltingarfæri, húð og blöðruháls. Og til áminningar um það göngum við með skegg. „Ó! Þetta er það furðulegasta sem hefur komið fyrir mig á starfsferli mínum. Blá- stakkur sléttrakaður og hreinn,“ sagði Cook hershöfðingi í Týnda riddaranum. Ég verð að játa að það verður gott að losna við hárþúfuna af andlitinu. Og ég býst við svipaðri setningu frá konu og börnum þegar ég birtist „sléttrakaður og hreinn“. En svo eru til karlmenn sem bera skeggið vel og eru blússandi af sjálfstrausti þegar þeir veifa því framan í heiminn. „Mottan er akkeri andlitsins,“ sagði Villi á Rauðhettu við mig í gær. Hann hefur lengi lagt rækt við hárin á efri vörinni og heldur því raunar fram að það hafi verið hans veganesti í heiminn. „Ég fæddist með dökk fín hár á efri vörinni,“ sagði hann stoltur. „Pabbi tók á móti mér. Hann er líka með mottu.“ Villi setur sig í spor föður síns og segir með djúpri bassaröddu: „Hann er minn!“ Villi spáir því að ekki verði aftur snúið. Skeggið hafi haldið innreið sína í íslenskt samfélag – fyrir alvöru. „Það voru allir með alskegg og lubba á áttunda áratugn- um og nú er sá tími loksins kominn aftur,“ segir hann og hlær. „Það eru allir svo asnalegir nýrakaðir.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Andlitið er strigi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is E yjafjallajökull gaus síð- ast 1821-1823 þannig að hann hvíldi sig vel og lengi, að vísu voru svonefnd kvikuinnskot undir fjallinu árið 1999 en ekkert gaus. Að þessu sinni gýs á Fimm- vörðuhálsi, sem er hluti af sömu eld- stöð. Ljóst er að virknin getur færst undir ísinn með tilheyrandi flóði ef sprungan lengist. Önnur hætta er þó enn ófrýnilegri: Katla, skessan ægi- lega sem svo oft hefur valdið geysi- legu tjóni. Enn eru á lífi Íslendingar sem muna eftir gosinu 1918 en það eyddi mörgum bæjum. Ef tekið er mið af sögunni er þegar liðinn óvenjulangur tími frá síðasta Kötlugosi og hafa Al- mannavarnir gert miklar ráðstafanir til að búa sig undir flóðin og ösku- fallið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur hefur bent á að mikil tengsl séu á milli eldstöðvanna í jöklunum tveim en rannsóknir bergfræðinga sýni að ekki sé þó um sömu eldstöðina að ræða. Kvikuinnskot undir Eyja- fjallajökli gætu vakið Kötlu af blundi, virkað eins og gikkur, segir Páll. Hann minnir á að Katla hafi gosið 1823 í kjölfar Eyjafjallajökuls. „Þetta gos er í fullum gangi núna og við fylgjumst vel með,“ segir Páll. „Atburðarásin getur tekið ýmsar stefnur, þess vegna er svo mikilvægt að fylgjast vel með öllu. Það er vel hugsanlegt næsta þrep að Katla taki eitthvað við sér en hún hefur ekki gert það enn. Liðið gætu nokkrar vik- ur eða mánuðir áður en hún gerir það. Þrýstingur undir Eyjafjallajökli hefur verið að aukast undanfarið, kvika hefur verið að troða sér upp og þá tútnar fjallið út og lyftist. Katla verður þá fyrir hliðarþrýstingi. Frá vísindalegu sjónarhorni er mjög for- vitnilegt að fylgjast með þessu. “ Sagt var fyrir um Grímsvatnagos Gosið á Fimmvörðuhálsi var óvænt, þar munu ekki hafa verið elds- umbrot í þúsundir ára. Einnig vakti athygli að gosið hófst án þess að þess sæjust strax merki á jarðskjálfta- mælum Veðurstofu Íslands. En Páll segir að síðustu 30 árin hafi orðið miklar framfarir í að segja fyrir um gos, ávallt sé þó erfitt sé spá um Heklugos. Í reynd sé nú spáð með einhverjum fyrirvara um allt að 70% allra eldgosa hérlendis og varað við. Eftir gosið í Heimaey 1973 hafi menn fyrst farið að nota verulega næma jarðskjálftamæla. Beitt sé einnig GPS-tækjum og nýjum rat- sjám sem sýni þróunina með mikilli nákvæmni og þetta skipti ekki síst máli þegar fólk fjalli um hættuna af Kötlu. Mjög vel hafi tekist að segja fyrir um þróun mála í Grímsvötnum 2004, fyrst með langtímaspá og loks með spá um gos rétt áður en það hófst. „Við stöndum í allt öðrum sporum en við gerðum fyrir bara 25 árum,“ segir Páll. Hann minnir á að þótt Katla sé hættuleg verði Íslendingar að sætta sig við að lifa með eldfjöll- unum. Ekki megi gleyma að eldurinn sem þau minna okkur stöðugt á sé líka undirstaða einnar af stærstu auð- lindum okkar, jarðvarmans. Morgunblaðið/RAX Sakleysisleg en grimm Katla „hin grimma“ í Mýrdalsjökli nýtur þess vafasama heiðurs að vera hættulegasta eldstöð landsins. Ertir Eyjafjallajökull gömlu skessuna? Eldurinn í Eyjafjallajökli minnir okkur á grannann Kötlu. Þótt oft gjósi fyrirvaralítið hefur ný tækni, m.a. GPS og sérhannaðar ratsjár, gert vísindamönnum kleift að segja fyrir um flest gos síðustu áratugina. Hvað er langt milli gosa hér? Að meðaltali líða um þrjú ár milli eldsumbrota en um fimm ár milli umtalsverðra gosa. Hvers vegna gýs oft hér? Landið liggur á „heitum reit“ á Mið-Atlantshafssprungunni þar sem ávallt er mikil eldvirkni. Hve mörg virk eldfjöll eru hér? Um 20 fjöll hafa gosið eftir að land byggðist á 9. öld og þau eru því örugglega virk. En alls eru eldfjöll hér um 130. Hvað gerist ef gýs undir jökli? Ísinn bráðnar mjög hratt og geysi- mikið vatnsflóð rennur til sjávar. Það gerðist þegar Katla gaus 1918 og í Vatnajökulsgosinu 1996. Hvað gerist þetta hratt? Það fer eftir aðstæðum. Ef gos yrði undir Eyjafjallajökli er hugs- anlegt að hlaup gæti náð byggð á aðeins 15-30 mínútum. Hvað er vatnsmagnið mikið? Gæti orðið allt að 30.000 rúm- metrar á sekúndu. Það er samt enn meira í Skaftárhlaupum. Hvað er langt milli Kötlugosa? Líklegt er að síðustu aldir hafi liðið að jafnaði um 13 ár milli gosa. Nú eru hins vegar liðin 92 ár frá síð- asta gosi. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.