Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.03.2010, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2010 Samhæfð Fjöldi fólks var ræstur út aðfaranótt sunnudags vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ragna Árnadóttir dómsmálráðherra mætti m.a. í Samhæfingarmiðstöð almannavarna kl. 4 að nóttu. Júlíus Í VIKUNNI bárust jákvæð tíðindi af enn einu atvinnuþróunar- verkefninu sem er í undirbúningi á gamla varnarsvæðinu á Ásbrú í Reykjanesbæ. Verkefni sem unnið hefur verið að um margra mánaða skeið í nánum tengslum við stjórnvöld í landinu og sveitarstjórnir á svæð- inu og hefur í för með sér mikilvæga erlenda fjárfestingu og 150-200 tæknistörf á svæði sem glímir við stórfellt atvinnuleysi. Fyrirtækið E.C.A. hyggst byggja upp heimastöð hér á landi fyrir óvopnaðar flugvélar sem munu þjón- usta hinar ýmsu aðildarþjóðir Atl- antshafsbandalagsins, varn- arbandalags sem við Íslendingar höfum verið aðilar að í yfir 60 ár. Varnarbandalags sem stendur fyrir reglulegum æfingum innan aðild- arríkja sinna, m.a. á Íslandi, til þess að tryggja öryggi borgara sinna og frið og stöðugleika í álfunni. Þjónusta fyrirtækisins felst m.a. í því að leigja viðkomandi þjóðum flugvélar til heræfinga. Engar her- æfingar munu fara fram á Íslandi á vegum fyrirtækisins, en öll viðhalds- og tækniþjónusta þess er fyrirhuguð hér á landi. Hugmyndin er sem sagt sú að setja upp viðhaldsstöð þar sem íslenskir flugvirkjar, hugbún- aðarsérfræðingar, verkfræðingar og skrifstofufólk af ýmsu tagi munu vinna við að þjónusta óvopnaðar þot- ur, reka flughermi sem notaður er til að þjálfa flugmenn og svo mætti lengi telja. En það ekki var að sökum að spyrja, Vinstri grænir (reyndar fyrir utan VG á Suðurnesjum) og hluti Samfylkingarinnar fóru algerlega af hjörunum og lýstu undir eins megnri vanþóknun sinni á þessari starfsemi. Ímynd landsins væri að veði og þetta væri algerlega af síðustu sort. „Ég gef ekkert fyrir þau rök að þetta sé í nafni atvinnuuppbyggingar á Suður- nesjum. Við hljótum að setja einhver siðferðismörk um þá atvinnu- starfsemi sem hér fer fram,“ var haft eftir Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur í Fréttablaðinu. „Siðferðismörk“ seg- ir þingmaðurinn ábúð- arfullur. Má ég þá spyrja hvar þau mörk byrja og hvar þau enda? Má íslenskt fyr- irtæki eins og Arctic Trucks, sem hefur sér- hæft sig í að breyta jeppabifreiðum, taka að sér að breyta bílum sem e.t.v. eru notaðir í hernaði? Er það innan siðferðismarka þing- mannsins? Má íslenskt flugfélag kaupa flugvélar af Boeing- fyrirtækinu sem sannarlega fram- leiðir líka flugvélar sem notaðar eru í hernaði? Getur þingmaðurinn yf- irleitt flogið í Boeing-flugvélum – ferðast hún ekki sjálfkrafa yfir sið- ferðismörkin þá? Hvað með fiskinn okkar góða sem við flytjum út, get- um við verið algerlega viss um að hans sé aldrei neytt í mötuneytum einhverra herja NATO-ríkjanna? Eigum við ekki til öryggis að banna útflutning á fiski af siðferðilegum ástæðum? Nei, auðvitað hefur þetta ekkert með siðferðismörk að gera heldur er þarna verið að setja nýtt met í póli- tískri hræsni. Og ég gef ekkert fyrir það. Ég gef hins vegar mikið fyrir rökin fyrir því að við megum aldrei sætta okkur við atvinnuleysi. Við eigum að setja okkur þau siðferðis- mörk að gera allt sem við getum til þess að tryggja öllum vinnufúsum höndum atvinnu. Fyrir hönd Suður- nesjamanna bið ég þessa ríkisstjórn í allri vinsemd að hætta að standa gegn atvinnutækifærum á svæðinu – við höfum líka okkar mörk og þið er- uð komin yfir þau! Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur » Fyrir hönd Suður- nesjamanna bið ég þessa ríkisstjórn í allri vinsemd að hætta að standa gegn atvinnu- tækifærum á svæðinu – við höfum líka okkar mörk og þið eruð komin yfir þau. Ragnheiður Elín Árnadóttir Höfundur er alþingismaður. Pólitískt met í hræsni FYRSTU mánuðina eftir hrunið var því haldið stíft að Íslend- ingum af áróð- ursmönnum fyrir aðild Íslands að ESB að evr- an væri framtíð- arlandið og sá bjarg- hringur sem komið gæti í veg fyrir krepp- ur og óstöðugleika hér- lendis. Um þetta sagði undirritaður í Morg- unblaðsgrein haustið 2008: „Leið- andi ríki á evrusvæðinu hafa að und- anförnu brotið meginreglur Maastricht-sáttmálans um ríkisfjár- mál, skuldsetningu og efnahags- legan stöðugleika. Aðsteðjandi kreppa getur því fyrr en varir sett myntbandalagið í uppnám. Kjarninn í hertum áróðri hérlendis fyrir að Ís- land sæki um aðild að ESB hvílir þannig á ótraustum grunni, svo ekki sé litið til annarra þátta sem mæla gegn aðild.“ Á fyrsta misserinu eftir hápunkt alþjóðlegu fjármálakrepp- unnar leit svo út sem Evrópu- sambandið ætlaði að sleppa betur frá henni en Bandaríkin. Þetta reyndist tálsýn og nú dettur fáum í hug að benda á ESB sem tryggingu fyrir stöðugleika eða að Ísland eigi að leita þar aðildar til að komast í skjól fyrir sveiflum í efnahagslífi. Það „má ekki“ hjálpa Grikkjum Margir horfa í forundran á vand- ræðaganginn í kringum efnahags- þrengingar Grikkja, ekki síst þeir sem trúað höfðu áróðrinum um Evr- ópusambandið sem hjálp í neyð. Við- komandi hafa ekki áttað sig á þeim bitra sannleika að Myntsambandi ESB er samkvæmt eigin grundvall- arreglum bannað að láta eitthvað af hendi rakna til ríkis sem gengið hef- ur gegn þessum sömu reglum, þ.e. Maastricht-skilyrðunum frá árinu 1993. Á grundvelli þeirra var evru- svæðinu hrint úr vör fyrir áratug og þótt almenningi í Mið-Evrópu þætti sú blessun dýru verði keypt, m.a. í hækkuðu vöruverði í kjölfar mynt- breytingar og vaxandi atvinnuleysis, voru flestir farnir að líta á evruna sem sjálft bindiefnið í Brussel- kerfinu. Það hafði hins vegar gleymst að skrifa inn bindandi refsi- ákvæði í Maastricht og smám saman hættu jafnvel bókstafstrúaðir eins og Þjóðverjar og Frakkar að taka mark á boðorðunum og syndguðu leynt og ljóst upp á náðina. Það hjálpaði ekki til að gleymst hafði að skipa vaktmeistara yfir hagstofur evru- landa, þótt léttúð fremur en alvara væri þar ráðandi og það víðar en hjá Grikkjum. Eftir að valdaskipti urðu í Aþenu í kjölfar kosninga sl. haust kom í ljós að fjárlagahallinn sem hægristjórnin þar hafði stofnað til nam ekki 6-7% af vergri þjóðarfram- leiðslu heldur tvöfaldri þeirri tölu eða sem svaraði 12,7%. Vita ekki sitt rjúkandi ráð Fyrst í stað reyndi sósíaldemó- kratinn Papandreou að bera sig borginmannlega, Grikkir myndu taka til í sínu húsi án aðstoðar utan frá. Hann hafði unnið kosningasigur á andstæðingi sínum Karamanlis með því að segjast ætla að láta hina ríku greiða fyrir óreiðuna. En þegar veruleikinn blasti við og krafa ESB- ríkja um að Grikkir yrðu að færa hallann á ríkissjóði niður að 3% Ma- astricht-markinu ekki síðar en árið 2013 fóru samtök launafólks að efna til andófs. Krafan um einhvers konar aðstoð Grikkjum til handa gerðist hávær, þó ekki væri nema að þeim yrði tryggður aðgangur að lánsfé á hliðstæðum kjörum og annars staðar á evrusvæðinu. Á síðustu vikum hef- ur umheimurinn orðið vitni að Evr- ópusambandi í uppnámi, þar sem forystumenn stunda orðaleiki eftir hentugleikum til heimabrúks en engin lausn er í sjónmáli. Sambandið reynist vera rammflækt í eigin regluverki og ófært um að bregðast við Grísku veikinni. Er þó ljóst að smithættan er langt frá því að vera bundin við grísku landamærin. Ný skammstöfun hefur bæst í stórt safn sem fyrir var, þ.e. PIIGS og stendur fyrir Portúgal, Ítalía, Írland og Spánn. Í öllum þessum evru-löndum er skuldsetning langt yfir Maast- richt-kvarðanum og tæpast heldur bætandi á atvinnuleysi á bilinu 10- 20% til að ná henni niður. Er evrubandalaginu viðbjarg- andi? Þeim röddum fjölgar sem spyrja hvor myntbandalagið um evruna muni standast þá spennu sem upp er komin. Hugmynd um sérstakan gjaldeyrissjóð á vegum ESB eftir fyrirmynd Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins skaut upp kollinum nú í mars- mánuði en var jafnóðum kveðin nið- ur þegar tillögusmiðum varð ljóst að breyta þyrfti stofnsáttmála ESB til að slíkt teldist löglegt. Fáir eru bjartsýnir á að slík orrusta myndi vinnast, og örugglega ekki í tæka tíð til að sigrast á Grísku veikinni. Sum- ir forystumenn eru farnir að opna fyrir að Grikkir kalli á Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, en þar með væru Bandaríkin komin með sterk áhrif inn á evrusvæðið. Þriðja hugmyndin er um alevrópskan gjaldeyrissjóð til að nota við slökkvistarf, að formi til óháðan ESB, m.a. með þátttöku Ís- lands og Noregs sem EES-ríkja. Þá væru menn komnir í dálaglegan hring en eftir sæti evran króuð af í Maastricht-netinu. Vonandi gera sem flestir Íslendingar sér nú ljóst að bjargræðið eftir hrunið hérlendis kemur ekki að utan. Væri ekki rétt að íslensk stjórnvöld sendu hrað- boða til Brussel og kölluðu umsókn sína um ESB-aðild hið skjótasta til baka? Eftir Hjörleif Guttormsson » Á síðustu vikum hef- ur umheimurinn orðið vitni að Evrópu- sambandi í uppnámi, þar sem forystumenn stunda orðaleiki eftir hentugleikum til heima- brúks. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Evran er myllusteinn en ekki bjarghringur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.